Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar 26. nóvember 2025 12:32 Ég hef alltaf haft dálæti á tölum, kannski vegna þess að ég er líka viðskiptafræðingur að mennt. Tölfræði vekur forvitni og hjálpar mér að skilja hvernig samfélagið þróast. Ég fylgist reglulega með gögnum úr stjórnsýslunni og hef mikið gagn af því. Einmitt þess vegna fann ég mig knúna til að staldra við þegar dómsmálaráðuneytið birti nýlega skýrslu starfshóps um þróun útgáfu dvalarleyfa og misræmi við önnur Norðurlönd, þar eru m.a. upplýsingar um dvalarleyfi námsmanna. Framsetningin á tölunum er hins vegar bæði óljós og mögulega villandi. Í skýrslunni er því haldið fram að fjöldi umsókna um dvalarleyfa námsmanna „frá Afríku“ eða „frá Asíu“ hafi tvö- til þrefaldast. Þetta hljómar eins og mikil aukning, eins og verið sé að lýsa bylgju sem skellur á landinu. En þá vaknar spurning sem hvert tölfræðinörd myndi spyrja: Hvað felst raunverulega í þessum tölum? Afríka er 54 lönd, hvert með sína sérstöðu. Asía nær yfir rúman helming mannkyns. Að setja þessi svæði fram sem eina tölfræðieiningu er eins og að segja: „Evrópa kemur í nám til Íslands“ – og draga síðan ályktanir af því um aldur, ástæður og aðstæður stórra, fjölbreyttra hópa. Þannig er ekki ábyrg tölfræðinálgun né ábyrg stjórnsýsla. Mér þótti sérstaklega athyglisvert að prósentur eru notaðar án þess að gefa upp grunnstærðir. „Tvöföldun“ eða „þreföldun“ hljómar stórt – en án heildartölu er myndin ófullkomin. Var upphafsfjöldinn 15 manns? 50? 200? Lítil sveifla í litlum hópi getur litið út eins og stórkostleg breyting þegar hún er sett fram í prósentum. Þetta er grunnatriði í tölfræði og stjórnunarfræðum: samhengi skiptir miklu máli þegar prósentur eru settar fram. Í skýrslunni er einnig tekið fram að margir nemendur frá Afríku séu eldri en þrítugir. Það er rétt – en skýringin er einföld. Þetta eru oft einstaklingar í framhaldsnámi, margir í doktorsnámi, fólk sem hefur verið á vinnumarkaði áður en það fer í háskólanám, eða einstaklingar sem hafa þurft að fresta menntun vegna stríðs eða óstöðugleika. En þegar samhengi er ekki gefið má auðveldlega mistúlka slíkar upplýsingar sem menningarlegt „frávik“. Það sem gleymist oft í svona umræðu er að tölurnar fjalla ekki um strauma, hópa eða bylgjur – heldur um fólk. Fólk sem kemur hingað í leit að menntun, tækifærum og framtíð. Ég hef unnið með og fyrir erlenda nemendur og séð hvað þau leggja mikið af mörkum í íslenskum háskólum og samfélagi. Fjölgun umsókna er ekki vandamál í sjálfu sér – en mistúlkun þeirra getur orðið það. Umræðan þarf að byggja á staðreyndum, ekki hræðslu. Tölfræði getur lýst veruleikanum, en aðeins ef hún er sett fram af ábyrgð. Þegar gögn eru stílfærð þannig að þau hljóma dramatísk án þess að segja rétta sögu, þá er hætt við að túlkunin verði misvísandi – og röng túlkun bitnar jafnan á þeim sem hafa minnsta rödd í samfélaginu. Ég hef dálæti á tölum. En ég elska líka sannleikann sem á að liggja á bak við þær. Þegar opinberar stofnanir fjalla um fólk sem kemur hingað í nám ber þeim skylda til að gera það af nákvæmni, varfærni og virðingu. Höfundur stýrir verkefni opinbera háskóla „Inngilding í íslenska háskólasamfélagi“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf haft dálæti á tölum, kannski vegna þess að ég er líka viðskiptafræðingur að mennt. Tölfræði vekur forvitni og hjálpar mér að skilja hvernig samfélagið þróast. Ég fylgist reglulega með gögnum úr stjórnsýslunni og hef mikið gagn af því. Einmitt þess vegna fann ég mig knúna til að staldra við þegar dómsmálaráðuneytið birti nýlega skýrslu starfshóps um þróun útgáfu dvalarleyfa og misræmi við önnur Norðurlönd, þar eru m.a. upplýsingar um dvalarleyfi námsmanna. Framsetningin á tölunum er hins vegar bæði óljós og mögulega villandi. Í skýrslunni er því haldið fram að fjöldi umsókna um dvalarleyfa námsmanna „frá Afríku“ eða „frá Asíu“ hafi tvö- til þrefaldast. Þetta hljómar eins og mikil aukning, eins og verið sé að lýsa bylgju sem skellur á landinu. En þá vaknar spurning sem hvert tölfræðinörd myndi spyrja: Hvað felst raunverulega í þessum tölum? Afríka er 54 lönd, hvert með sína sérstöðu. Asía nær yfir rúman helming mannkyns. Að setja þessi svæði fram sem eina tölfræðieiningu er eins og að segja: „Evrópa kemur í nám til Íslands“ – og draga síðan ályktanir af því um aldur, ástæður og aðstæður stórra, fjölbreyttra hópa. Þannig er ekki ábyrg tölfræðinálgun né ábyrg stjórnsýsla. Mér þótti sérstaklega athyglisvert að prósentur eru notaðar án þess að gefa upp grunnstærðir. „Tvöföldun“ eða „þreföldun“ hljómar stórt – en án heildartölu er myndin ófullkomin. Var upphafsfjöldinn 15 manns? 50? 200? Lítil sveifla í litlum hópi getur litið út eins og stórkostleg breyting þegar hún er sett fram í prósentum. Þetta er grunnatriði í tölfræði og stjórnunarfræðum: samhengi skiptir miklu máli þegar prósentur eru settar fram. Í skýrslunni er einnig tekið fram að margir nemendur frá Afríku séu eldri en þrítugir. Það er rétt – en skýringin er einföld. Þetta eru oft einstaklingar í framhaldsnámi, margir í doktorsnámi, fólk sem hefur verið á vinnumarkaði áður en það fer í háskólanám, eða einstaklingar sem hafa þurft að fresta menntun vegna stríðs eða óstöðugleika. En þegar samhengi er ekki gefið má auðveldlega mistúlka slíkar upplýsingar sem menningarlegt „frávik“. Það sem gleymist oft í svona umræðu er að tölurnar fjalla ekki um strauma, hópa eða bylgjur – heldur um fólk. Fólk sem kemur hingað í leit að menntun, tækifærum og framtíð. Ég hef unnið með og fyrir erlenda nemendur og séð hvað þau leggja mikið af mörkum í íslenskum háskólum og samfélagi. Fjölgun umsókna er ekki vandamál í sjálfu sér – en mistúlkun þeirra getur orðið það. Umræðan þarf að byggja á staðreyndum, ekki hræðslu. Tölfræði getur lýst veruleikanum, en aðeins ef hún er sett fram af ábyrgð. Þegar gögn eru stílfærð þannig að þau hljóma dramatísk án þess að segja rétta sögu, þá er hætt við að túlkunin verði misvísandi – og röng túlkun bitnar jafnan á þeim sem hafa minnsta rödd í samfélaginu. Ég hef dálæti á tölum. En ég elska líka sannleikann sem á að liggja á bak við þær. Þegar opinberar stofnanir fjalla um fólk sem kemur hingað í nám ber þeim skylda til að gera það af nákvæmni, varfærni og virðingu. Höfundur stýrir verkefni opinbera háskóla „Inngilding í íslenska háskólasamfélagi“.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun