„Nánast ómögulegt að sigra“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. október 2025 10:01 Alexander Veigar lenti í kröppum dansi við Luke Littler. getty / vísir / ívar Pílukastarinn Alexander Veigar Þorvaldsson var ánægður með frammistöðu sína á HM ungmenna og segir að hún hefði dugað til sigurs gegn flestum á mótinu, en ekki Luke Littler. Alexander mætti vongóður til Wigan á Englandi, þar sem heimsmeistaramót ungmenna í pílukasti fór fram, en varð fljótt ljóst að verkefnið yrði ansi erfitt, því hann dróst í riðil með heimsmeistara fullorðinna. „Eftir að hann vann Luke Humphries [6-1] á Grand Prix þá tilkynnir hann að hann ætli að spila daginn eftir á heimsmeistaramóti ungmenna, það var smá spenna fyrir alla“ sagði Alexander, sem gerði betur en Luke Humphries og tókst að vinna tvo leggi gegn Littler. „Já, ég er bara mjög sáttur. Hann tók einn ellefu pílna og einn tíu pílna leik, sem er svona nánast ómögulegt að sigra, en ég gerði mitt besta og er helvíti sáttur með það. Ég tapaði 5-2 fyrir honum, hann var á 108 meðalskori, það er dálítið erfitt að standa í því. Ég var með meðalskorið 92 og held að ég hefði sigrað flesta á mótinu ef ég hefði átt þannig leik á móti þeim.“ „Á eftir að komast allavega á topp sextán“ Það fylgir þó sögunni að Luke Littler fór ekki alla leið á mótinu, eins og flestallir bjuggust við, hann tapaði 6-5 í oddaleik í undanúrslitum fyrir Beau Greaves sem mun mæta ríkjandi heimsmeistara ungmenna, Gian van Veen, í úrslitaleik í nóvember. „Ég er hissa að hún sé ekki búin að reyna við tour card miklu fyrr, þetta er leikmaður sem á eftir að komast allavega á topp sextán í heiminum“ segir Alexander um Beau Greaves. Álftanesið í kvöld og Úrvalsdeildin hefst bráðum Eftir að hafa glímt við einn besta pílukastara heims taka nú önnur verkefni við hjá Alexander, sem ekki bara pílukastari heldur körfuboltamaður líka og spilar með liði Grindavíkur í Bónus deildinni. „Jájá, það er bara Álftanesið [í kvöld]. Síðan er maður að undirbúa sig fyrir úrvalsdeildina [í pílukasti] sem byrjar 25. október. Þetta er svolítið þannig, maður nær að kasta aðeins fyrir æfingu, fer svo á körfuboltaæfingu og kastar kannski aðeins þegar maður kemur heim. Svolítið busy dagar.“ „Þetta helst í hendur, ég hef alltaf sagt það, svipaðar hreyfingar. Maður þarf að fylgja pílunni í gegn, vera rólegur og yfirvegaður, en þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi líkamlegt álag“ segir Alexander um tengslin milli pílu og körfubolta. DeAndre Kane kann ekkert í pílukasti Liðsfélagar hans í körfuboltaliði Grindavíkur eru líka duglegir að keppa við hann í pílukasti og einn þeirra hefur meira að segja unnið Alexander. DeAndre Kane er hins vegar versti pílukastari Grindavíkur og þó víðar væri leitað. „Ég tapaði fyrir einum… Við skulum ekki tala meira um það“ segir Alexander hlæjandi. „DeAndre Kane er langverstur í pílu, eins og hann er góður í körfubolta, hann nær varla að hitta spjaldið. Þetta snýst svolítið við í pílunni, þar fæ ég að láta hann heyra það og hann fær að láta mig heyra það í körfunni.“ Pílukast Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Alexander mætti vongóður til Wigan á Englandi, þar sem heimsmeistaramót ungmenna í pílukasti fór fram, en varð fljótt ljóst að verkefnið yrði ansi erfitt, því hann dróst í riðil með heimsmeistara fullorðinna. „Eftir að hann vann Luke Humphries [6-1] á Grand Prix þá tilkynnir hann að hann ætli að spila daginn eftir á heimsmeistaramóti ungmenna, það var smá spenna fyrir alla“ sagði Alexander, sem gerði betur en Luke Humphries og tókst að vinna tvo leggi gegn Littler. „Já, ég er bara mjög sáttur. Hann tók einn ellefu pílna og einn tíu pílna leik, sem er svona nánast ómögulegt að sigra, en ég gerði mitt besta og er helvíti sáttur með það. Ég tapaði 5-2 fyrir honum, hann var á 108 meðalskori, það er dálítið erfitt að standa í því. Ég var með meðalskorið 92 og held að ég hefði sigrað flesta á mótinu ef ég hefði átt þannig leik á móti þeim.“ „Á eftir að komast allavega á topp sextán“ Það fylgir þó sögunni að Luke Littler fór ekki alla leið á mótinu, eins og flestallir bjuggust við, hann tapaði 6-5 í oddaleik í undanúrslitum fyrir Beau Greaves sem mun mæta ríkjandi heimsmeistara ungmenna, Gian van Veen, í úrslitaleik í nóvember. „Ég er hissa að hún sé ekki búin að reyna við tour card miklu fyrr, þetta er leikmaður sem á eftir að komast allavega á topp sextán í heiminum“ segir Alexander um Beau Greaves. Álftanesið í kvöld og Úrvalsdeildin hefst bráðum Eftir að hafa glímt við einn besta pílukastara heims taka nú önnur verkefni við hjá Alexander, sem ekki bara pílukastari heldur körfuboltamaður líka og spilar með liði Grindavíkur í Bónus deildinni. „Jájá, það er bara Álftanesið [í kvöld]. Síðan er maður að undirbúa sig fyrir úrvalsdeildina [í pílukasti] sem byrjar 25. október. Þetta er svolítið þannig, maður nær að kasta aðeins fyrir æfingu, fer svo á körfuboltaæfingu og kastar kannski aðeins þegar maður kemur heim. Svolítið busy dagar.“ „Þetta helst í hendur, ég hef alltaf sagt það, svipaðar hreyfingar. Maður þarf að fylgja pílunni í gegn, vera rólegur og yfirvegaður, en þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi líkamlegt álag“ segir Alexander um tengslin milli pílu og körfubolta. DeAndre Kane kann ekkert í pílukasti Liðsfélagar hans í körfuboltaliði Grindavíkur eru líka duglegir að keppa við hann í pílukasti og einn þeirra hefur meira að segja unnið Alexander. DeAndre Kane er hins vegar versti pílukastari Grindavíkur og þó víðar væri leitað. „Ég tapaði fyrir einum… Við skulum ekki tala meira um það“ segir Alexander hlæjandi. „DeAndre Kane er langverstur í pílu, eins og hann er góður í körfubolta, hann nær varla að hitta spjaldið. Þetta snýst svolítið við í pílunni, þar fæ ég að láta hann heyra það og hann fær að láta mig heyra það í körfunni.“
Pílukast Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira