Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. nóvember 2025 19:01 Jón K. Jacobsen er varastjórnarformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra. vísir/ívar Óvenju margir sem glímdu við fíknivanda hafa látist í mánuðinum og á einungis tíu daga tímabili létust fjórir karlmenn. Varastjórnarformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra segir nóg komið. Fjórir karlmenn létust á voveiflegan og sviplegan máta á um tíu daga tímabili í þessum mánuði. Allir höfðu glímt við fíknivanda og sumir verið inn og út af meðferðarheimilum. Einn þeirra sem lést í síðustu viku var í kringum fimmtugt. Aðrir tveir voru átján ára og 21 árs. Þeir létust með sólarhrings millibili. Annar maður á þrítugsaldri lést vikuna fyrir það eftir baráttu við fíknivanda. Dánarorsök í málunum liggur ekki fyrir þar sem krufning á enn eftir að fara fram. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um óvenju mörg dauðsföll að ræða á skömmum tíma þar sem fíkniefni koma við sögu. „Mjög sorgleg staða í þjóðfélaginu“ Stjórnarmeðlimur hjá Samtökum aðstandenda og fíknisjúkra segir um áfellisdóm fyrir meðferðarkerfið að ræða. „Þetta er bara mjög sorgleg staða í þjóðfélaginu og hvort sem við erum að tala um undir átján eða yfir átján, þá er kerfið ekki að grípa þetta. Ég þekki suma af þessum persónulega og ég hef verið með svona stráka, fósturbörn eins og ég kalla þá. Sem eru inni á geðdeild í dag og það er engin hjálp. Hvað er planið? Í einu tilfelli er einstaklingur sem deyr um nóttina eftir að hann kemur af geðdeild. Það hlýtur að vera eitthvað stórt að í kerfinu. Þetta er fjársvelt kerfi.“ Sonur Jóns lést í eldsvoða á Stuðlum fyrir rúmu ári síðan. Það sé gott að geta verið til staðar fyrir aðra aðstandendur. „Ég sagði það strax á minningarathöfninni fyrir strákinn minn fyrir ári síðan að ég ætlaði að heiðra hans minningu með því að halda áfram að berjast fyrir hinum týndu börnunum. Ég hef alveg verið í því og rétt þeim hjá kerfinu heilan skóla og meðferðarúrræði. Þeir vilja bara ekki lausnina.“ „Kemur af mjög góðum foreldrum“ Hann ítrekar mikilvægi þess að grípa fyrr inn í. Ekki sé aðeins við meðferðarkerfið að sakast heldur þurfi allar stofnanir þar sem börn og fíknisjúkir koma við sögu að líta sér nærri. „Mitt áhugasvið hefur alltaf verið að grípa þá fyrr. Eins og með strákinn minn, skólinn, greiningar? Við lögum þetta ekki með pillum. Það vantar þessi grunngildi. Allt kerfið, fangelsiskerfið og heilbrigðiskerfið. Núna finnst mér þetta útspil hjá barna- og menntamálaráðherra að setja þetta yfir á heilbrigðisráðuneytið ekki nægilega gott. Hefur ekki heilbrigðisráðuneytið verið með alla þessa krakka? Þau koma bara verr út úr því. Það eru mörg ár síðan það var nóg komið.“ Jón hafi þekkt einn þeirra látnu. „Hann kemur af mjög góðum foreldrum. Ég þekki foreldrana og hvað faðirinn hefur gert. Hann hefur lagt mikið til í þessu. Það er ofboðslega erfitt að loka hurðinni á þetta. Þegar þú verður átján ára, hver á að grípa þig þá? Hefur kannski ekki fengið hjálp fyrstu átján árin og síðan bara hvað? Áttu bara að fara í röðina á Vog eða?“ Fíkn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira
Fjórir karlmenn létust á voveiflegan og sviplegan máta á um tíu daga tímabili í þessum mánuði. Allir höfðu glímt við fíknivanda og sumir verið inn og út af meðferðarheimilum. Einn þeirra sem lést í síðustu viku var í kringum fimmtugt. Aðrir tveir voru átján ára og 21 árs. Þeir létust með sólarhrings millibili. Annar maður á þrítugsaldri lést vikuna fyrir það eftir baráttu við fíknivanda. Dánarorsök í málunum liggur ekki fyrir þar sem krufning á enn eftir að fara fram. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um óvenju mörg dauðsföll að ræða á skömmum tíma þar sem fíkniefni koma við sögu. „Mjög sorgleg staða í þjóðfélaginu“ Stjórnarmeðlimur hjá Samtökum aðstandenda og fíknisjúkra segir um áfellisdóm fyrir meðferðarkerfið að ræða. „Þetta er bara mjög sorgleg staða í þjóðfélaginu og hvort sem við erum að tala um undir átján eða yfir átján, þá er kerfið ekki að grípa þetta. Ég þekki suma af þessum persónulega og ég hef verið með svona stráka, fósturbörn eins og ég kalla þá. Sem eru inni á geðdeild í dag og það er engin hjálp. Hvað er planið? Í einu tilfelli er einstaklingur sem deyr um nóttina eftir að hann kemur af geðdeild. Það hlýtur að vera eitthvað stórt að í kerfinu. Þetta er fjársvelt kerfi.“ Sonur Jóns lést í eldsvoða á Stuðlum fyrir rúmu ári síðan. Það sé gott að geta verið til staðar fyrir aðra aðstandendur. „Ég sagði það strax á minningarathöfninni fyrir strákinn minn fyrir ári síðan að ég ætlaði að heiðra hans minningu með því að halda áfram að berjast fyrir hinum týndu börnunum. Ég hef alveg verið í því og rétt þeim hjá kerfinu heilan skóla og meðferðarúrræði. Þeir vilja bara ekki lausnina.“ „Kemur af mjög góðum foreldrum“ Hann ítrekar mikilvægi þess að grípa fyrr inn í. Ekki sé aðeins við meðferðarkerfið að sakast heldur þurfi allar stofnanir þar sem börn og fíknisjúkir koma við sögu að líta sér nærri. „Mitt áhugasvið hefur alltaf verið að grípa þá fyrr. Eins og með strákinn minn, skólinn, greiningar? Við lögum þetta ekki með pillum. Það vantar þessi grunngildi. Allt kerfið, fangelsiskerfið og heilbrigðiskerfið. Núna finnst mér þetta útspil hjá barna- og menntamálaráðherra að setja þetta yfir á heilbrigðisráðuneytið ekki nægilega gott. Hefur ekki heilbrigðisráðuneytið verið með alla þessa krakka? Þau koma bara verr út úr því. Það eru mörg ár síðan það var nóg komið.“ Jón hafi þekkt einn þeirra látnu. „Hann kemur af mjög góðum foreldrum. Ég þekki foreldrana og hvað faðirinn hefur gert. Hann hefur lagt mikið til í þessu. Það er ofboðslega erfitt að loka hurðinni á þetta. Þegar þú verður átján ára, hver á að grípa þig þá? Hefur kannski ekki fengið hjálp fyrstu átján árin og síðan bara hvað? Áttu bara að fara í röðina á Vog eða?“
Fíkn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira