„Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar 21. nóvember 2025 15:17 Fulltrúar bandarískra og rússneskra stjórnvalda hafa hafa útbúið friðartillögur í 28 liðum til að enda stríðið í Úkraínu. Hvíta húsið segir tillögurnar góðar, en Kremlverjar segja að þær hafi ekki verið kynntar þeim fyrr en nú og hafa lýst yfir efasemdum um gagnsemi þeirra. Sem kemur á óvart því tillögurnar endurspegla ítrustu kröfur Rússa um landvinninga og pólitísk yfirráð yfir Úkraínu. Þar er farið fram á að Rússar haldi öllum þeim landsvæðum sem þeir hafa lagt undir sig í árásarstríði sem hófst fyrir þeirra atbeina 24. febrúar 2022 og afgangi þeirra fjögurra héraða sem þeir hafa ekki ennþá náð að hertaka, Tillögurnar gera ráð fyrir að Úkraína minnki her sinn um nálægt helming og fái ekki að hafa langdræg vopn, NATO aðild sé útilokuð og viðvera vestrænna hermanna í Úkraínu verði bönnuð. Enn fremur er farið fram á að kosningar verði haldnar í Úkraínu innan 100 daga frá samþykkt þessara tillagna sem væntanlega mun gefa Rússum færi á að fá stjórnvöld sem eru þeim hliðholl eftir að almenningur refsar núverandi forseta fyrir að gefa eftir úkraínsk landsvæði. Þessar friðartillögur eru ekki lagðar fram í samráði við Úkraínu eða Evrópu heldur þvert á móti hefur þeim verið haldið fyrir utan viðræðurnar. Atlantshafsbandalagið hefur ásamt Evrópu ítrekað að ekkert verði ákveðið um Úkraínu án Úkraínu og staðfastur stuðningur við Úkraínu sé óbilandi standa nú frammi fyrir þeim vatnaskilum að bandarísk stjórnvöld virðast ætla að svíkja Úkraínu sem berst fyrir lífi sínu í hendur Rússa. Öryggishagsmunir Evrópu hafa verið tíundaðir af leiðtogum þeirra sem telja árásarstríð Rússa í Evrópu vera mestu ógn sem álfan hefur staðið frammi fyrir frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Ný evrópsk varnaráætlun miðar að því að gera þeim kleift að verjast annarri árás frá Rússum fyrir árið 2030 sem talin er líkleg fari svo að þeim takist að leggja undir sig Úkraínu alla. Hvað vakir fyrir Bandaríkjamönnum með þessum friðartillögum virðist augljóst; Trump vill koma á friði hvað sem það kostar og án tillits til aðdraganda stríðsins eða afleiðinga þess. Öryggishagsmunir Evrópu eða Úkraínu vega ekki þungt í þessari vegferð. Viðskiptahagsmunir virðast hins vegar gera það og gera friðartillögurnar ráð fyrir að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum verði aflétt og aðild þeirra að G-8 verði endurvakin. Tengsl Pútins, forseta Rússlands og Trumps, forseta Bandaríkjanna virðast trompa allt annað. Þegar þetta bandaríska útspil er skoðað að þá þurfa íslensk stjórnvöld að spyrja sig eftirfarandi spurningar; Hvað þýðir þetta viðhorf Bandaríkjamanna gagnvart Úkraínu og Evrópu fyrir íslenska öryggis- og varnarhagsmuni og er varnarsamingurinn traustur hornsteinn fyrir sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar? Við sem þjóð höfum útvistað vörnum þjóðarinnar alfarið til erlendra aðila, þ.m.t. Bandaríkjanna og forsætisráðherra hefur opinberlega lýst því yfir að vonandi verði íslenskur her ekki stofnaður á hennar lífstíð. Er þetta ábyrg afstaða? Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Arnór Sigurjónsson Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Fulltrúar bandarískra og rússneskra stjórnvalda hafa hafa útbúið friðartillögur í 28 liðum til að enda stríðið í Úkraínu. Hvíta húsið segir tillögurnar góðar, en Kremlverjar segja að þær hafi ekki verið kynntar þeim fyrr en nú og hafa lýst yfir efasemdum um gagnsemi þeirra. Sem kemur á óvart því tillögurnar endurspegla ítrustu kröfur Rússa um landvinninga og pólitísk yfirráð yfir Úkraínu. Þar er farið fram á að Rússar haldi öllum þeim landsvæðum sem þeir hafa lagt undir sig í árásarstríði sem hófst fyrir þeirra atbeina 24. febrúar 2022 og afgangi þeirra fjögurra héraða sem þeir hafa ekki ennþá náð að hertaka, Tillögurnar gera ráð fyrir að Úkraína minnki her sinn um nálægt helming og fái ekki að hafa langdræg vopn, NATO aðild sé útilokuð og viðvera vestrænna hermanna í Úkraínu verði bönnuð. Enn fremur er farið fram á að kosningar verði haldnar í Úkraínu innan 100 daga frá samþykkt þessara tillagna sem væntanlega mun gefa Rússum færi á að fá stjórnvöld sem eru þeim hliðholl eftir að almenningur refsar núverandi forseta fyrir að gefa eftir úkraínsk landsvæði. Þessar friðartillögur eru ekki lagðar fram í samráði við Úkraínu eða Evrópu heldur þvert á móti hefur þeim verið haldið fyrir utan viðræðurnar. Atlantshafsbandalagið hefur ásamt Evrópu ítrekað að ekkert verði ákveðið um Úkraínu án Úkraínu og staðfastur stuðningur við Úkraínu sé óbilandi standa nú frammi fyrir þeim vatnaskilum að bandarísk stjórnvöld virðast ætla að svíkja Úkraínu sem berst fyrir lífi sínu í hendur Rússa. Öryggishagsmunir Evrópu hafa verið tíundaðir af leiðtogum þeirra sem telja árásarstríð Rússa í Evrópu vera mestu ógn sem álfan hefur staðið frammi fyrir frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Ný evrópsk varnaráætlun miðar að því að gera þeim kleift að verjast annarri árás frá Rússum fyrir árið 2030 sem talin er líkleg fari svo að þeim takist að leggja undir sig Úkraínu alla. Hvað vakir fyrir Bandaríkjamönnum með þessum friðartillögum virðist augljóst; Trump vill koma á friði hvað sem það kostar og án tillits til aðdraganda stríðsins eða afleiðinga þess. Öryggishagsmunir Evrópu eða Úkraínu vega ekki þungt í þessari vegferð. Viðskiptahagsmunir virðast hins vegar gera það og gera friðartillögurnar ráð fyrir að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum verði aflétt og aðild þeirra að G-8 verði endurvakin. Tengsl Pútins, forseta Rússlands og Trumps, forseta Bandaríkjanna virðast trompa allt annað. Þegar þetta bandaríska útspil er skoðað að þá þurfa íslensk stjórnvöld að spyrja sig eftirfarandi spurningar; Hvað þýðir þetta viðhorf Bandaríkjamanna gagnvart Úkraínu og Evrópu fyrir íslenska öryggis- og varnarhagsmuni og er varnarsamingurinn traustur hornsteinn fyrir sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar? Við sem þjóð höfum útvistað vörnum þjóðarinnar alfarið til erlendra aðila, þ.m.t. Bandaríkjanna og forsætisráðherra hefur opinberlega lýst því yfir að vonandi verði íslenskur her ekki stofnaður á hennar lífstíð. Er þetta ábyrg afstaða? Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar