Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar 9. desember 2025 06:31 Nú fer að líða að jólum og skólarnir fara bráðum í verðskuldað frí. Það er mikilvægt að staldra reglulega við og þakka kennurum og öllu starfsfólki skólanna fyrir ómetanlegt starf. Á hverjum einasta degi treystum við þeim fyrir börnunum okkar og það er ekki sjálfsagt. Í skólastarfinu felst oft ósýnileg vinna sem heldur kerfinu gangandi, jafnvel þegar álagið er mikið og aðstæður krefjandi. Á sama tíma er mikilvægt að minna á að við stöndum frammi fyrir kennaraskorti. Þessi þróun hefur þegar haft áhrif á íslenska skóla, bæði leik- og grunnskóla, og í Kópavogi er skorturinn víða orðinn áþreifanlegur. Ef ekkert verður að gert má búast við versnandi stöðu á næstu árum þar sem óvenju stór hópur kennara er að nálgast eftirlaunaaldur. Menntaðir kennarar skipta sköpum fyrir námsárangur, vellíðan og stöðugleika í skólastarfi. Kópavogur á að vera bær sem laðar að sér og heldur í fagfólk og sýnir virðingu fyrir því mikilvæga og krefjandi starfi sem kennarar sinna daglega. Við verðum að skapa raunhæfar leiðir til að fjölga kennurum, þannig að fólk geti menntað sig samhliða starfi án þess að missa tekjur eða þurfa að hætta störfum. Reynslan úr leikskólum Kópavogs er sterk fyrirmynd. Þar hafa leiðbeinendur fengið tækifæri til að mennta sig með stuðningi vinnuveitanda, svigrúmi á vinnutíma og tryggu starfi að námi loknu. Þetta hefur skilað sér í aukinni fagþekkingu, meira öryggi og stöðugleika í starfsemi leikskólanna. Á sama tíma nýtur sveitarfélagið starfskrafta fólksins allan þann tíma sem námið stendur. Það væri eðlilegt næsta skref að bjóða leiðbeinendum í grunnskólum bæjarins upp á sambærilega leið. Í grunnskólum starfar fjölbreyttur hópur leiðbeinenda sem sinnir kennslu af heilindum og fagmennsku og oft vantar aðeins raunhæfa leið til að ljúka leyfisbréfi. Það væri hægt að bjóða starfsfólki upp á að sinna námi samhliða starfi og tryggja þeim svo starf að námi loknu. Slík leið gæti líka laðað að nýtt, menntað starfsfólk sem hefur áhuga á að koma inn í skólakerfið og bæta við sig kennsluréttindum á sveigjanlegan hátt. Þá væri eðlilegt að fara í samstarf við háskólana og bjóða reyndum leiðbeinendum upp á raunfærnimat en margir búa yfir færni sem getur stytt námstíma þeirra verulega. Með því að virkja fólkið sem þegar vinnur í skólunum og bjóða upp á raunhæfar og sveigjanlegar menntunarleiðir getum við byggt upp sterka kennarastétt til framtíðar. Það myndi ekki aðeins mæta þeim skorti sem við stöndum frammi fyrir heldur styrkja allt skólasamfélagið og gera Kópavog að sveitarfélagi sem setur menntamál í forgrunn. Höfundur er varamaður Samfylkingarinnar í Menntaráði Kópavogs og foreldri tveggja barna í leik- og grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Kópavogur Skóla- og menntamál Leikskólar Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Nú fer að líða að jólum og skólarnir fara bráðum í verðskuldað frí. Það er mikilvægt að staldra reglulega við og þakka kennurum og öllu starfsfólki skólanna fyrir ómetanlegt starf. Á hverjum einasta degi treystum við þeim fyrir börnunum okkar og það er ekki sjálfsagt. Í skólastarfinu felst oft ósýnileg vinna sem heldur kerfinu gangandi, jafnvel þegar álagið er mikið og aðstæður krefjandi. Á sama tíma er mikilvægt að minna á að við stöndum frammi fyrir kennaraskorti. Þessi þróun hefur þegar haft áhrif á íslenska skóla, bæði leik- og grunnskóla, og í Kópavogi er skorturinn víða orðinn áþreifanlegur. Ef ekkert verður að gert má búast við versnandi stöðu á næstu árum þar sem óvenju stór hópur kennara er að nálgast eftirlaunaaldur. Menntaðir kennarar skipta sköpum fyrir námsárangur, vellíðan og stöðugleika í skólastarfi. Kópavogur á að vera bær sem laðar að sér og heldur í fagfólk og sýnir virðingu fyrir því mikilvæga og krefjandi starfi sem kennarar sinna daglega. Við verðum að skapa raunhæfar leiðir til að fjölga kennurum, þannig að fólk geti menntað sig samhliða starfi án þess að missa tekjur eða þurfa að hætta störfum. Reynslan úr leikskólum Kópavogs er sterk fyrirmynd. Þar hafa leiðbeinendur fengið tækifæri til að mennta sig með stuðningi vinnuveitanda, svigrúmi á vinnutíma og tryggu starfi að námi loknu. Þetta hefur skilað sér í aukinni fagþekkingu, meira öryggi og stöðugleika í starfsemi leikskólanna. Á sama tíma nýtur sveitarfélagið starfskrafta fólksins allan þann tíma sem námið stendur. Það væri eðlilegt næsta skref að bjóða leiðbeinendum í grunnskólum bæjarins upp á sambærilega leið. Í grunnskólum starfar fjölbreyttur hópur leiðbeinenda sem sinnir kennslu af heilindum og fagmennsku og oft vantar aðeins raunhæfa leið til að ljúka leyfisbréfi. Það væri hægt að bjóða starfsfólki upp á að sinna námi samhliða starfi og tryggja þeim svo starf að námi loknu. Slík leið gæti líka laðað að nýtt, menntað starfsfólk sem hefur áhuga á að koma inn í skólakerfið og bæta við sig kennsluréttindum á sveigjanlegan hátt. Þá væri eðlilegt að fara í samstarf við háskólana og bjóða reyndum leiðbeinendum upp á raunfærnimat en margir búa yfir færni sem getur stytt námstíma þeirra verulega. Með því að virkja fólkið sem þegar vinnur í skólunum og bjóða upp á raunhæfar og sveigjanlegar menntunarleiðir getum við byggt upp sterka kennarastétt til framtíðar. Það myndi ekki aðeins mæta þeim skorti sem við stöndum frammi fyrir heldur styrkja allt skólasamfélagið og gera Kópavog að sveitarfélagi sem setur menntamál í forgrunn. Höfundur er varamaður Samfylkingarinnar í Menntaráði Kópavogs og foreldri tveggja barna í leik- og grunnskóla.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun