Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar 10. nóvember 2025 10:30 Vissirðu að á fyrri hluta þessa árs dróst raforkuframleiðsla úr kolum saman hvorttveggja í Kína og á Indlandi? Sú var raunin og það þrátt fyrir að raforkuvinnslan í löndunum í heild hafi aukist frá fyrra ári. Að orkukerfi tveggja fjölmennustu ríkja heims hafi þróast með þessum hætti vegur þyngst í því að á fyrri hluta ársins var raforkuframleiðsla úr endurnýjanlegum orkugjöfum í fyrsta skipti meiri en með því að brenna kolum. Í fyrsta skipti í meira en öld sótti mannkynið innan við þriðjung raforkuþarfar sinnar í kolabrennslu. Það eru ánægjuleg tímamót. Á fyrri hluta þessa árs jókst rafmagnsnotkun í heiminum frá árinu áður þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagsvexti. Það sem drífur þennan vöxt er aukin eftirspurn og á bak við hana er iðnaður af ýmsu tagi, raftækjum í notkun fjölgar, gagnaver kalla á orku og svo orkuskipti yfir í rafmagn. Vindur og sól í sókn Þessu erum við mannfólkið að svara í síauknu mæli með endurnýjanlegri orku og aukningin er mjög hressileg sérstaklega í nýtingu vinds og sólar. Samanlagt er reiknað með því að orkugjafarnir tveir standi undir um 20% raforkuvinnslu heimsins á næsta ári. Hlutdeild þeirra var 4% fyrir áratug. Kína og Indland eru í 1. og 3. sæti yfir þær þjóðir sem mest losa af gróðurhúsalofttegundum. Þetta eru tvær fjölmennustu þjóðir heimsins og langt í frá að losa mest á hvern íbúa. Þar eru Vesturlönd – við þeirra á meðal – sporþyngri. Það er kannski ekki síst fyrir framtak Kínverja og Indverja í orkumálum að mannkyninu í heild er farið að miða í rétta átt í loftslagsmálum. (Í það minnsta jókst raforkuframleiðsla úr kolum hvorttveggja innan Evrópusambandsins og Bandaríkjanna frá í fyrra.) Höfum tekið stór skref – tökum fleiri Stærsta skref okkar Íslendinga í loftslagsmálum var að hagnýta jarðhita til húshitunar. Á höfuðborgarsvæðinu tók sú aðgerð um hálfa öld. Gróflega frá 1930 til 1980, en síðan þá hefur nánast hvert hús á svæðinu notið hitaveitu. Það hefur verið talsvert átak að fylgja þessu eftir því íbúafjöldi hefur meira en tvöfaldast frá því átakinu lauk og umfang húsnæðis aukist enn meira. Það er eiginlega skondið að jarðhitinn stendur líka á bak við helsta átak okkar í loftslagsmálum frá hitaveituvæðingunni. Orka náttúrunnar, sem hefur verið öðrum fyrirtækjum duglegra að byggja upp hleðslustöðvar, sækir nánast allt sitt rafmagn í jarðhitann á Hengilssvæðinu, sem líka skaffar okkur meira en helminginn af heita vatninu í hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu. Eftir að boðlegir rafmagnsbílar komu á markað, fyrir rúmum áratug, hefur okkur gengið sæmilega að skipta út bílum. Af einstökum orkugjöfum nýskráðra bíla er rafmagn algengast nú í ár en það var dísill í fyrra. Aftur rafmagn árin tvö þar á undan, það er 2022 og 2023. 2021 var tengiltvinnárið mikla og svona höfum við verið svolítið rokkandi í þessu síðustu árin. Það stefnir þó í rétta átt og útreikningar ON benda til að bara rafmagnið sem það fyrirtæki hefur selt í gegnum hleðslukerfin sín hafi sparað 21 milljón lítra af eldsneyti sem kostað hefðu 5½ milljarð króna. Losun á tæpum 50 þúsund tonn af koldíoxíði spöruðust. Áhugaverð ráðstefna Í fyrramálið gengst Orka náttúrunnar fyrir ráðstefnu í Hörpu þar sem brýningin er skýr – klárum orkuskiptin á Íslandi. Þar tekur þátt lykilfólk í að stilla okkur þannig saman að orkuskipti í samgöngum geti tekið eitthvað færri áratugi en útbreiðsla hitaveitunnar. Nú þegar er einn að baki og við erum farin að sjá árangurinn því bráðabirgðatölur sýna að kolefnislosun vegna vegasamgangna dróst saman um 2,5% milli áranna 2023 og 2024. Það er einmitt í þessa átt sem við verðum að stefna – með Indverjum og Kínverjum. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Vissirðu að á fyrri hluta þessa árs dróst raforkuframleiðsla úr kolum saman hvorttveggja í Kína og á Indlandi? Sú var raunin og það þrátt fyrir að raforkuvinnslan í löndunum í heild hafi aukist frá fyrra ári. Að orkukerfi tveggja fjölmennustu ríkja heims hafi þróast með þessum hætti vegur þyngst í því að á fyrri hluta ársins var raforkuframleiðsla úr endurnýjanlegum orkugjöfum í fyrsta skipti meiri en með því að brenna kolum. Í fyrsta skipti í meira en öld sótti mannkynið innan við þriðjung raforkuþarfar sinnar í kolabrennslu. Það eru ánægjuleg tímamót. Á fyrri hluta þessa árs jókst rafmagnsnotkun í heiminum frá árinu áður þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagsvexti. Það sem drífur þennan vöxt er aukin eftirspurn og á bak við hana er iðnaður af ýmsu tagi, raftækjum í notkun fjölgar, gagnaver kalla á orku og svo orkuskipti yfir í rafmagn. Vindur og sól í sókn Þessu erum við mannfólkið að svara í síauknu mæli með endurnýjanlegri orku og aukningin er mjög hressileg sérstaklega í nýtingu vinds og sólar. Samanlagt er reiknað með því að orkugjafarnir tveir standi undir um 20% raforkuvinnslu heimsins á næsta ári. Hlutdeild þeirra var 4% fyrir áratug. Kína og Indland eru í 1. og 3. sæti yfir þær þjóðir sem mest losa af gróðurhúsalofttegundum. Þetta eru tvær fjölmennustu þjóðir heimsins og langt í frá að losa mest á hvern íbúa. Þar eru Vesturlönd – við þeirra á meðal – sporþyngri. Það er kannski ekki síst fyrir framtak Kínverja og Indverja í orkumálum að mannkyninu í heild er farið að miða í rétta átt í loftslagsmálum. (Í það minnsta jókst raforkuframleiðsla úr kolum hvorttveggja innan Evrópusambandsins og Bandaríkjanna frá í fyrra.) Höfum tekið stór skref – tökum fleiri Stærsta skref okkar Íslendinga í loftslagsmálum var að hagnýta jarðhita til húshitunar. Á höfuðborgarsvæðinu tók sú aðgerð um hálfa öld. Gróflega frá 1930 til 1980, en síðan þá hefur nánast hvert hús á svæðinu notið hitaveitu. Það hefur verið talsvert átak að fylgja þessu eftir því íbúafjöldi hefur meira en tvöfaldast frá því átakinu lauk og umfang húsnæðis aukist enn meira. Það er eiginlega skondið að jarðhitinn stendur líka á bak við helsta átak okkar í loftslagsmálum frá hitaveituvæðingunni. Orka náttúrunnar, sem hefur verið öðrum fyrirtækjum duglegra að byggja upp hleðslustöðvar, sækir nánast allt sitt rafmagn í jarðhitann á Hengilssvæðinu, sem líka skaffar okkur meira en helminginn af heita vatninu í hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu. Eftir að boðlegir rafmagnsbílar komu á markað, fyrir rúmum áratug, hefur okkur gengið sæmilega að skipta út bílum. Af einstökum orkugjöfum nýskráðra bíla er rafmagn algengast nú í ár en það var dísill í fyrra. Aftur rafmagn árin tvö þar á undan, það er 2022 og 2023. 2021 var tengiltvinnárið mikla og svona höfum við verið svolítið rokkandi í þessu síðustu árin. Það stefnir þó í rétta átt og útreikningar ON benda til að bara rafmagnið sem það fyrirtæki hefur selt í gegnum hleðslukerfin sín hafi sparað 21 milljón lítra af eldsneyti sem kostað hefðu 5½ milljarð króna. Losun á tæpum 50 þúsund tonn af koldíoxíði spöruðust. Áhugaverð ráðstefna Í fyrramálið gengst Orka náttúrunnar fyrir ráðstefnu í Hörpu þar sem brýningin er skýr – klárum orkuskiptin á Íslandi. Þar tekur þátt lykilfólk í að stilla okkur þannig saman að orkuskipti í samgöngum geti tekið eitthvað færri áratugi en útbreiðsla hitaveitunnar. Nú þegar er einn að baki og við erum farin að sjá árangurinn því bráðabirgðatölur sýna að kolefnislosun vegna vegasamgangna dróst saman um 2,5% milli áranna 2023 og 2024. Það er einmitt í þessa átt sem við verðum að stefna – með Indverjum og Kínverjum. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar