Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar 27. nóvember 2025 12:02 Iðnnám Íslendinga Iðnnám Íslendinga er að öllu jöfnu gott og nánast á pari við Norðurlandaþjóðirnar þegar kemur að inntaki og lengd námsins þar sem iðnnám hér á landi er að jafnaði fjögur ár. Að námi loknu þegar nemi hefur útskrifast úr verkmenntaskóla getur hann sótt um að fara í sveinspróf, sem er í höndum atvinnulífsins. Að loknu sveinsprófi er formlegu iðnnámi lokið og neminn orðin nýsveinn í sinni iðn. En það eru nokkur varúðarflögg komin á loft hér á Íslandi sem brýnt er að bregðast við. Þeirra á meðal eru aðkoma skrifstofunnar ENIC/NARIC (E/N), sem tekur að sér að meta erlent iðnnám, þekkingarleysi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu við að kanna réttmæti gagna og svonefnd Ferilbók sem býður upp þá freistingu nemenda að stytta sitt starfsnám, þótt bókin segi annað. ENIC/NARIC E/N skrifstofan hefur um áraraðir tekið að sér að meta erlent akademískt nám á háskólastigi. Eftir að Menntamálastofnun var lögð niður tímabundið var mat á erlendu iðnnámi fært yfir til E/N en mat á því var áður hjá Menntamálastofnun. Að mati E/N er leiðin að sveinsréttindum í Austur-Evrópu sú sama og hér á Íslandi þó svo að inntak og lengd námsins sé langt í frá að vera sambærilegt við íslenska iðnnámið. Víða í Austur-Evrópu nægir að sýna fram á að þú hafir unnið við tiltekið fag í þrjú ár og þá færðu sveinsréttindi í því fagi. Einstaklingar frá Austur-Evrópu framvísa þessum pappírum hér á landi og fá þá metna til jafns við íslensk sveinsréttindi. Það er brot á lögum og reglugerðum. Þeim sem unnið hefur við sitt fag hér á Íslandi og vill fá það metið til að öðlast sveinsréttindi stendur til boða að fara í raunfærnimat þar sem hæfni viðkomandi er metin. Í raunfærnimati er metið hvaða áfanga viðkomandi þarf ekki að taka í skóla. Aðrir áfangar eru ekki metnir. Það veldur því að umræddur aðili þarf alltaf að taka eitthvað í skóla. Að námi loknu þarf viðkomandi að fara í sveinspróf. Hér er augljós mismunun og þeim sem tekur námið á Íslandi er mismunað sakir þjóðernis. Sveinsréttindin eru mikilvæg réttindi sem veita sveinum aðgegni að háskóla og meistaraskóla. E/N þarf að fara að lögum. Sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu Sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið ábendingar um vankunnáttu E/N við að meta erlenda iðnmenntun. Það hefur ekki treyst sér til að meta réttmæti gagna þó svo að ítrekað sé búið að benda embættinu á hlutverk þess samkvæmt lögum um handiðnað. Það er að meta réttmæti gagna og leita álits hjá landssamtökum iðnmeistara til að fá þeirra álit á álitaefnum þessu tengdu. Ferilbókin Ferilbókin er á ábyrgð iðnnema þar sem þeir eiga að merkja við þá hæfni sem þeir hafa náð í þeim verkþáttum sem þeim er uppálagt að vinna við. Ferilbókin á að varða leiðina í iðnnáminu og tryggja að iðnneminn fái víðtæka reynslu. Gallinn við Ferilbókina er að það er enginn lágmarkstími starfsnáms heldur eingöngu hámarkstími. Nemendur freistast til að merkja við hæfni sem þeir telja sig hafa náð í öllu á mjög skömmum tíma. Mörg dæmi eru um að iðnnemar merki við að hafa náð því öllu á einum degi. Þegar iðnnemi hefur merkt við hæfni sem hann hefur náð þarf iðnmeistari að samþykkja það. Vandinn er sá að margir meistarar taka ekki slaginn af ótta við að missa efnilega iðnnema. Ferilbókin býður því upp á freistivanda sem getur leitt til gjaldfellingar á iðnnáminu. Festa þarf í sessi lágmarkstíma sem krafist er til að öðlast tiltekna verklega hæfni. Kerfið fyrir Ferilbókina var að iðnnemi þurfti að vinna við fagið í tæp tvö ár á námssamningi hjá meistara. Hann þurfti einnig að skila inn yfirliti frá lífeyrissjóði því til staðfestingar að iðnneminn hafi þegið laun hjá umræddu fyrirtæki. Gamla fyrirkomulagið var skilvirkara þar sem komið var á samningi milli iðnnema og iðnmeistara sem var trygging fyrir báða aðila um tveggja ára samstarf. Iðnnám Ljóst er að þeir sem mest hafa vit á uppbyggingu iðnnáms eru þeir sem hafa sjálfir farið í gegnum iðnnám. Það er því brýnt að snúa frá þeirra þróun sem er að eiga sér stað varðandi iðnnám Íslendinga. Þeir sem ekki hafa hlotið iðnmenntun eiga ekki að vera að breyta iðnnámi sem hefur virkað vel svo árum skiptir. Með lögum skal land byggja. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Iðnnám Íslendinga Iðnnám Íslendinga er að öllu jöfnu gott og nánast á pari við Norðurlandaþjóðirnar þegar kemur að inntaki og lengd námsins þar sem iðnnám hér á landi er að jafnaði fjögur ár. Að námi loknu þegar nemi hefur útskrifast úr verkmenntaskóla getur hann sótt um að fara í sveinspróf, sem er í höndum atvinnulífsins. Að loknu sveinsprófi er formlegu iðnnámi lokið og neminn orðin nýsveinn í sinni iðn. En það eru nokkur varúðarflögg komin á loft hér á Íslandi sem brýnt er að bregðast við. Þeirra á meðal eru aðkoma skrifstofunnar ENIC/NARIC (E/N), sem tekur að sér að meta erlent iðnnám, þekkingarleysi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu við að kanna réttmæti gagna og svonefnd Ferilbók sem býður upp þá freistingu nemenda að stytta sitt starfsnám, þótt bókin segi annað. ENIC/NARIC E/N skrifstofan hefur um áraraðir tekið að sér að meta erlent akademískt nám á háskólastigi. Eftir að Menntamálastofnun var lögð niður tímabundið var mat á erlendu iðnnámi fært yfir til E/N en mat á því var áður hjá Menntamálastofnun. Að mati E/N er leiðin að sveinsréttindum í Austur-Evrópu sú sama og hér á Íslandi þó svo að inntak og lengd námsins sé langt í frá að vera sambærilegt við íslenska iðnnámið. Víða í Austur-Evrópu nægir að sýna fram á að þú hafir unnið við tiltekið fag í þrjú ár og þá færðu sveinsréttindi í því fagi. Einstaklingar frá Austur-Evrópu framvísa þessum pappírum hér á landi og fá þá metna til jafns við íslensk sveinsréttindi. Það er brot á lögum og reglugerðum. Þeim sem unnið hefur við sitt fag hér á Íslandi og vill fá það metið til að öðlast sveinsréttindi stendur til boða að fara í raunfærnimat þar sem hæfni viðkomandi er metin. Í raunfærnimati er metið hvaða áfanga viðkomandi þarf ekki að taka í skóla. Aðrir áfangar eru ekki metnir. Það veldur því að umræddur aðili þarf alltaf að taka eitthvað í skóla. Að námi loknu þarf viðkomandi að fara í sveinspróf. Hér er augljós mismunun og þeim sem tekur námið á Íslandi er mismunað sakir þjóðernis. Sveinsréttindin eru mikilvæg réttindi sem veita sveinum aðgegni að háskóla og meistaraskóla. E/N þarf að fara að lögum. Sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu Sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið ábendingar um vankunnáttu E/N við að meta erlenda iðnmenntun. Það hefur ekki treyst sér til að meta réttmæti gagna þó svo að ítrekað sé búið að benda embættinu á hlutverk þess samkvæmt lögum um handiðnað. Það er að meta réttmæti gagna og leita álits hjá landssamtökum iðnmeistara til að fá þeirra álit á álitaefnum þessu tengdu. Ferilbókin Ferilbókin er á ábyrgð iðnnema þar sem þeir eiga að merkja við þá hæfni sem þeir hafa náð í þeim verkþáttum sem þeim er uppálagt að vinna við. Ferilbókin á að varða leiðina í iðnnáminu og tryggja að iðnneminn fái víðtæka reynslu. Gallinn við Ferilbókina er að það er enginn lágmarkstími starfsnáms heldur eingöngu hámarkstími. Nemendur freistast til að merkja við hæfni sem þeir telja sig hafa náð í öllu á mjög skömmum tíma. Mörg dæmi eru um að iðnnemar merki við að hafa náð því öllu á einum degi. Þegar iðnnemi hefur merkt við hæfni sem hann hefur náð þarf iðnmeistari að samþykkja það. Vandinn er sá að margir meistarar taka ekki slaginn af ótta við að missa efnilega iðnnema. Ferilbókin býður því upp á freistivanda sem getur leitt til gjaldfellingar á iðnnáminu. Festa þarf í sessi lágmarkstíma sem krafist er til að öðlast tiltekna verklega hæfni. Kerfið fyrir Ferilbókina var að iðnnemi þurfti að vinna við fagið í tæp tvö ár á námssamningi hjá meistara. Hann þurfti einnig að skila inn yfirliti frá lífeyrissjóði því til staðfestingar að iðnneminn hafi þegið laun hjá umræddu fyrirtæki. Gamla fyrirkomulagið var skilvirkara þar sem komið var á samningi milli iðnnema og iðnmeistara sem var trygging fyrir báða aðila um tveggja ára samstarf. Iðnnám Ljóst er að þeir sem mest hafa vit á uppbyggingu iðnnáms eru þeir sem hafa sjálfir farið í gegnum iðnnám. Það er því brýnt að snúa frá þeirra þróun sem er að eiga sér stað varðandi iðnnám Íslendinga. Þeir sem ekki hafa hlotið iðnmenntun eiga ekki að vera að breyta iðnnámi sem hefur virkað vel svo árum skiptir. Með lögum skal land byggja. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun