Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar 12. nóvember 2025 12:32 Árið 2020 fór ég til Nagorno-Karabakh sem þingmaður þegar stríðið geisaði og sá með eigin augum þær hörmulegu afleiðleiðingar sem stríðsrekstur hefur á almenna borgara. Þrjú stríð hafa geisað í Nagorno-Karabakh þar sem alls um 40 þúsund manns hafa fallið. Það fyrsta hófst árið 1988 og það síðasta árið 2023. Í desember 2022 lokaði Aserbaísjan eina veginum í Kákasus fjallgarðinum sem tengir Nagorno-Karabakh við Armeníu. Engar vistir bárust til Karabakh í 9 mánuði hvorki matvæli, lyf eða eldsneyti. Loka varð öllum skólum og opinberum byggingum vegna skorts á rafmagni og eldsneyti til húshitunar. Um 30 manns létust á þessu tímabili vegna hungurs og skorts á lyfjum. Í September 2023 réðst Aserbaísjan síðan inn í Nagorno-Karabakh, opnaði veginn til Armeníu og rak alla íbúa Nagorno-Karabakh, 120 þúsund talsins yfir til Armeníu. Þau búa ýmist hjá ættingjum í Armeníu eða í flóttamannabúðum. Íbúarnir eru kristinnar trúar og hefur það verið ásteytingarsteinn í múslimsku ríki Aserbaísjan. Neyð þeirra sem eru í flóttamannabúðum er mikil og þau upplifa sig öllum gleymd nú þegar miklar hörmungar eru í hinum ýmsu hlutum heimsins. Margir hafa lýst þessum aðgerðum Aserbaísjans sem þjóðernishreinsunum. Aserbaísjan hefur nú öll yfirráð í Nagorno-Karabakh. Íbúðarhús og opinberar byggingar standa ýmist auð eða hafa verið tekin yfir af Azerum. Engar bætur hafa verið greiddar til lögmætra eigenda húsanna. Aserbaísjan hefur tekið niður alla krossa á kirkjum í Nagorno-Karabakh og breytt þeim í moskur. Forn kennileiti allt frá 4. öld um kristni hafa verið eyðilögð og kirkjugarðar jafnaðir við jörðu með jarðýtum. Þetta hefur verið staðfest með gervihnattamyndum. Evrópuráðið í Strassborg hefur gert skýrslu um eyðilegginguna og fordæmt framferði Aserbaísjan harðlega. Sömuleiðis hefur UNESCO lýst yfir þungum áhyggjum. Í mars á þessu ári voru gerð drög að friðarsamningi milli Aserbaísjan og Armeníu. Hann hefur ekki verið staðfestur. Nagonro-Karbakh hafði enga aðkomu að þessum samningi og hvergi er minnst á þjóðarbrotið sem þar bjó í 1700 ár en hefur nú verið rekið burt. Fjölmargir stjórnmálamenn og embættismenn frá Nagorno-Karabakh sitja enn í fangelsi í Aserbaísjan. Fimmtudaginn 13. nóvember n.k. kl. 19:30 verða styrktartónleikar í Dómkirkjunni í Reykjavík. Safnað verður fyrir neyðaraðstoð handa kristnum flóttamönnum frá Nagorno-Karabakh. Fyrrverandi forsætisráðherra Nagorno-Karabakh, Artak Beglaryan flytur erindi, sem lætur engan ósnortinn. Artak er blindur frá 6 ára aldri er hann varð fyrir jarðsprengjubrotum. Kim Harzner, læknir, forstöðumaður dönskur hjálparsamtakanna Mission10forty segir frá stuðningi þeirra. Sýnd verða myndbönd af aðstoð við flóttafólkið og glæsilegur, armenskur píanóleikari, Irina Hayrapetyan, flytur þekkt píanóverk. Viðburðir sem þessi hafa verið haldnir í Færeyjum og Danmörku og fengið mjög góðar viðtökur. Neyðaraðstoðin fer til matargjafa, vetraraðstoðar, lífsviðurværis og sálrænar aðstoðar. Aðgangur er ókeypis en vonast er til að frjáls framlög til styrktar verkefninu komi frá fólki og fyrirtækjum. Höfundur er fv. þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Þórarinsson Nagorno-Karabakh Aserbaídsjan Armenía Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Árið 2020 fór ég til Nagorno-Karabakh sem þingmaður þegar stríðið geisaði og sá með eigin augum þær hörmulegu afleiðleiðingar sem stríðsrekstur hefur á almenna borgara. Þrjú stríð hafa geisað í Nagorno-Karabakh þar sem alls um 40 þúsund manns hafa fallið. Það fyrsta hófst árið 1988 og það síðasta árið 2023. Í desember 2022 lokaði Aserbaísjan eina veginum í Kákasus fjallgarðinum sem tengir Nagorno-Karabakh við Armeníu. Engar vistir bárust til Karabakh í 9 mánuði hvorki matvæli, lyf eða eldsneyti. Loka varð öllum skólum og opinberum byggingum vegna skorts á rafmagni og eldsneyti til húshitunar. Um 30 manns létust á þessu tímabili vegna hungurs og skorts á lyfjum. Í September 2023 réðst Aserbaísjan síðan inn í Nagorno-Karabakh, opnaði veginn til Armeníu og rak alla íbúa Nagorno-Karabakh, 120 þúsund talsins yfir til Armeníu. Þau búa ýmist hjá ættingjum í Armeníu eða í flóttamannabúðum. Íbúarnir eru kristinnar trúar og hefur það verið ásteytingarsteinn í múslimsku ríki Aserbaísjan. Neyð þeirra sem eru í flóttamannabúðum er mikil og þau upplifa sig öllum gleymd nú þegar miklar hörmungar eru í hinum ýmsu hlutum heimsins. Margir hafa lýst þessum aðgerðum Aserbaísjans sem þjóðernishreinsunum. Aserbaísjan hefur nú öll yfirráð í Nagorno-Karabakh. Íbúðarhús og opinberar byggingar standa ýmist auð eða hafa verið tekin yfir af Azerum. Engar bætur hafa verið greiddar til lögmætra eigenda húsanna. Aserbaísjan hefur tekið niður alla krossa á kirkjum í Nagorno-Karabakh og breytt þeim í moskur. Forn kennileiti allt frá 4. öld um kristni hafa verið eyðilögð og kirkjugarðar jafnaðir við jörðu með jarðýtum. Þetta hefur verið staðfest með gervihnattamyndum. Evrópuráðið í Strassborg hefur gert skýrslu um eyðilegginguna og fordæmt framferði Aserbaísjan harðlega. Sömuleiðis hefur UNESCO lýst yfir þungum áhyggjum. Í mars á þessu ári voru gerð drög að friðarsamningi milli Aserbaísjan og Armeníu. Hann hefur ekki verið staðfestur. Nagonro-Karbakh hafði enga aðkomu að þessum samningi og hvergi er minnst á þjóðarbrotið sem þar bjó í 1700 ár en hefur nú verið rekið burt. Fjölmargir stjórnmálamenn og embættismenn frá Nagorno-Karabakh sitja enn í fangelsi í Aserbaísjan. Fimmtudaginn 13. nóvember n.k. kl. 19:30 verða styrktartónleikar í Dómkirkjunni í Reykjavík. Safnað verður fyrir neyðaraðstoð handa kristnum flóttamönnum frá Nagorno-Karabakh. Fyrrverandi forsætisráðherra Nagorno-Karabakh, Artak Beglaryan flytur erindi, sem lætur engan ósnortinn. Artak er blindur frá 6 ára aldri er hann varð fyrir jarðsprengjubrotum. Kim Harzner, læknir, forstöðumaður dönskur hjálparsamtakanna Mission10forty segir frá stuðningi þeirra. Sýnd verða myndbönd af aðstoð við flóttafólkið og glæsilegur, armenskur píanóleikari, Irina Hayrapetyan, flytur þekkt píanóverk. Viðburðir sem þessi hafa verið haldnir í Færeyjum og Danmörku og fengið mjög góðar viðtökur. Neyðaraðstoðin fer til matargjafa, vetraraðstoðar, lífsviðurværis og sálrænar aðstoðar. Aðgangur er ókeypis en vonast er til að frjáls framlög til styrktar verkefninu komi frá fólki og fyrirtækjum. Höfundur er fv. þingmaður.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun