Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 21. október 2025 11:32 Allir geta orðið fyrir netsvikum og það er ekkert til að skammast sín fyrir. Svikahrappar á netinu eru margir sérfræðingar í að leika á fólk og freista einskis í þeim efnum. Þeir sem telja sig hafa flækst í slíkan svikavef ættu skilyrðislaust að leita sér hjálpar hjá bönkum, lögreglu og eftir atvikum aðstandendum, allt eftir eðli málsins. Margir eldri borgarar eiga erfitt með tæknina og því viðkvæmari fyrir svikum. Dæmi eru um að fólk hafi misst aleiguna. Í síðustu viku var haldið málþing um ofbeldi gegn eldra fólki. Mörg áhugaverð erindi voru flutt með sláandi upplýsingum. Ofbeldið birtist með ýmsum hætti; það getur verið líkamlegt, andlegt, kynferðislegt og fjárhagslegt. Algengustu brotin gagnvart eldra fólki eru ýmis konar fjársvik í gegnum símtal, Messenger-skilaboð eða með tölvupóstinum og SMS skilaboðum sem tengjast sölusíðum og leikjum á samfélagsmiðlum. Stærsti flokkur þessarar svika varða meintar fjárfestingar og flestir þeirra sem verða fyrir þeim er fólk á aldrinum 65-80 ára. Dæmi um svik af þessu tagi eru gylliboð um fjárfestingar í fjármálagerningum með lítilli eða engri áhættu og mikilli ávöxtun. Einnig tilboð um fjárfestingar í rafmyntum og erlendum hlutabréfum. Þau sem láta glepjast tapa mörg miklum fjárhæðum. Það kom fram á málþinginu að fjárhagslegt ofbeldi hafi færst í aukana. Eldra fólk er til dæmis ginnt til að láta fé af hendi eða veita aðgang að heimabanka. Það sem er mest sláandi er að gerendurnir eru sjaldnast ókunnugir þeim sem verða fyrir svikunum. Ástarsvik Samfélagsmiðlar og stefnumótaforrit geta einfaldað að kynnast nýju fólki. Öll vitum við að auðvelt er að þykjast vera annar en maður er á samfélagsmiðlum. Ein tegund ofbeldissvika gagnvart eldra fólki eru svo kölluð ástarsvik. Þá byggir svikarinn upp ástar- eða vinatengsl við fólk til að geta stolið af því peningum eða persónuupplýsingum. Svikahrappurinn er oft tilbúinn til að eyða löngum tíma í að sannfæra fólk um að treysta sér áður en hann biður um peninga eða upplýsingar. Allir geta lent í ástarsvikum en helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri. Sá sem hefur það að ásetningi að svíkja fé út úr öðrum á netinu notar ýmsar aðferðir til að koma sér í mjúkinn hjá fórnarlambinu og tæla það til fylgis við sig. Svikahrappurinn er iðulega fljótur til að segjast vera ástfanginn og lýsa yfir aðdáun og hrifningu á fórnarlambi sínu. Þegar hann hefur náð að mynda traust og gagnkvæma hrifningu fer hann að ámálga að hann vanti peninga eða hann sé í miklum fjárhagskröggum. Oft hittast aðilar aldrei og samskiptin fara öll fram í netheimum. Ýmsar leiðir geta komið að gagni til að verjast svikum sem þessum. Hvernig á að varast netsvikara Öllu skiptir er að fara rólega í samskipti við nýtt fólk á netinu. Rétt er að staldra við um leið og ákafi eða ýtni viðmælandans færast í aukana. Umfram allt ber að varast að senda fjárhags- eða persónuupplýsingar og alls ekki upplýsingar sem maður vill ekki að fari almennt á netið. Við eigum öll að vera á varðbergi gagnvart greiðslubeiðnum, hvort sem um er að ræða millifærslur, áfyllingar eða annað og ekki samþykkja gylliboð um skjótfenginn gróða. Helstu aðgerðir gegn ofbeldi eru forvarnir og eftirlit. Á málþinginu kom fram að þeim sem búa við einangrun, einmanaleika og heilsubrest er helst hætt við að falla fyrir svikabrögðum. Þeir sem búa á eigin heimili eru í meiri áhættu en þeir sem búa á hjúkrunarheimili. Þau sem fremja svikin glíma oft við fíkn- og/eða fjárhagsvanda. Við ættum því öll að vera á varðbergi ef okkur þykir eitthvað skrýtið eða óeðlilegt í lífi aldraðra ættingja eða vina og ekki hika við að spyrja og leita skýringa. Verum öll vakandi fyrir mögulegu ofbeldi gagnvart eldra fólki. Höfundur er sálfræðingur og þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Eldri borgarar Netglæpir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Allir geta orðið fyrir netsvikum og það er ekkert til að skammast sín fyrir. Svikahrappar á netinu eru margir sérfræðingar í að leika á fólk og freista einskis í þeim efnum. Þeir sem telja sig hafa flækst í slíkan svikavef ættu skilyrðislaust að leita sér hjálpar hjá bönkum, lögreglu og eftir atvikum aðstandendum, allt eftir eðli málsins. Margir eldri borgarar eiga erfitt með tæknina og því viðkvæmari fyrir svikum. Dæmi eru um að fólk hafi misst aleiguna. Í síðustu viku var haldið málþing um ofbeldi gegn eldra fólki. Mörg áhugaverð erindi voru flutt með sláandi upplýsingum. Ofbeldið birtist með ýmsum hætti; það getur verið líkamlegt, andlegt, kynferðislegt og fjárhagslegt. Algengustu brotin gagnvart eldra fólki eru ýmis konar fjársvik í gegnum símtal, Messenger-skilaboð eða með tölvupóstinum og SMS skilaboðum sem tengjast sölusíðum og leikjum á samfélagsmiðlum. Stærsti flokkur þessarar svika varða meintar fjárfestingar og flestir þeirra sem verða fyrir þeim er fólk á aldrinum 65-80 ára. Dæmi um svik af þessu tagi eru gylliboð um fjárfestingar í fjármálagerningum með lítilli eða engri áhættu og mikilli ávöxtun. Einnig tilboð um fjárfestingar í rafmyntum og erlendum hlutabréfum. Þau sem láta glepjast tapa mörg miklum fjárhæðum. Það kom fram á málþinginu að fjárhagslegt ofbeldi hafi færst í aukana. Eldra fólk er til dæmis ginnt til að láta fé af hendi eða veita aðgang að heimabanka. Það sem er mest sláandi er að gerendurnir eru sjaldnast ókunnugir þeim sem verða fyrir svikunum. Ástarsvik Samfélagsmiðlar og stefnumótaforrit geta einfaldað að kynnast nýju fólki. Öll vitum við að auðvelt er að þykjast vera annar en maður er á samfélagsmiðlum. Ein tegund ofbeldissvika gagnvart eldra fólki eru svo kölluð ástarsvik. Þá byggir svikarinn upp ástar- eða vinatengsl við fólk til að geta stolið af því peningum eða persónuupplýsingum. Svikahrappurinn er oft tilbúinn til að eyða löngum tíma í að sannfæra fólk um að treysta sér áður en hann biður um peninga eða upplýsingar. Allir geta lent í ástarsvikum en helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri. Sá sem hefur það að ásetningi að svíkja fé út úr öðrum á netinu notar ýmsar aðferðir til að koma sér í mjúkinn hjá fórnarlambinu og tæla það til fylgis við sig. Svikahrappurinn er iðulega fljótur til að segjast vera ástfanginn og lýsa yfir aðdáun og hrifningu á fórnarlambi sínu. Þegar hann hefur náð að mynda traust og gagnkvæma hrifningu fer hann að ámálga að hann vanti peninga eða hann sé í miklum fjárhagskröggum. Oft hittast aðilar aldrei og samskiptin fara öll fram í netheimum. Ýmsar leiðir geta komið að gagni til að verjast svikum sem þessum. Hvernig á að varast netsvikara Öllu skiptir er að fara rólega í samskipti við nýtt fólk á netinu. Rétt er að staldra við um leið og ákafi eða ýtni viðmælandans færast í aukana. Umfram allt ber að varast að senda fjárhags- eða persónuupplýsingar og alls ekki upplýsingar sem maður vill ekki að fari almennt á netið. Við eigum öll að vera á varðbergi gagnvart greiðslubeiðnum, hvort sem um er að ræða millifærslur, áfyllingar eða annað og ekki samþykkja gylliboð um skjótfenginn gróða. Helstu aðgerðir gegn ofbeldi eru forvarnir og eftirlit. Á málþinginu kom fram að þeim sem búa við einangrun, einmanaleika og heilsubrest er helst hætt við að falla fyrir svikabrögðum. Þeir sem búa á eigin heimili eru í meiri áhættu en þeir sem búa á hjúkrunarheimili. Þau sem fremja svikin glíma oft við fíkn- og/eða fjárhagsvanda. Við ættum því öll að vera á varðbergi ef okkur þykir eitthvað skrýtið eða óeðlilegt í lífi aldraðra ættingja eða vina og ekki hika við að spyrja og leita skýringa. Verum öll vakandi fyrir mögulegu ofbeldi gagnvart eldra fólki. Höfundur er sálfræðingur og þingmaður Flokks fólksins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun