Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar 11. október 2025 07:30 Í tilefni umræðu síðustu daga um veika stöðu verka Halldórs Laxness og Íslendingasagna í framhaldsskólum langar mig fyrir hönd íslenskudeildar í Fjölbrautaskólanum við Ármúla að koma nokkrum atriðum á framfæri. Rétt er að taka fram að tilgangur þessara skrifa er hvorki að ræða þverrandi lesskilning íslenskra ungmenna né að rökstyðja mikilvægi þess að þessum bókmenntum sé sinnt í framhaldsskólunum. Það er efni í aðra grein. Hér er aðeins ætlunin að upplýsa lesendur um hver staðan er í FÁ. Í FÁ hefur Sjálfstætt fólk lengi verið lesin í heild í síðasta kjarnaáfanga í íslensku. Þótt mér sé það ekki alveg kunnugt þá kæmi mér ekki á óvart að sagan hafi verið skyldulesning alveg frá því að skólinn var formlega stofnaður árið 1981. Á yfirstandandi önn var hins vegar ákveðið að breyta til í áfanganum. Sjálfstætt fólk er ekki lengur skyldulesning en í staðinn eru þrjár vikur í upphafi annar helgaðar verkum Laxness. Á þessum þremur vikum kynna nemendur sér líf og feril skáldsins, lesa ljóð eftir hann, kafla úr Alþýðubókinni, smásögu og heimsækja heimili hans að Gljúfrasteini. Að því loknu geta þeir valið að lesa kjörbók eftir Laxness eða aðrar kanónur í íslenskri bókmenntasögu 20. aldar. Gaman er að segja frá því að margir nemendur hafa kosið að lesa bók eftir Laxness, þar á meðal Vefarann mikla frá Kasmír og Sjálfstætt fólk. Rétt er að nefna að auk Sjálfstæðs fólks var Íslandsklukkan lengi lesin við skólann. Hún var hins vegar tekin af leslista í kjölfar styttingar námstíma til stúdentsprófs og þeirra breytinga á námskrá sem henni fylgdu. Hvað Íslendingasögur snertir þá er Njála lesin á haustönn í kjarnaáfanga og Egla á vorönn. Nemendur mega lesa kristnitökukaflana í Njálu lauslega enda eru þeir innskot í meginsöguna og efnið kunnuglegt. Þá er venjan sú að sleppa þeim köflum Njálu sem fjalla um málatilbúnaðinn á Alþingi eftir brennu enda eru þeir býsna tyrfnir. Við höfum líka í seinni tíð sleppt því að láta nemendur lesa lokakaflana um hefndir Kára eftir brennu. Í staðinn lesa nemendur útdrætti um efni þeirra kafla. Egla er hins vegar öll lesin en mismikið farið í kveðskapinn. Höfundur er deildarstjóri íslenskudeildar í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Halldór Laxness Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Í tilefni umræðu síðustu daga um veika stöðu verka Halldórs Laxness og Íslendingasagna í framhaldsskólum langar mig fyrir hönd íslenskudeildar í Fjölbrautaskólanum við Ármúla að koma nokkrum atriðum á framfæri. Rétt er að taka fram að tilgangur þessara skrifa er hvorki að ræða þverrandi lesskilning íslenskra ungmenna né að rökstyðja mikilvægi þess að þessum bókmenntum sé sinnt í framhaldsskólunum. Það er efni í aðra grein. Hér er aðeins ætlunin að upplýsa lesendur um hver staðan er í FÁ. Í FÁ hefur Sjálfstætt fólk lengi verið lesin í heild í síðasta kjarnaáfanga í íslensku. Þótt mér sé það ekki alveg kunnugt þá kæmi mér ekki á óvart að sagan hafi verið skyldulesning alveg frá því að skólinn var formlega stofnaður árið 1981. Á yfirstandandi önn var hins vegar ákveðið að breyta til í áfanganum. Sjálfstætt fólk er ekki lengur skyldulesning en í staðinn eru þrjár vikur í upphafi annar helgaðar verkum Laxness. Á þessum þremur vikum kynna nemendur sér líf og feril skáldsins, lesa ljóð eftir hann, kafla úr Alþýðubókinni, smásögu og heimsækja heimili hans að Gljúfrasteini. Að því loknu geta þeir valið að lesa kjörbók eftir Laxness eða aðrar kanónur í íslenskri bókmenntasögu 20. aldar. Gaman er að segja frá því að margir nemendur hafa kosið að lesa bók eftir Laxness, þar á meðal Vefarann mikla frá Kasmír og Sjálfstætt fólk. Rétt er að nefna að auk Sjálfstæðs fólks var Íslandsklukkan lengi lesin við skólann. Hún var hins vegar tekin af leslista í kjölfar styttingar námstíma til stúdentsprófs og þeirra breytinga á námskrá sem henni fylgdu. Hvað Íslendingasögur snertir þá er Njála lesin á haustönn í kjarnaáfanga og Egla á vorönn. Nemendur mega lesa kristnitökukaflana í Njálu lauslega enda eru þeir innskot í meginsöguna og efnið kunnuglegt. Þá er venjan sú að sleppa þeim köflum Njálu sem fjalla um málatilbúnaðinn á Alþingi eftir brennu enda eru þeir býsna tyrfnir. Við höfum líka í seinni tíð sleppt því að láta nemendur lesa lokakaflana um hefndir Kára eftir brennu. Í staðinn lesa nemendur útdrætti um efni þeirra kafla. Egla er hins vegar öll lesin en mismikið farið í kveðskapinn. Höfundur er deildarstjóri íslenskudeildar í Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar