Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2025 07:51 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir fulla ástæðu til að hafa umtalsverðar áhyggjur af vanfjármögnun lögbundinna verkefna spítalans. Þetta kemur fram í umsögn Landspítalans um fjárlagafrumvarpið 2026 en þar segir meðal annars að þrátt fyrir nýja fjármögnun á sviði geð- og rannsóknarþjónustu, sé nokkurt bil billi fjárþarfar spítalans og þeirra fjárveitinga sem gert er ráð fyrir. Þar muni mestu um ófullnægjandi fjármögnun á nýjum kjarasamningi við lækna, þar sem spítalinn segir vanta um það bil 1,5 milljarð króna upp á, og á nýrri bráðamatsdeild í Fossvogi. Runólfur segir í umsögninni að óumflýjanlega muni þetta koma niður á menntunar- og vísindastarfi spítalans, sem sé miður. Spítalinn muni eftir sem áður leita allra leiða til að halda sig innan fjárheimilda og tryggja að fjárskorturinn komi ekki niður á þjónustu við sjúklinga. Í umsögninni segir að breytt aldurssamsetning þjóðarinnar og mannfjöldaspá til næstu ára kalli á viðvarandi vöxt í starfsemi Landspítalans. Að óbreyttu þurfi fjárveitingar að aukast um að lágmarki 2,7 prósent árlega til að halda í við eftirspurn eftir þjónustu. „Í frumvarpinu eru ýmis ný sérgreind verkefni fjármögnuð, einkum á sviði geðþjónustu en einnig nýjungar innan rannsóknarþjónustu. Þetta er mikilvægur stuðningur við umfangsmikið hlutverk spítalans,“ segir um fjárlagafrumvarpið. Raunvöxtur til Landspítala sé hins vegar 1,8 prósent á rekstrarlið, sem sé lægri en sem nemur fólksfjölgun og þá sé á sama tíma gerð hagræðingarkrafa um 0,7 prósent, sem beint sé að innkaupum á vörum og þjónustu. „Landspítali telur það mat á fjárþörf spítalans sem endurspeglast í frumvarpinu því nokkuð frá brýnni þörf á fjármögnun til að unnt sé að halda úti lögbundnu hlutverki hans.“ Kjarasamningur, viðhald og tækjakaup „Brýnustu liðir“ eru taldir upp í umsögninni, þeirra á meðal áðurnefnd fjármögnun vegna kjarasamnings ríkisins við Læknafélag Íslands og hagræðingarkrafa vegna jafnlaunavottunar og innkaupa á rekstrarvörum og tækjum. Þá er komið inn á skort á samfélagslegum úrræðum sem hamla starfsemi Landspítalans, þar sem segir meðal annars að ein af stærstu áskorunum spítalans sé að geta ekki útskrifað sjúklinga þegar meðferð er lokið. Þótt árangur hafi náðst hafi að meðaltali 86 legurými verið í notkun á dag á þessu ári fyrir einstaklinga sem lokið hafa meðferð. Þar af séu um 31 legurými á bráðadeildum teppt. Þessi þrátláta staða skapi ógn við öryggi sjúklinga og álag á starfsfólk og mönnunarvanda. Í umsögninni er enn fremur lögð áhersla á að að samþykkt verði fjárveiting til að fjármagna hlut Landspítala vegna nýrra eininga, sem metinn sé á um milljarð á ári. Þá segir að brýn viðhaldsverkefni séu framundan sem séu ófjármögnuð, meðal annars lagfæringar á Landakoti, endurnýjun legudeildar á Hringbraut og ýmsar úrbætur í Fossvogi. Auk þess sé mikil uppsöfnuð þörf á endurnýjun tækjabúnaðar og fjölgun tækja, til dæmis línuhraðla til krabbameinsmeðferðar, æðaþræðingatækja, aðgerðaþjarka og fleira. Fjárlagafrumvarp 2026 Landspítalinn Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn Landspítalans um fjárlagafrumvarpið 2026 en þar segir meðal annars að þrátt fyrir nýja fjármögnun á sviði geð- og rannsóknarþjónustu, sé nokkurt bil billi fjárþarfar spítalans og þeirra fjárveitinga sem gert er ráð fyrir. Þar muni mestu um ófullnægjandi fjármögnun á nýjum kjarasamningi við lækna, þar sem spítalinn segir vanta um það bil 1,5 milljarð króna upp á, og á nýrri bráðamatsdeild í Fossvogi. Runólfur segir í umsögninni að óumflýjanlega muni þetta koma niður á menntunar- og vísindastarfi spítalans, sem sé miður. Spítalinn muni eftir sem áður leita allra leiða til að halda sig innan fjárheimilda og tryggja að fjárskorturinn komi ekki niður á þjónustu við sjúklinga. Í umsögninni segir að breytt aldurssamsetning þjóðarinnar og mannfjöldaspá til næstu ára kalli á viðvarandi vöxt í starfsemi Landspítalans. Að óbreyttu þurfi fjárveitingar að aukast um að lágmarki 2,7 prósent árlega til að halda í við eftirspurn eftir þjónustu. „Í frumvarpinu eru ýmis ný sérgreind verkefni fjármögnuð, einkum á sviði geðþjónustu en einnig nýjungar innan rannsóknarþjónustu. Þetta er mikilvægur stuðningur við umfangsmikið hlutverk spítalans,“ segir um fjárlagafrumvarpið. Raunvöxtur til Landspítala sé hins vegar 1,8 prósent á rekstrarlið, sem sé lægri en sem nemur fólksfjölgun og þá sé á sama tíma gerð hagræðingarkrafa um 0,7 prósent, sem beint sé að innkaupum á vörum og þjónustu. „Landspítali telur það mat á fjárþörf spítalans sem endurspeglast í frumvarpinu því nokkuð frá brýnni þörf á fjármögnun til að unnt sé að halda úti lögbundnu hlutverki hans.“ Kjarasamningur, viðhald og tækjakaup „Brýnustu liðir“ eru taldir upp í umsögninni, þeirra á meðal áðurnefnd fjármögnun vegna kjarasamnings ríkisins við Læknafélag Íslands og hagræðingarkrafa vegna jafnlaunavottunar og innkaupa á rekstrarvörum og tækjum. Þá er komið inn á skort á samfélagslegum úrræðum sem hamla starfsemi Landspítalans, þar sem segir meðal annars að ein af stærstu áskorunum spítalans sé að geta ekki útskrifað sjúklinga þegar meðferð er lokið. Þótt árangur hafi náðst hafi að meðaltali 86 legurými verið í notkun á dag á þessu ári fyrir einstaklinga sem lokið hafa meðferð. Þar af séu um 31 legurými á bráðadeildum teppt. Þessi þrátláta staða skapi ógn við öryggi sjúklinga og álag á starfsfólk og mönnunarvanda. Í umsögninni er enn fremur lögð áhersla á að að samþykkt verði fjárveiting til að fjármagna hlut Landspítala vegna nýrra eininga, sem metinn sé á um milljarð á ári. Þá segir að brýn viðhaldsverkefni séu framundan sem séu ófjármögnuð, meðal annars lagfæringar á Landakoti, endurnýjun legudeildar á Hringbraut og ýmsar úrbætur í Fossvogi. Auk þess sé mikil uppsöfnuð þörf á endurnýjun tækjabúnaðar og fjölgun tækja, til dæmis línuhraðla til krabbameinsmeðferðar, æðaþræðingatækja, aðgerðaþjarka og fleira.
Fjárlagafrumvarp 2026 Landspítalinn Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira