Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 20. nóvember 2025 09:02 Nú er senn ár liðið frá Alþingiskosningunum. Eftir kosningar tók við ný, björt og brosandi ríkisstjórn sem hefur unnið þétt með þjóðinni. Ríkisstjórnin hefur forgangsraðað í þágu almennings, ráðist í tiltekt í stjórnkerfinu og hafið uppbyggingu á öryggi og innviðum landsmanna. Megináhersla hefur verið á að ná stjórn á rekstri ríkissjóðs og stöðva áratugalangan hallarekstur. Hallarekstur síðustu ára hefur ýtt undir skuldsetningu ríkissjóðs og kynnt undir verðbólgu sem fór yfir 10% í valdatíð síðustu ríkisstjórnar. Sú efnahagsstefna neyddi Seðlabankann til að hækka stýrivexti upp fyrir 9% sem heimili og atvinnulíf í landinu hafa fundið allt of mikið fyrir síðustu árin. Lækkun skulda, vaxta og verðbólgu Í fjármálaáætlun ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er mörkuð ný stefna. Búið er að innleiða stöðugleikareglu sem heldur aftur af útgjöldum og stefnt er að hallalausum rekstri ríkissjóðs árið 2027. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kemur fram hagræðing upp á 100 milljarða ásamt því að skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa þegar lækkað með sölu á Íslandsbanka og uppgjöri ÍL sjóðs. Ríkisstjórnin lagði fram fyrsta húsnæðispakka sinn í haust þar sem áhersla er að fjölga lóðum, einfalda byggingareglugerð, tryggja aukið fjármagn í hlutdeildarlánin og festa nýtingu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán til 10 ára. Fjármálastefna og fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar eru þegar farin að hafa áhrif. Seðlabankinn hefur rýmkað lánþegaskilyrði sín, verðbólga hefur lækkað og vextir hafa lækkað um 1,25 prósentustig frá síðustu kosningum. Þessu finnur fólk fyrir í heimilisbókhaldinu og samkvæmt greiningaraðilum mun verðbólga og vextir halda áfram að lækka á næsta ári. Efling innviða og öryggis á Íslandi Aðgerðir ríkisstjórnarinnar snúa ekki bara að hagræðingu og lækkun skulda ríkissjóðs. Forgangsatriði er að skapa svigrúm í rekstrinum til að efla öryggi, innviði og grunnþjónustu við almenning á Íslandi. Það hefur meðal annars verið gert með því að leiðrétta veiðigjöld með sanngjörnum hætti, laga kerfi sem voru hætt að virka fyrir fólkið í landinu, loka skattaglufum sem nýtast mest efnamestu hópum samfélagsins og endurreisa tekjustofna til að standa undir kostnaðinum sem fylgir því að reka öflugt velferðarkerfi. Við erum þegar byrjuð að efla löggæslu, vegakerfið, skóla, spítala og meðferðarkjarna. Á næstu vikum verður lögð fram fjármögnuð samgönguáætlun þar sem Ísland byrjar aftur að bora göng og laga vegi. Svona vinnur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Styrk stjórn á efnahagsmálum þrátt fyrir ytri áskoranir og sterk velferð út um allt land. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú er senn ár liðið frá Alþingiskosningunum. Eftir kosningar tók við ný, björt og brosandi ríkisstjórn sem hefur unnið þétt með þjóðinni. Ríkisstjórnin hefur forgangsraðað í þágu almennings, ráðist í tiltekt í stjórnkerfinu og hafið uppbyggingu á öryggi og innviðum landsmanna. Megináhersla hefur verið á að ná stjórn á rekstri ríkissjóðs og stöðva áratugalangan hallarekstur. Hallarekstur síðustu ára hefur ýtt undir skuldsetningu ríkissjóðs og kynnt undir verðbólgu sem fór yfir 10% í valdatíð síðustu ríkisstjórnar. Sú efnahagsstefna neyddi Seðlabankann til að hækka stýrivexti upp fyrir 9% sem heimili og atvinnulíf í landinu hafa fundið allt of mikið fyrir síðustu árin. Lækkun skulda, vaxta og verðbólgu Í fjármálaáætlun ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er mörkuð ný stefna. Búið er að innleiða stöðugleikareglu sem heldur aftur af útgjöldum og stefnt er að hallalausum rekstri ríkissjóðs árið 2027. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kemur fram hagræðing upp á 100 milljarða ásamt því að skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa þegar lækkað með sölu á Íslandsbanka og uppgjöri ÍL sjóðs. Ríkisstjórnin lagði fram fyrsta húsnæðispakka sinn í haust þar sem áhersla er að fjölga lóðum, einfalda byggingareglugerð, tryggja aukið fjármagn í hlutdeildarlánin og festa nýtingu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán til 10 ára. Fjármálastefna og fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar eru þegar farin að hafa áhrif. Seðlabankinn hefur rýmkað lánþegaskilyrði sín, verðbólga hefur lækkað og vextir hafa lækkað um 1,25 prósentustig frá síðustu kosningum. Þessu finnur fólk fyrir í heimilisbókhaldinu og samkvæmt greiningaraðilum mun verðbólga og vextir halda áfram að lækka á næsta ári. Efling innviða og öryggis á Íslandi Aðgerðir ríkisstjórnarinnar snúa ekki bara að hagræðingu og lækkun skulda ríkissjóðs. Forgangsatriði er að skapa svigrúm í rekstrinum til að efla öryggi, innviði og grunnþjónustu við almenning á Íslandi. Það hefur meðal annars verið gert með því að leiðrétta veiðigjöld með sanngjörnum hætti, laga kerfi sem voru hætt að virka fyrir fólkið í landinu, loka skattaglufum sem nýtast mest efnamestu hópum samfélagsins og endurreisa tekjustofna til að standa undir kostnaðinum sem fylgir því að reka öflugt velferðarkerfi. Við erum þegar byrjuð að efla löggæslu, vegakerfið, skóla, spítala og meðferðarkjarna. Á næstu vikum verður lögð fram fjármögnuð samgönguáætlun þar sem Ísland byrjar aftur að bora göng og laga vegi. Svona vinnur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Styrk stjórn á efnahagsmálum þrátt fyrir ytri áskoranir og sterk velferð út um allt land. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun