Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar 16. desember 2025 09:30 Það sem ég varaði við í grein á Vísi 1. desember síðastliðinn er því miður að raungerast. Eftir að hafa hlustað á viðtal við forsætisráðherra, þar sem talað var um ferðaþjónustuna með þeim hætti að skilja mátti orð hennar þannig að greinin væri hálfgerður samfélagslegur baggi, er nú orðið ljóst hvert stefnir. Stjórnvöld virðast staðráðin í að draga úr umfangi ferðaþjónustunnar með markvissri aukningu álaga í þeirri von eða trú að ferðamönnum fækki. Á sama tíma er aukið við ívilnanir til útgerða skemmtiferðaskipa, á meðan „landkrabbarnir“ – hótel, gistiheimili, veitingastaðir og afþreying um allt land eiga að bera byrðarnar. Staðreyndirnar tala sínu máli Árið 2018 komu til Íslands rúmlega 2,3 milljónir erlendra farþega með flugi um Keflavíkurflugvöll. Á sama tíma komu um 145 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur. Sex árum síðar, árið 2024, eru erlendir flugfarþegar enn aðeins tæplega 2,3 milljónir. Ferðamönnum með flugi hefur því ekkert fjölgað frá 2018, þrátt fyrir mikinn vöxt í umræðu og umsvifum greinarinnar. Á sama tíma hefur farþegum með skemmtiferðaskipum fjölgað verulega og voru þeir um 322 þúsund árið 2024. Skekkjan sem stjórnvöld horfa fram hjá Í tölum um flugfarþega um Keflavíkurflugvöll er verulegur fjöldi skiptifarþega skemmtiferðaskipa farþegar sem fljúga til landsins fara í flestum tilfellum beint um borð í hótelskip og neyta þar fullrar skattfrjálsrar þjónustu, kaupa hvorki gistingu né mat á landi. Raunfjöldi þeirra ferðamanna sem dvelja á Íslandi, ferðast um landið og kaupa staðbundna þjónustu mat, gistingu, afþreyingu og innanlandsferðir hefur því í reynd fækkað. Afleiðingarnar liggja fyrir Aukin skattheimta á ferðaþjónustu á landi mun: fækka enn frekar ferðamönnum sem ferðast um landið, bitna harðast á ferðaþjónustu á landsbyggðinni, veikja rekstur hótela og gistiheimila sem njóta engra afslátta eða ívilnana, ólíkt hótelskipunum, draga úr tekjum sveitarfélaga og samfélaga sem byggja afkomu sína á ferðamönnum sem dvelja á landi. Á sama tíma njóta útgerðir skemmtiferðaskipa skattaívilnana og sérmeðferðar, sem skapar augljóst ósamræmi og óréttlæti í skattalegri meðferð ferðaþjónustunnar. Niðurstaðan er skýr Stjórnvöld hafa fundið sleggjuna – og henni á að beita til að berja niður innlenda ferðaþjónustu. Ekki með markvissri stefnu, ekki með jafnræði eða sanngirni, heldur með auknum álögum á þá sem skapa verðmæti á landi, um allt land. Spurningin er einföld: Er markmiðið að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu eða að keyra hana markvisst niður? Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðaþjónusta Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Það sem ég varaði við í grein á Vísi 1. desember síðastliðinn er því miður að raungerast. Eftir að hafa hlustað á viðtal við forsætisráðherra, þar sem talað var um ferðaþjónustuna með þeim hætti að skilja mátti orð hennar þannig að greinin væri hálfgerður samfélagslegur baggi, er nú orðið ljóst hvert stefnir. Stjórnvöld virðast staðráðin í að draga úr umfangi ferðaþjónustunnar með markvissri aukningu álaga í þeirri von eða trú að ferðamönnum fækki. Á sama tíma er aukið við ívilnanir til útgerða skemmtiferðaskipa, á meðan „landkrabbarnir“ – hótel, gistiheimili, veitingastaðir og afþreying um allt land eiga að bera byrðarnar. Staðreyndirnar tala sínu máli Árið 2018 komu til Íslands rúmlega 2,3 milljónir erlendra farþega með flugi um Keflavíkurflugvöll. Á sama tíma komu um 145 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur. Sex árum síðar, árið 2024, eru erlendir flugfarþegar enn aðeins tæplega 2,3 milljónir. Ferðamönnum með flugi hefur því ekkert fjölgað frá 2018, þrátt fyrir mikinn vöxt í umræðu og umsvifum greinarinnar. Á sama tíma hefur farþegum með skemmtiferðaskipum fjölgað verulega og voru þeir um 322 þúsund árið 2024. Skekkjan sem stjórnvöld horfa fram hjá Í tölum um flugfarþega um Keflavíkurflugvöll er verulegur fjöldi skiptifarþega skemmtiferðaskipa farþegar sem fljúga til landsins fara í flestum tilfellum beint um borð í hótelskip og neyta þar fullrar skattfrjálsrar þjónustu, kaupa hvorki gistingu né mat á landi. Raunfjöldi þeirra ferðamanna sem dvelja á Íslandi, ferðast um landið og kaupa staðbundna þjónustu mat, gistingu, afþreyingu og innanlandsferðir hefur því í reynd fækkað. Afleiðingarnar liggja fyrir Aukin skattheimta á ferðaþjónustu á landi mun: fækka enn frekar ferðamönnum sem ferðast um landið, bitna harðast á ferðaþjónustu á landsbyggðinni, veikja rekstur hótela og gistiheimila sem njóta engra afslátta eða ívilnana, ólíkt hótelskipunum, draga úr tekjum sveitarfélaga og samfélaga sem byggja afkomu sína á ferðamönnum sem dvelja á landi. Á sama tíma njóta útgerðir skemmtiferðaskipa skattaívilnana og sérmeðferðar, sem skapar augljóst ósamræmi og óréttlæti í skattalegri meðferð ferðaþjónustunnar. Niðurstaðan er skýr Stjórnvöld hafa fundið sleggjuna – og henni á að beita til að berja niður innlenda ferðaþjónustu. Ekki með markvissri stefnu, ekki með jafnræði eða sanngirni, heldur með auknum álögum á þá sem skapa verðmæti á landi, um allt land. Spurningin er einföld: Er markmiðið að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu eða að keyra hana markvisst niður? Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun