Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. nóvember 2025 12:34 Árásin átti sér stað á gistiheimili í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Karlmaður að nafni Norbert Walicki hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps með því að skera mann á háls með eldhúshnífi. Árásin átti sér stað á gistiheimili í Kópavogi í júní 2023. Manninum er gefið að sök að hafa fyrirvaralaust lagt að öðrum manni í reykherbergi gistiheimilisins með ofbeldi með því að leggja að honum með eldhúshníf sem var með 18,5 sentímetra löngu blaði. Hlaut sá sem fyrir árásinni varð skurð á hálsi sem sauma þurfti saman. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. október en var birtur í gær. Bar fyrir sig neyðarvörn Hann neitaði sök í málinu og bar fyrir sig að um neyðarvörn hafi verið að ræða og að ekki hafi verið ásetningur til brots. Hann hafi ekki ætlað að skera manninn á háls. Lýsti hann því fyrir dómi að hann hefði verið sleginn af manninum sem hafi verið á gistiheimilinu ásamt öðrum manni. Þá hafi hann sótt hnífana til að vera öruggari og til þess að hræða mennina. Hann hafi svo sveiflað hnífnum í átt að mönnunum en sagðist telja að það hafi verið vegna þess að annar mannanna hafi tekið í hönd hans. Er tekið fram í dómnum að ekki hafi verið samræmi á milli framburðar mannsins fyrir dómi og í skýrslutökum lögreglu. Þar hafi hann sagt sjö menn hafa verið með hávaða og að maðurinn sem fyrir árásinni varð hafi tvisvar slegið hann í andlitið. Einhverjir þessara manna hefðu reynt að ná af honum öðrum hnífnum og þá hafi hnífurinn sennilega farið í háls mannsins. Vitnin trúverðug Mennirnir tveir lýstu því fyrir dómi og fyrir lögreglu að maðurinn hafi komið með tvo hnífa inn í reykherbergi gistiheimilisins. Hann hafi misst annan í gólfið og fyrirvaralaust brugðið hnífi að hálsi annars þeirra og skorið hann á háls. Eftir það hafi hann verið yfirbugaður og læstur inni í reykherberginu. Lýstu vitnin því að atlagan hafi verið skyndileg og án fyrirvara. Dómurinn metur framburð vitnanna trúverðugan og telur sannað að maðurinn hafi veist að þeim með þeim hætti sem þeir lýsa. Hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi haft ásetning til að skera hinn á háls. Ástand hans hafi að einvherju leyti mátt skýra með tilliti til áfengisáhrifa, sem leysi hann ekki undan refsiábyrgð. Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Manninum er gefið að sök að hafa fyrirvaralaust lagt að öðrum manni í reykherbergi gistiheimilisins með ofbeldi með því að leggja að honum með eldhúshníf sem var með 18,5 sentímetra löngu blaði. Hlaut sá sem fyrir árásinni varð skurð á hálsi sem sauma þurfti saman. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. október en var birtur í gær. Bar fyrir sig neyðarvörn Hann neitaði sök í málinu og bar fyrir sig að um neyðarvörn hafi verið að ræða og að ekki hafi verið ásetningur til brots. Hann hafi ekki ætlað að skera manninn á háls. Lýsti hann því fyrir dómi að hann hefði verið sleginn af manninum sem hafi verið á gistiheimilinu ásamt öðrum manni. Þá hafi hann sótt hnífana til að vera öruggari og til þess að hræða mennina. Hann hafi svo sveiflað hnífnum í átt að mönnunum en sagðist telja að það hafi verið vegna þess að annar mannanna hafi tekið í hönd hans. Er tekið fram í dómnum að ekki hafi verið samræmi á milli framburðar mannsins fyrir dómi og í skýrslutökum lögreglu. Þar hafi hann sagt sjö menn hafa verið með hávaða og að maðurinn sem fyrir árásinni varð hafi tvisvar slegið hann í andlitið. Einhverjir þessara manna hefðu reynt að ná af honum öðrum hnífnum og þá hafi hnífurinn sennilega farið í háls mannsins. Vitnin trúverðug Mennirnir tveir lýstu því fyrir dómi og fyrir lögreglu að maðurinn hafi komið með tvo hnífa inn í reykherbergi gistiheimilisins. Hann hafi misst annan í gólfið og fyrirvaralaust brugðið hnífi að hálsi annars þeirra og skorið hann á háls. Eftir það hafi hann verið yfirbugaður og læstur inni í reykherberginu. Lýstu vitnin því að atlagan hafi verið skyndileg og án fyrirvara. Dómurinn metur framburð vitnanna trúverðugan og telur sannað að maðurinn hafi veist að þeim með þeim hætti sem þeir lýsa. Hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi haft ásetning til að skera hinn á háls. Ástand hans hafi að einvherju leyti mátt skýra með tilliti til áfengisáhrifa, sem leysi hann ekki undan refsiábyrgð.
Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira