Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar 15. október 2025 07:31 Skólamál hafa á undanförnum vikum, mánuðum og árum verið umfangsmikil í samfélagsumræðunni hér á landi. Það er vel, enda er menntun fjárfesting í framtíðinni. Menntun er lykillinn að tækifærum, grunnur að velferð og forsenda þess að Ísland verði áfram samfélag þar sem hver og einn fær að vaxa og dafna. Menntun snýst ekki aðeins um skóla, kennslu eða námsmat. Hún snýst um börnin sjálf – um líðan þeirra, hvatningu og tækifæri til að verða þau sem þau vilja vera. Þegar við fjárfestum í skólakerfinu, fjárfestum við í framtíðinni. Stöðugleiki og fagmennska í kennslu eru ekki bara hugtök á blaði – þau eru grundvallarþættir í líðan, námi og árangri barna. Þar sem kennarar fá að blómstra, þar dafna börn. Þar verður samfélagið sterkara. Það hefur sýnt sig að þjóðir sem virða kennarastéttina, tryggja henni gott starfsumhverfi, laun og traust, ná meiri árangri í menntun og búa við meira jafnrétti. Við höfum farið yfir mikilvægi fjárfestingar í kennurum til að efla fagmennsku og stöðugleika allra skólagerða, í kjölfar samtals og samstarfs lykilaðila. Sú varða sem var lögð síðasta vetur, og var byggð á samtali, er sú sem skilar mestum árangri. Virk þátttaka kennara, ráðgjafa og stjórnenda í umræðum um ólíka þætti skólastarfs skiptir máli. Þannig náum við að koma saman og móta sameiginlega sýn um framtíðina og hlutverk allra lykilaðila skólastarfs. Tenging draums og veruleika Við höfum kallað það verkefni sem við viljum leggja til í umræðuna nú „Mótum framtíðina saman“. Það byggir á forvitni og von okkar allra. Börn og unglingar sem skrifa „Ég eftir 20 ár“ minna okkur á að framtíðin er ekki fjarlæg draumsýn – hún byrjar hér og nú. Þegar barnið sem dreymir um að verða hjúkrunarfræðingur, smiður eða flugmaður stendur frammi fyrir kennara sem kveikir neista, þá er framtíðin að taka á sig mynd. Það er þessi tenging milli draums og veruleika sem kennarar skapa. Framtíð Íslands er björt þar sem manneskjur framtíðarinnar fá að vaxa við öflugt skólastarf og við sem samfélag stöndum að baki þeim sem kenna, leiða og styðja börnin okkar á þeirri leið. Saman fyrir börnin, framtíðina og samfélagið Þess vegna er hlutverk kennara, ráðgjafa og stjórnenda í ólíkum skólagerðum svo ómetanlegt. Þeir skapa vettvang þar sem hæfileikar barna fá að njóta sín, þar sem trú á eigin getu rætist og þar sem draumar um framtíðina verða að raunverulegum möguleikum. Samfélag sem hlúir vel að börnum sínum, veitir þeim jöfn tækifæri og tryggir kennurum svigrúm til að sinna starfi sínu af metnaði, byggir á sterkum grunni. Það samfélag verður ekki aðeins menntað – það verður réttlátt, skapandi og mannlegt. Samstaða sem mótar framtíðina Í kjölfar langrar baráttu fyrir jöfnuði, virðingu og bættum kjörum hefur íslensk kennarastétt sýnt að samstaðan er hennar sterkasta afl. Hún er afl sem getur breytt viðhorfum, skilað árangri og skapað nýja framtíðarsýn. Við leggjum mikla áherslu á að samfélagið í heild sé hluti af þeirri samstöðu. Að samfélagið haldi áfram að standa með kennurum, styðji við menntun og minni okkur á að hvert barn sem fær tækifæri til að blómstra er sigur fyrir allt samfélagið. Það má ekki líta á menntun sem útgjöld – menntun er fjárfesting. Hún er aðgangur að velferð, jöfnuði og mannréttindum. Hún er brú milli kynslóða, milli drauma og veruleika. Mótum framtíðina saman Við sjáum ekki inn í framtíðina, en við vitum að hún kemur. Við vitum líka, af reynslu, að hún verður betri ef við bregðumst við saman. Kennarasamband Íslands talar til þjóðarinnar – ekki aðeins kennara. Við erum öll í þessu liði. Við mótum framtíðina saman með því að virða, hlusta, styðja og fjárfesta í þeim sem leiða börnin okkar inn í framtíðina. Framtíð Íslands er björt þegar við mótum hana saman. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Skóla- og menntamál Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Skólamál hafa á undanförnum vikum, mánuðum og árum verið umfangsmikil í samfélagsumræðunni hér á landi. Það er vel, enda er menntun fjárfesting í framtíðinni. Menntun er lykillinn að tækifærum, grunnur að velferð og forsenda þess að Ísland verði áfram samfélag þar sem hver og einn fær að vaxa og dafna. Menntun snýst ekki aðeins um skóla, kennslu eða námsmat. Hún snýst um börnin sjálf – um líðan þeirra, hvatningu og tækifæri til að verða þau sem þau vilja vera. Þegar við fjárfestum í skólakerfinu, fjárfestum við í framtíðinni. Stöðugleiki og fagmennska í kennslu eru ekki bara hugtök á blaði – þau eru grundvallarþættir í líðan, námi og árangri barna. Þar sem kennarar fá að blómstra, þar dafna börn. Þar verður samfélagið sterkara. Það hefur sýnt sig að þjóðir sem virða kennarastéttina, tryggja henni gott starfsumhverfi, laun og traust, ná meiri árangri í menntun og búa við meira jafnrétti. Við höfum farið yfir mikilvægi fjárfestingar í kennurum til að efla fagmennsku og stöðugleika allra skólagerða, í kjölfar samtals og samstarfs lykilaðila. Sú varða sem var lögð síðasta vetur, og var byggð á samtali, er sú sem skilar mestum árangri. Virk þátttaka kennara, ráðgjafa og stjórnenda í umræðum um ólíka þætti skólastarfs skiptir máli. Þannig náum við að koma saman og móta sameiginlega sýn um framtíðina og hlutverk allra lykilaðila skólastarfs. Tenging draums og veruleika Við höfum kallað það verkefni sem við viljum leggja til í umræðuna nú „Mótum framtíðina saman“. Það byggir á forvitni og von okkar allra. Börn og unglingar sem skrifa „Ég eftir 20 ár“ minna okkur á að framtíðin er ekki fjarlæg draumsýn – hún byrjar hér og nú. Þegar barnið sem dreymir um að verða hjúkrunarfræðingur, smiður eða flugmaður stendur frammi fyrir kennara sem kveikir neista, þá er framtíðin að taka á sig mynd. Það er þessi tenging milli draums og veruleika sem kennarar skapa. Framtíð Íslands er björt þar sem manneskjur framtíðarinnar fá að vaxa við öflugt skólastarf og við sem samfélag stöndum að baki þeim sem kenna, leiða og styðja börnin okkar á þeirri leið. Saman fyrir börnin, framtíðina og samfélagið Þess vegna er hlutverk kennara, ráðgjafa og stjórnenda í ólíkum skólagerðum svo ómetanlegt. Þeir skapa vettvang þar sem hæfileikar barna fá að njóta sín, þar sem trú á eigin getu rætist og þar sem draumar um framtíðina verða að raunverulegum möguleikum. Samfélag sem hlúir vel að börnum sínum, veitir þeim jöfn tækifæri og tryggir kennurum svigrúm til að sinna starfi sínu af metnaði, byggir á sterkum grunni. Það samfélag verður ekki aðeins menntað – það verður réttlátt, skapandi og mannlegt. Samstaða sem mótar framtíðina Í kjölfar langrar baráttu fyrir jöfnuði, virðingu og bættum kjörum hefur íslensk kennarastétt sýnt að samstaðan er hennar sterkasta afl. Hún er afl sem getur breytt viðhorfum, skilað árangri og skapað nýja framtíðarsýn. Við leggjum mikla áherslu á að samfélagið í heild sé hluti af þeirri samstöðu. Að samfélagið haldi áfram að standa með kennurum, styðji við menntun og minni okkur á að hvert barn sem fær tækifæri til að blómstra er sigur fyrir allt samfélagið. Það má ekki líta á menntun sem útgjöld – menntun er fjárfesting. Hún er aðgangur að velferð, jöfnuði og mannréttindum. Hún er brú milli kynslóða, milli drauma og veruleika. Mótum framtíðina saman Við sjáum ekki inn í framtíðina, en við vitum að hún kemur. Við vitum líka, af reynslu, að hún verður betri ef við bregðumst við saman. Kennarasamband Íslands talar til þjóðarinnar – ekki aðeins kennara. Við erum öll í þessu liði. Við mótum framtíðina saman með því að virða, hlusta, styðja og fjárfesta í þeim sem leiða börnin okkar inn í framtíðina. Framtíð Íslands er björt þegar við mótum hana saman. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun