Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar 6. nóvember 2025 12:30 Í umræðu hér á landi er algengt að ræða um upptöku evru í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu (ESB) sem fjarlægan draum þar sem yfir illfæra vegi og óbrúaðar ár sé að fara og ekki sé á vísan að róa varðandi vaxtastig í viðkomandi ríki eftir upptöku. Ferlið að upptöku evru er vel þekkt, margprófað og tiltölulega einfalt enda fjöldi ríkja búin að fara í gegnum það frá árinu 1999. Litið er á ferlið sem ákveðið próf fyrir ný aðildarríki í að reka skynsama hagstjórn. Ferlið byggir á Maastricht-sáttmálunum (1999) en uppfylla þarf fjögur skilyrði sáttmálans áður en upptaka Evru getur átt sér stað: Verðbólga skuli ekki vera meira en 1,5% hærri en meðaltal þeirra þriggja ríkja er hafa lægsta verðbólgu innan ESB. Halli á fjárlögum skal ekki fara yfir 3% af landsframleiðslu (VLF) nema í undantekningartilfellum. Skuldir ríkissjóðs skulu ekki vera hærri en sem nemur 60% af landsframleiðslu. Aðildarríki skal hafa verið í ERM II-samstarfinu (e. European Exchange Rate Mechanism) í a.m.k tvö ár án gengisfellingar síns eða breytinga á markmiðsgengi við evru. Langtímanafnvextir skulu ekki vera meira en 2% hærri en hjá þeim þremur ríkjum ESB með lægstu vextina. Það er skemmst frá því að segja að aðildarrríki ESB sem hafa lagt upp í þetta ferðlag í gegnum ERM II kerfið hafa uppskorið árangur erfiðs síns.[1] Í töflunni hér að neðan má sjá að flestum ríkjunum hefur tekist að uppfylla skilyrðin á 2 til 3 árum. Lengri tíma tók fyrir Eistland, Lettland og Litháen að uppfylla skilyrðin. Ástæðan var annars vegar að tiltölulega nýfengið sjálfstæði frá Sovétríkjunum gerði það að verkum að tíma tók að koma á vestrænu lýðræðisskipulagi og hreinsa út viðhorf og spillingu alræðistímans og hins vegar að alþjóðleg bankakrísa gerði verkefnið erfiðar en ella. Tímalengd í ERM II og upptaka evru Ísland hefur verið mátað inn í ERM II kerfið af fræðimönnum og sérfræðingum á sviði hagfræði og fjármála. Þar kemur fram að byggt á reynslu annarra ríkja af þátttöku í ERM II-kerfinu, bendi fátt til þess að Ísland ætti að eiga í sérstökum erfiðleikum með að uppfylla Maastricht-skilyrðin, þó augljóslega sé um krefjandi ferli að ræða. Sérstaklega er tiltekin óvanalega löng reynsla Íslands af fastgengisstefnu sem hefur komið til út af þeim vanda allra ríkisstjórna á lýðveldistímanum við að halda stöðugleika í litlu opnu hagkerfi með einn minnsta gjaldmiðil í heimi. Þess utan hefur Ísland átt í mjög nánu efnahagssamstarfi við ESB í gegnum EES-samninginn í meira en þrjá áratugi. Þessi tenging hefur augljóslega leitt til mikillar samleitni í efnahags- og regluverki og nægir þar að nefna innri markaðinn. Byggt á þessum þáttum er það mat flestra sem um þessi mál fjalla að ekki sé óvarlegt að gera ráð fyrir að upptaka evru tæki Ísland 2 til 3 ár. Hvað vaxtastigið varðar þá er augljóst að rétturinn til þess að prenta næst stærsta gjaldmiðil heims mikils virði fyrir lítið opið hagkerfi. Seðlabankinn fengi gríðarlega öflugt tæki til þess að varðveita fjármálastöðugleika og þjóna sem lánveitandi til þrautavara. Verkefni sem hann hefur ekki haft burði til að sinna sem skildi fram til þessa. Í annan stað setur Seðlabanki Evrópu sömu stýrivexti um allt evrusvæðið með vaxtaákvörðunum sínum þannig að skammtímavextir hérlendis myndu því lækka strax til samræmis eftir upptöku evru. Að lokum er rétt að minna á það að langtímavaxtamunur sögulega séð milli íslands og ESB hefur verið að öllu jöfnu á bilinu 4-6% en skammtímavaxtamunur hefur verið frá 4% og upp í 16%. Meðaltal húsnæðisvaxta á evrusvæðinu er nú um 3.3% óverðtryggt. Stýrivextir á Íslandi standa nú í 7,5% en í 2,0% á evrusvæðinu. Höfundur er kennari og doktor í stefnumótun við Háskólann í Reykjavík og hefur í um 20 ár kennt stefnumótun, alþjóðaviðskipti og rekstur & sjálfbærni í sjávarútvegi. [1] Undantekningin er Danmörk sem uppfyllti skilyrðin en ákvað þrátt fyrir það að vera áfram í ERM II og notast áfram við danska krónu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Í umræðu hér á landi er algengt að ræða um upptöku evru í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu (ESB) sem fjarlægan draum þar sem yfir illfæra vegi og óbrúaðar ár sé að fara og ekki sé á vísan að róa varðandi vaxtastig í viðkomandi ríki eftir upptöku. Ferlið að upptöku evru er vel þekkt, margprófað og tiltölulega einfalt enda fjöldi ríkja búin að fara í gegnum það frá árinu 1999. Litið er á ferlið sem ákveðið próf fyrir ný aðildarríki í að reka skynsama hagstjórn. Ferlið byggir á Maastricht-sáttmálunum (1999) en uppfylla þarf fjögur skilyrði sáttmálans áður en upptaka Evru getur átt sér stað: Verðbólga skuli ekki vera meira en 1,5% hærri en meðaltal þeirra þriggja ríkja er hafa lægsta verðbólgu innan ESB. Halli á fjárlögum skal ekki fara yfir 3% af landsframleiðslu (VLF) nema í undantekningartilfellum. Skuldir ríkissjóðs skulu ekki vera hærri en sem nemur 60% af landsframleiðslu. Aðildarríki skal hafa verið í ERM II-samstarfinu (e. European Exchange Rate Mechanism) í a.m.k tvö ár án gengisfellingar síns eða breytinga á markmiðsgengi við evru. Langtímanafnvextir skulu ekki vera meira en 2% hærri en hjá þeim þremur ríkjum ESB með lægstu vextina. Það er skemmst frá því að segja að aðildarrríki ESB sem hafa lagt upp í þetta ferðlag í gegnum ERM II kerfið hafa uppskorið árangur erfiðs síns.[1] Í töflunni hér að neðan má sjá að flestum ríkjunum hefur tekist að uppfylla skilyrðin á 2 til 3 árum. Lengri tíma tók fyrir Eistland, Lettland og Litháen að uppfylla skilyrðin. Ástæðan var annars vegar að tiltölulega nýfengið sjálfstæði frá Sovétríkjunum gerði það að verkum að tíma tók að koma á vestrænu lýðræðisskipulagi og hreinsa út viðhorf og spillingu alræðistímans og hins vegar að alþjóðleg bankakrísa gerði verkefnið erfiðar en ella. Tímalengd í ERM II og upptaka evru Ísland hefur verið mátað inn í ERM II kerfið af fræðimönnum og sérfræðingum á sviði hagfræði og fjármála. Þar kemur fram að byggt á reynslu annarra ríkja af þátttöku í ERM II-kerfinu, bendi fátt til þess að Ísland ætti að eiga í sérstökum erfiðleikum með að uppfylla Maastricht-skilyrðin, þó augljóslega sé um krefjandi ferli að ræða. Sérstaklega er tiltekin óvanalega löng reynsla Íslands af fastgengisstefnu sem hefur komið til út af þeim vanda allra ríkisstjórna á lýðveldistímanum við að halda stöðugleika í litlu opnu hagkerfi með einn minnsta gjaldmiðil í heimi. Þess utan hefur Ísland átt í mjög nánu efnahagssamstarfi við ESB í gegnum EES-samninginn í meira en þrjá áratugi. Þessi tenging hefur augljóslega leitt til mikillar samleitni í efnahags- og regluverki og nægir þar að nefna innri markaðinn. Byggt á þessum þáttum er það mat flestra sem um þessi mál fjalla að ekki sé óvarlegt að gera ráð fyrir að upptaka evru tæki Ísland 2 til 3 ár. Hvað vaxtastigið varðar þá er augljóst að rétturinn til þess að prenta næst stærsta gjaldmiðil heims mikils virði fyrir lítið opið hagkerfi. Seðlabankinn fengi gríðarlega öflugt tæki til þess að varðveita fjármálastöðugleika og þjóna sem lánveitandi til þrautavara. Verkefni sem hann hefur ekki haft burði til að sinna sem skildi fram til þessa. Í annan stað setur Seðlabanki Evrópu sömu stýrivexti um allt evrusvæðið með vaxtaákvörðunum sínum þannig að skammtímavextir hérlendis myndu því lækka strax til samræmis eftir upptöku evru. Að lokum er rétt að minna á það að langtímavaxtamunur sögulega séð milli íslands og ESB hefur verið að öllu jöfnu á bilinu 4-6% en skammtímavaxtamunur hefur verið frá 4% og upp í 16%. Meðaltal húsnæðisvaxta á evrusvæðinu er nú um 3.3% óverðtryggt. Stýrivextir á Íslandi standa nú í 7,5% en í 2,0% á evrusvæðinu. Höfundur er kennari og doktor í stefnumótun við Háskólann í Reykjavík og hefur í um 20 ár kennt stefnumótun, alþjóðaviðskipti og rekstur & sjálfbærni í sjávarútvegi. [1] Undantekningin er Danmörk sem uppfyllti skilyrðin en ákvað þrátt fyrir það að vera áfram í ERM II og notast áfram við danska krónu.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar