Innlent

Mið­flokkurinn á­fram á flugi

Samúel Karl Ólason skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Arnar

Miðflokkurinn mælist með 19,5 prósenta fylgi og hefur bætt við sig rúmum þremur prósentustigum á mánuði. Samfylkingin er enn stærsti flokkurinn hér á landi með 31,1 prósenta fylgi. Flestir aðrir flokkar eru á svipuðum slóðum eða með aðeins minna fylgi en í síðasta mánuði.

Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups sem sagt er frá á vef Ríkisútvarpsins.

Miðflokkurinn hefur aldrei mælst með meira fylgi en hann hefur verið á miklu flugi síðustu vikur og mánuði.

Eins og áður segir er Samfylkingin með 31,1 prósent en fylgið var 31,9 prósent í Þjóðarpúlsinum þann 3. nóvember. Miðflokkurinn er með 19,5 prósent fylgi en síðast var það 16,3.

Sjálfstæðisflokkurinn er í þriðja sæti með 16,5 prósent, úr 17,6. Þar á eftir er Viðreisn með 12,8 en fylgi flokksins var 13,5 prósent í síðasta mánuði.

Framsóknarflokkurinn er í fimmta sæti með 5,6 prósent og hefur bætt við sig 0,1 prósentustigi í síðasta mánuði. Flokkur fólksins kemur þar á eftir með 5,2 prósent. Síðast mældist flokkurinn með 5,9 prósent.

Píratar mælast með 3,3 prósent, úr 3,9 prósentum, Vinstri grænir eru með 3,2, úr 2,6 og Sósíalistar með 2,3 prósent, eins og þeir voru með fyrir mánuði síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×