Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar 10. október 2025 08:32 Þann tíma sem ég hef setið á þingi hef ég lagt fram nokkur mál sem hafa þann einfalda en mikilvæga tilgang að vilja aðstoða fólk við að eignast börn. Það er ekki öllum gefið og reynist ýmsum erfitt og þá þarf fólk að leita á náðir tækninnar. Sem betur fer erum við svo lánsöm að eiga þá tækni en regluramminn gerir fólki óþarflega erfitt fyrir. Nokkur mál í þessum viðkvæma málaflokki hafa þokast áfram undanfarin ár sem ég er glöð af hafa átt minn þátt í en betur má ef duga skal. Ég mun því mæla fyrir máli bráðlega hvað varðar greiðsluþátttöku ríkisins í því kostnaðarsama ferli sem tæknifrjóvgun er bæði hérlendis og erlendis, og hvernig sú niðurgreiðsla ríkisins getur verið bæði skynsamlegri og sanngjarnari en í núgildandi kerfi. Annað er það mál sem ég mælti fyrir í fjórða sinn á þingi í gær sem lýtur að því að reglurnar séu fólki meira til aðstoðar þegar engin ástæða er til annars. Aukum frelsi og sjálfsákvörðunarrétt sambúðarskyldu Málið snýst að einum þætti um að auka frelsi og sjálfsákvörðunarrétt fólks með því að aftengja skyldu til sambúðar fyrir það fólk sem hyggst leita sér tæknifrjóvgunar. Við vitum sem er að úti í samfélaginu, til að mynda á börum bæjarins með öllu tilheyrandi, er hið opinbera ekki að skipta sér af því hverjir eignast barn saman. Það er því engin ástæðu til að hið opinbera þurfi að skipta sér af því að ef fólk þarf aðstoð við að eignast barn verði það að vera í sambúð. Réttindi barnsins kýrskýr Í slíkum aðstæðum þyrfti þó alltaf að passa upp á réttindi barnsins. Það er því skýrt tekið á því í frumvarpinu að ef fólk sem er ekki í sambúð eða hjónabandi vill eignast barn saman þá verður að fylgja með vottað samþykki tilvonandi foreldra af til þess bærum yfirvöldum. Ég þykist vita af þessum anga málsins hefur verið mætt með áhyggjum af hagsmunum barnsins. Ég geri ekki lítið úr þeirri gagnrýni en hún kemur mér þó ekki á óvart. Í þau 30 ár sem þessi löggjöf hefur verið að þróast hefur hún bæði breyst mikið og henni alltaf fylgt áhyggjur. Löggjöfin fer batnandi Samkynhneigðir máttu til að mynda lengi vel ekki fara í tæknifrjóvgun, einstæðar mæður ekki heldur og systir viðkomandi tilvonandi móður mátti ekki gefa henni eggið sitt; öll þessi atriði höfðu það eitt sameiginlegt að fólk hafði áhyggjur af hagsmunum barnanna í þessum aðstæðum. Svo þróast lífið og viðmiðin breytast og við sjáum smám saman að óttinn var ástæðulaus. Það er enda mín bjargfasta trú að það fólk sem vill svo gjarnan verða foreldrar að það er til í að leggja á sig öll þau óþægindi og kostnað við að fara í tæknifrjóvgun, gera það aldrei að leik sínum. Ég trúi því líka að þeir sem vilja svo gjarnan verða foreldrar, verða góðir foreldrar. Gefum fósturvísa þeim sem þurfa Annar þáttur frumvarpsins er að afnema algert bann núgildandi laga við að gefa fósturvísa. Það eru engin haldbær rök fyrir því að annars vegar megi gefa sæði og hins vegar egg en ekki megi gefa sæði og egg sem þegar það er orðið að lífvænlegum fósturvísi. Þrátt fyrir að blessunarlega séu það ekki margir sem eru í þessari stöðu að þurfa fósturvísi en ekki eingöngu kynfrumur, þá er fyrir það fólk í þeirri stöðu dýrmætara en gull að fá þá aðstoð. Ég vona að frumvarpið nái fram að ganga en ef ég þarf að flytja það í fimmta sinn þá mun ég gera það. Ríkið og reglur þess eiga að aðstoða fólk við að búa til börn, ekki gera þeim það óþarflega erfitt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Hildur Sverrisdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann tíma sem ég hef setið á þingi hef ég lagt fram nokkur mál sem hafa þann einfalda en mikilvæga tilgang að vilja aðstoða fólk við að eignast börn. Það er ekki öllum gefið og reynist ýmsum erfitt og þá þarf fólk að leita á náðir tækninnar. Sem betur fer erum við svo lánsöm að eiga þá tækni en regluramminn gerir fólki óþarflega erfitt fyrir. Nokkur mál í þessum viðkvæma málaflokki hafa þokast áfram undanfarin ár sem ég er glöð af hafa átt minn þátt í en betur má ef duga skal. Ég mun því mæla fyrir máli bráðlega hvað varðar greiðsluþátttöku ríkisins í því kostnaðarsama ferli sem tæknifrjóvgun er bæði hérlendis og erlendis, og hvernig sú niðurgreiðsla ríkisins getur verið bæði skynsamlegri og sanngjarnari en í núgildandi kerfi. Annað er það mál sem ég mælti fyrir í fjórða sinn á þingi í gær sem lýtur að því að reglurnar séu fólki meira til aðstoðar þegar engin ástæða er til annars. Aukum frelsi og sjálfsákvörðunarrétt sambúðarskyldu Málið snýst að einum þætti um að auka frelsi og sjálfsákvörðunarrétt fólks með því að aftengja skyldu til sambúðar fyrir það fólk sem hyggst leita sér tæknifrjóvgunar. Við vitum sem er að úti í samfélaginu, til að mynda á börum bæjarins með öllu tilheyrandi, er hið opinbera ekki að skipta sér af því hverjir eignast barn saman. Það er því engin ástæðu til að hið opinbera þurfi að skipta sér af því að ef fólk þarf aðstoð við að eignast barn verði það að vera í sambúð. Réttindi barnsins kýrskýr Í slíkum aðstæðum þyrfti þó alltaf að passa upp á réttindi barnsins. Það er því skýrt tekið á því í frumvarpinu að ef fólk sem er ekki í sambúð eða hjónabandi vill eignast barn saman þá verður að fylgja með vottað samþykki tilvonandi foreldra af til þess bærum yfirvöldum. Ég þykist vita af þessum anga málsins hefur verið mætt með áhyggjum af hagsmunum barnsins. Ég geri ekki lítið úr þeirri gagnrýni en hún kemur mér þó ekki á óvart. Í þau 30 ár sem þessi löggjöf hefur verið að þróast hefur hún bæði breyst mikið og henni alltaf fylgt áhyggjur. Löggjöfin fer batnandi Samkynhneigðir máttu til að mynda lengi vel ekki fara í tæknifrjóvgun, einstæðar mæður ekki heldur og systir viðkomandi tilvonandi móður mátti ekki gefa henni eggið sitt; öll þessi atriði höfðu það eitt sameiginlegt að fólk hafði áhyggjur af hagsmunum barnanna í þessum aðstæðum. Svo þróast lífið og viðmiðin breytast og við sjáum smám saman að óttinn var ástæðulaus. Það er enda mín bjargfasta trú að það fólk sem vill svo gjarnan verða foreldrar að það er til í að leggja á sig öll þau óþægindi og kostnað við að fara í tæknifrjóvgun, gera það aldrei að leik sínum. Ég trúi því líka að þeir sem vilja svo gjarnan verða foreldrar, verða góðir foreldrar. Gefum fósturvísa þeim sem þurfa Annar þáttur frumvarpsins er að afnema algert bann núgildandi laga við að gefa fósturvísa. Það eru engin haldbær rök fyrir því að annars vegar megi gefa sæði og hins vegar egg en ekki megi gefa sæði og egg sem þegar það er orðið að lífvænlegum fósturvísi. Þrátt fyrir að blessunarlega séu það ekki margir sem eru í þessari stöðu að þurfa fósturvísi en ekki eingöngu kynfrumur, þá er fyrir það fólk í þeirri stöðu dýrmætara en gull að fá þá aðstoð. Ég vona að frumvarpið nái fram að ganga en ef ég þarf að flytja það í fimmta sinn þá mun ég gera það. Ríkið og reglur þess eiga að aðstoða fólk við að búa til börn, ekki gera þeim það óþarflega erfitt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar