Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað 15. október 2025 10:01 Nú er rykið að setjast á Gaza. Við blasir gríðarleg eyðilegging sem tvö ár af vopnuðum átökum hafa skilið eftir sig. Og í henni miðri eru örmagna almennir borgarar sem hafa upplifað ólýsanlegar þjáningar og missi og búið við stöðugan ótta undir þyt orrustuþota, dróna og sprengjuregns. Talið er að um 70 þúsund manns hafi týnt lífi í átökunum, þar af að minnsta kosti 20 þúsund börn. Að minnsta kosti þúsund barnanna voru innan við árs gömul. Um 450 þeirra fæddust í stríði og dóu í stríði. Tugþúsundir íbúa Gaza hafa særst, þar af yfir 40 þúsund börn að talið er. Um helmingur þeirra hefur hlotið varanlegan skaða. Börn hafa því ekki aðeins misst heimili sín á Gaza heldur mörg hver útlimi, sjón eða heyrn. Þau hafa auk þess, líkt og flestir hinna fullorðnu, orðið fyrir miklu áfalli og þurfa nauðsynlega á sálrænum stuðningi að halda. Sorgin hefur snert líf allra sem eftir lifa. Nú þegar samkomulag um vopnahlé á Gaza er í höfn er stærsta mannúðaraðgerð frá síðari heimsstyrjöld hafin. Í henni munu Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn gegna formlegu lykilhlutverki ásamt stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Mjög takmarkaðri aðstoð hefur verið hleypt inn á Gaza mánuðum saman og hungursneyð hefur geisað. Brýnast er að koma mat, vatni og skjóli til viðkvæmustu hópanna. Þannig má bjarga fjölda mannslífa. Sem dæmi um umfang aðgerðanna þarf að aðstoða 1,85 milljónir manna sem misst hafa heimili sín að komast í skjól. Til þess verkefnis þarf gríðarlegan fjölda af tjöldum. Einnig þarf að reisa sjúkrahús í tjöldum og koma upp hreinlætisaðstöðu og vatnshreinsikerfum. Sendifulltrúar á vegum Rauða krossins frá ýmsum löndum verða kvaddir á vettvang til að sinna þessum verkefnum og hlúa að fólki, bæði á líkama og sál. Landsfélög Rauða hálfmánans í nágrannalöndum munu sinna margvíslegum og brýnum verkefnum. Egypski Rauði hálfmáninn er nú þegar í lykilhlutverki meðal hjálparstofnana við að flytja mannúðaraðstoð inn á Gaza. Undanfarið hafa um 100 flutningabílar fengið aðgang á viku en nú þurfa þeir að vera 400-600 á hverjum einasta degi. Til að tryggja nægt og stöðugt innflæði hjálpargagna þurfa hátt í 3.000 flutningabílar að vera til reiðu. Jórdanski Rauði hálfmáninn flytur særð börn og alvarlega slasaða frá Gaza og sinnir þeim á sjúkrahúsum í Jórdaníu. Palestínski Rauði hálfmáninn og Alþjóðaráð Rauða krossins gegna svo mikilvægu hlutverki innan Gaza við að veita heilbrigðisþjónustu og aðra neyðaraðstoð. Þetta risavaxna verkefni kann að virðast yfirþyrmandi en við erum staðráðin í að leggja okkur öll fram og nota allar þær bjargir sem við höfum til að sinna því af kostgæfni með mannúðina að leiðarljósi. Í því skyni hefur Rauði krossinn á Íslandi hafið neyðarsöfnun fyrir Gaza. Við hvetjum landsmenn, fyrirtæki og stjórnvöld til að leggja söfnuninni lið. Aðeins með sameiginlegu stórátaki getum við mætt þörfum fólksins og stutt það til að byggja upp líf sitt að nýju. Sýnum í verki að við erum öll með mannúðinni í liði. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Félagasamtök Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nú er rykið að setjast á Gaza. Við blasir gríðarleg eyðilegging sem tvö ár af vopnuðum átökum hafa skilið eftir sig. Og í henni miðri eru örmagna almennir borgarar sem hafa upplifað ólýsanlegar þjáningar og missi og búið við stöðugan ótta undir þyt orrustuþota, dróna og sprengjuregns. Talið er að um 70 þúsund manns hafi týnt lífi í átökunum, þar af að minnsta kosti 20 þúsund börn. Að minnsta kosti þúsund barnanna voru innan við árs gömul. Um 450 þeirra fæddust í stríði og dóu í stríði. Tugþúsundir íbúa Gaza hafa særst, þar af yfir 40 þúsund börn að talið er. Um helmingur þeirra hefur hlotið varanlegan skaða. Börn hafa því ekki aðeins misst heimili sín á Gaza heldur mörg hver útlimi, sjón eða heyrn. Þau hafa auk þess, líkt og flestir hinna fullorðnu, orðið fyrir miklu áfalli og þurfa nauðsynlega á sálrænum stuðningi að halda. Sorgin hefur snert líf allra sem eftir lifa. Nú þegar samkomulag um vopnahlé á Gaza er í höfn er stærsta mannúðaraðgerð frá síðari heimsstyrjöld hafin. Í henni munu Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn gegna formlegu lykilhlutverki ásamt stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Mjög takmarkaðri aðstoð hefur verið hleypt inn á Gaza mánuðum saman og hungursneyð hefur geisað. Brýnast er að koma mat, vatni og skjóli til viðkvæmustu hópanna. Þannig má bjarga fjölda mannslífa. Sem dæmi um umfang aðgerðanna þarf að aðstoða 1,85 milljónir manna sem misst hafa heimili sín að komast í skjól. Til þess verkefnis þarf gríðarlegan fjölda af tjöldum. Einnig þarf að reisa sjúkrahús í tjöldum og koma upp hreinlætisaðstöðu og vatnshreinsikerfum. Sendifulltrúar á vegum Rauða krossins frá ýmsum löndum verða kvaddir á vettvang til að sinna þessum verkefnum og hlúa að fólki, bæði á líkama og sál. Landsfélög Rauða hálfmánans í nágrannalöndum munu sinna margvíslegum og brýnum verkefnum. Egypski Rauði hálfmáninn er nú þegar í lykilhlutverki meðal hjálparstofnana við að flytja mannúðaraðstoð inn á Gaza. Undanfarið hafa um 100 flutningabílar fengið aðgang á viku en nú þurfa þeir að vera 400-600 á hverjum einasta degi. Til að tryggja nægt og stöðugt innflæði hjálpargagna þurfa hátt í 3.000 flutningabílar að vera til reiðu. Jórdanski Rauði hálfmáninn flytur særð börn og alvarlega slasaða frá Gaza og sinnir þeim á sjúkrahúsum í Jórdaníu. Palestínski Rauði hálfmáninn og Alþjóðaráð Rauða krossins gegna svo mikilvægu hlutverki innan Gaza við að veita heilbrigðisþjónustu og aðra neyðaraðstoð. Þetta risavaxna verkefni kann að virðast yfirþyrmandi en við erum staðráðin í að leggja okkur öll fram og nota allar þær bjargir sem við höfum til að sinna því af kostgæfni með mannúðina að leiðarljósi. Í því skyni hefur Rauði krossinn á Íslandi hafið neyðarsöfnun fyrir Gaza. Við hvetjum landsmenn, fyrirtæki og stjórnvöld til að leggja söfnuninni lið. Aðeins með sameiginlegu stórátaki getum við mætt þörfum fólksins og stutt það til að byggja upp líf sitt að nýju. Sýnum í verki að við erum öll með mannúðinni í liði. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar