Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. desember 2025 12:28 Luciano Spalletti er fullur af hugmyndum um hvernig Juventus getur rétt gengi sitt af. Image Photo Agency/Getty Images Agnelli fjölskyldan, sem á meirihluta í ítalska fótboltaliðinu Juventus, hafnaði kauptilboði frá rafmyntafyrirtækinu Tether. Nú segir þjálfarinn Luciano Spalletti komið að leikmönnum að sanna skuldbindingu sína gagnvart félaginu. Tether bauðst til að staðgreiða 65,4 prósenta hlut Agnelli fjölskyldunnar í Juventus, fyrir upphæð sem talin er vera um 1,1 milljarður punda. Agnelli fjölskyldan hafnaði tilboðinu. „Juve hefur verið hluti af fjölskyldunni í 102 ár“ sagði í myndbandi sem birtist á heimasíðu Juventus. „Juve, er líka hluti af miklu, miklu stærri fjölskyldu. Svarthvíta fjölskyldan sem samanstendur af milljónum aðdáenda á Ítalíu og út um allan heim, sem elska Juve eins og ástvini“ sagði einnig í myndbandinu. John Elkann: “La Juventus, la nostra storia, i nostri valori non sono in vendita” pic.twitter.com/K7ORlLF5Ds— JuventusFC (@juventusfc) December 13, 2025 Juventus vann ítölsku úrvalsdeildinni í níunda sinn í röð árið 2020 en hefur síðan ekkert tekið þátt í titilbaráttu. Napoli ásamt Mílanóliðunum Inter og AC hafa tekið yfir ítalska boltann og Juventus hefur dregist aftur úr. Liðið hefur skipt fimm sinnum um þjálfara síðan 2020 og síðast í október, þegar Luciano Spalletti tók við störfum. „Þó ég hafi bara verið hér í stuttan tíma tel ég mig geta talað fyrir hönd allra hjá félaginu. Við njótum góðs af styrknum og ástríðunni sem fjölskyldan hefur sýnt þessu félagi. Nú er skýrt að það er komið að okkur að sýna sömu skuldbindingu“ sagði Spalletti á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Bologna í dag. ⏰ | La conferenza stampa di mister Luciano Spalletti di presentazione del match di domani in trasferta 📺 #BolognaJuveSeguila LIVE su https://t.co/0WCF8MLxif: registrati gratuitamente sul nostro sito 🔗 https://t.co/rDSV3vO1op pic.twitter.com/3Zt0N2PFjS— JuventusFC (@juventusfc) December 13, 2025 Liðið hefur aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjunum undir hans stjórn en getur með sigri í dag komist upp fyrir Bologna í fimmta sæti deildarinnar. „Enginn getur sagt mér að þessir leikmenn séu ekki nógu góðir. Þvert á móti, það eru önnur vandamál sem við verðum að yfirstíga. Ég tók við starfinu því ég hafði trú á þeim. Ég hef starfað sem þjálfari í mörg ár og veit að það verður ekki auðvelt, en ég er heltekinn af hugmyndum um hvernig á að breyta og bæta“ sagði Spalletti einnig. Ítalski boltinn Rafmyntir og sýndareignir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Sjá meira
Tether bauðst til að staðgreiða 65,4 prósenta hlut Agnelli fjölskyldunnar í Juventus, fyrir upphæð sem talin er vera um 1,1 milljarður punda. Agnelli fjölskyldan hafnaði tilboðinu. „Juve hefur verið hluti af fjölskyldunni í 102 ár“ sagði í myndbandi sem birtist á heimasíðu Juventus. „Juve, er líka hluti af miklu, miklu stærri fjölskyldu. Svarthvíta fjölskyldan sem samanstendur af milljónum aðdáenda á Ítalíu og út um allan heim, sem elska Juve eins og ástvini“ sagði einnig í myndbandinu. John Elkann: “La Juventus, la nostra storia, i nostri valori non sono in vendita” pic.twitter.com/K7ORlLF5Ds— JuventusFC (@juventusfc) December 13, 2025 Juventus vann ítölsku úrvalsdeildinni í níunda sinn í röð árið 2020 en hefur síðan ekkert tekið þátt í titilbaráttu. Napoli ásamt Mílanóliðunum Inter og AC hafa tekið yfir ítalska boltann og Juventus hefur dregist aftur úr. Liðið hefur skipt fimm sinnum um þjálfara síðan 2020 og síðast í október, þegar Luciano Spalletti tók við störfum. „Þó ég hafi bara verið hér í stuttan tíma tel ég mig geta talað fyrir hönd allra hjá félaginu. Við njótum góðs af styrknum og ástríðunni sem fjölskyldan hefur sýnt þessu félagi. Nú er skýrt að það er komið að okkur að sýna sömu skuldbindingu“ sagði Spalletti á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Bologna í dag. ⏰ | La conferenza stampa di mister Luciano Spalletti di presentazione del match di domani in trasferta 📺 #BolognaJuveSeguila LIVE su https://t.co/0WCF8MLxif: registrati gratuitamente sul nostro sito 🔗 https://t.co/rDSV3vO1op pic.twitter.com/3Zt0N2PFjS— JuventusFC (@juventusfc) December 13, 2025 Liðið hefur aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjunum undir hans stjórn en getur með sigri í dag komist upp fyrir Bologna í fimmta sæti deildarinnar. „Enginn getur sagt mér að þessir leikmenn séu ekki nógu góðir. Þvert á móti, það eru önnur vandamál sem við verðum að yfirstíga. Ég tók við starfinu því ég hafði trú á þeim. Ég hef starfað sem þjálfari í mörg ár og veit að það verður ekki auðvelt, en ég er heltekinn af hugmyndum um hvernig á að breyta og bæta“ sagði Spalletti einnig.
Ítalski boltinn Rafmyntir og sýndareignir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Sjá meira