Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar 10. nóvember 2025 10:30 Vissirðu að á fyrri hluta þessa árs dróst raforkuframleiðsla úr kolum saman hvorttveggja í Kína og á Indlandi? Sú var raunin og það þrátt fyrir að raforkuvinnslan í löndunum í heild hafi aukist frá fyrra ári. Að orkukerfi tveggja fjölmennustu ríkja heims hafi þróast með þessum hætti vegur þyngst í því að á fyrri hluta ársins var raforkuframleiðsla úr endurnýjanlegum orkugjöfum í fyrsta skipti meiri en með því að brenna kolum. Í fyrsta skipti í meira en öld sótti mannkynið innan við þriðjung raforkuþarfar sinnar í kolabrennslu. Það eru ánægjuleg tímamót. Á fyrri hluta þessa árs jókst rafmagnsnotkun í heiminum frá árinu áður þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagsvexti. Það sem drífur þennan vöxt er aukin eftirspurn og á bak við hana er iðnaður af ýmsu tagi, raftækjum í notkun fjölgar, gagnaver kalla á orku og svo orkuskipti yfir í rafmagn. Vindur og sól í sókn Þessu erum við mannfólkið að svara í síauknu mæli með endurnýjanlegri orku og aukningin er mjög hressileg sérstaklega í nýtingu vinds og sólar. Samanlagt er reiknað með því að orkugjafarnir tveir standi undir um 20% raforkuvinnslu heimsins á næsta ári. Hlutdeild þeirra var 4% fyrir áratug. Kína og Indland eru í 1. og 3. sæti yfir þær þjóðir sem mest losa af gróðurhúsalofttegundum. Þetta eru tvær fjölmennustu þjóðir heimsins og langt í frá að losa mest á hvern íbúa. Þar eru Vesturlönd – við þeirra á meðal – sporþyngri. Það er kannski ekki síst fyrir framtak Kínverja og Indverja í orkumálum að mannkyninu í heild er farið að miða í rétta átt í loftslagsmálum. (Í það minnsta jókst raforkuframleiðsla úr kolum hvorttveggja innan Evrópusambandsins og Bandaríkjanna frá í fyrra.) Höfum tekið stór skref – tökum fleiri Stærsta skref okkar Íslendinga í loftslagsmálum var að hagnýta jarðhita til húshitunar. Á höfuðborgarsvæðinu tók sú aðgerð um hálfa öld. Gróflega frá 1930 til 1980, en síðan þá hefur nánast hvert hús á svæðinu notið hitaveitu. Það hefur verið talsvert átak að fylgja þessu eftir því íbúafjöldi hefur meira en tvöfaldast frá því átakinu lauk og umfang húsnæðis aukist enn meira. Það er eiginlega skondið að jarðhitinn stendur líka á bak við helsta átak okkar í loftslagsmálum frá hitaveituvæðingunni. Orka náttúrunnar, sem hefur verið öðrum fyrirtækjum duglegra að byggja upp hleðslustöðvar, sækir nánast allt sitt rafmagn í jarðhitann á Hengilssvæðinu, sem líka skaffar okkur meira en helminginn af heita vatninu í hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu. Eftir að boðlegir rafmagnsbílar komu á markað, fyrir rúmum áratug, hefur okkur gengið sæmilega að skipta út bílum. Af einstökum orkugjöfum nýskráðra bíla er rafmagn algengast nú í ár en það var dísill í fyrra. Aftur rafmagn árin tvö þar á undan, það er 2022 og 2023. 2021 var tengiltvinnárið mikla og svona höfum við verið svolítið rokkandi í þessu síðustu árin. Það stefnir þó í rétta átt og útreikningar ON benda til að bara rafmagnið sem það fyrirtæki hefur selt í gegnum hleðslukerfin sín hafi sparað 21 milljón lítra af eldsneyti sem kostað hefðu 5½ milljarð króna. Losun á tæpum 50 þúsund tonn af koldíoxíði spöruðust. Áhugaverð ráðstefna Í fyrramálið gengst Orka náttúrunnar fyrir ráðstefnu í Hörpu þar sem brýningin er skýr – klárum orkuskiptin á Íslandi. Þar tekur þátt lykilfólk í að stilla okkur þannig saman að orkuskipti í samgöngum geti tekið eitthvað færri áratugi en útbreiðsla hitaveitunnar. Nú þegar er einn að baki og við erum farin að sjá árangurinn því bráðabirgðatölur sýna að kolefnislosun vegna vegasamgangna dróst saman um 2,5% milli áranna 2023 og 2024. Það er einmitt í þessa átt sem við verðum að stefna – með Indverjum og Kínverjum. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Vissirðu að á fyrri hluta þessa árs dróst raforkuframleiðsla úr kolum saman hvorttveggja í Kína og á Indlandi? Sú var raunin og það þrátt fyrir að raforkuvinnslan í löndunum í heild hafi aukist frá fyrra ári. Að orkukerfi tveggja fjölmennustu ríkja heims hafi þróast með þessum hætti vegur þyngst í því að á fyrri hluta ársins var raforkuframleiðsla úr endurnýjanlegum orkugjöfum í fyrsta skipti meiri en með því að brenna kolum. Í fyrsta skipti í meira en öld sótti mannkynið innan við þriðjung raforkuþarfar sinnar í kolabrennslu. Það eru ánægjuleg tímamót. Á fyrri hluta þessa árs jókst rafmagnsnotkun í heiminum frá árinu áður þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagsvexti. Það sem drífur þennan vöxt er aukin eftirspurn og á bak við hana er iðnaður af ýmsu tagi, raftækjum í notkun fjölgar, gagnaver kalla á orku og svo orkuskipti yfir í rafmagn. Vindur og sól í sókn Þessu erum við mannfólkið að svara í síauknu mæli með endurnýjanlegri orku og aukningin er mjög hressileg sérstaklega í nýtingu vinds og sólar. Samanlagt er reiknað með því að orkugjafarnir tveir standi undir um 20% raforkuvinnslu heimsins á næsta ári. Hlutdeild þeirra var 4% fyrir áratug. Kína og Indland eru í 1. og 3. sæti yfir þær þjóðir sem mest losa af gróðurhúsalofttegundum. Þetta eru tvær fjölmennustu þjóðir heimsins og langt í frá að losa mest á hvern íbúa. Þar eru Vesturlönd – við þeirra á meðal – sporþyngri. Það er kannski ekki síst fyrir framtak Kínverja og Indverja í orkumálum að mannkyninu í heild er farið að miða í rétta átt í loftslagsmálum. (Í það minnsta jókst raforkuframleiðsla úr kolum hvorttveggja innan Evrópusambandsins og Bandaríkjanna frá í fyrra.) Höfum tekið stór skref – tökum fleiri Stærsta skref okkar Íslendinga í loftslagsmálum var að hagnýta jarðhita til húshitunar. Á höfuðborgarsvæðinu tók sú aðgerð um hálfa öld. Gróflega frá 1930 til 1980, en síðan þá hefur nánast hvert hús á svæðinu notið hitaveitu. Það hefur verið talsvert átak að fylgja þessu eftir því íbúafjöldi hefur meira en tvöfaldast frá því átakinu lauk og umfang húsnæðis aukist enn meira. Það er eiginlega skondið að jarðhitinn stendur líka á bak við helsta átak okkar í loftslagsmálum frá hitaveituvæðingunni. Orka náttúrunnar, sem hefur verið öðrum fyrirtækjum duglegra að byggja upp hleðslustöðvar, sækir nánast allt sitt rafmagn í jarðhitann á Hengilssvæðinu, sem líka skaffar okkur meira en helminginn af heita vatninu í hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu. Eftir að boðlegir rafmagnsbílar komu á markað, fyrir rúmum áratug, hefur okkur gengið sæmilega að skipta út bílum. Af einstökum orkugjöfum nýskráðra bíla er rafmagn algengast nú í ár en það var dísill í fyrra. Aftur rafmagn árin tvö þar á undan, það er 2022 og 2023. 2021 var tengiltvinnárið mikla og svona höfum við verið svolítið rokkandi í þessu síðustu árin. Það stefnir þó í rétta átt og útreikningar ON benda til að bara rafmagnið sem það fyrirtæki hefur selt í gegnum hleðslukerfin sín hafi sparað 21 milljón lítra af eldsneyti sem kostað hefðu 5½ milljarð króna. Losun á tæpum 50 þúsund tonn af koldíoxíði spöruðust. Áhugaverð ráðstefna Í fyrramálið gengst Orka náttúrunnar fyrir ráðstefnu í Hörpu þar sem brýningin er skýr – klárum orkuskiptin á Íslandi. Þar tekur þátt lykilfólk í að stilla okkur þannig saman að orkuskipti í samgöngum geti tekið eitthvað færri áratugi en útbreiðsla hitaveitunnar. Nú þegar er einn að baki og við erum farin að sjá árangurinn því bráðabirgðatölur sýna að kolefnislosun vegna vegasamgangna dróst saman um 2,5% milli áranna 2023 og 2024. Það er einmitt í þessa átt sem við verðum að stefna – með Indverjum og Kínverjum. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun