Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar 7. október 2025 14:02 Í velferðarsamfélagi er grundvallarforsenda að opinber kerfi séu hönnuð til að þjóna fólki á þeirra eigin forsendum. Sérstaklega á þetta við um þá sem standa höllum fæti, glíma við geðrænan vanda eða eru í viðkvæmri stöðu. Þegar kerfin bregðast þessum hópum, verður ekki aðeins um kerfislægt vandamál að ræða – heldur mannréttindabrot. Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum 2025, föstudaginn 10.október, erum við minnt á að það sé sérstaklega mikilvægt að styðja við geðheilsu fólks í viðkvæmum aðstæðum. Áföll í æsku tengjast aukinni hættu á geðrænum vandamálum síðar á lífsleiðinni. Rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun og stuðningur geta dregið úr áhrifum áfallasögu og styrkt geðheilsu barna og ungmenna til framtíðar. Snemmtæk íhlutun er ekki bara slagorð Samkvæmt aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum 2023–2027 er lögð áhersla á snemmtæk úrræði og samþætta þjónustu. Með því að grípa inn í snemma má draga úr alvarlegum afleiðingum geðraskana og styðja einstaklinga til betra lífs. Þetta á sérstaklega við um börn og ungmenni, þar sem snemmtæk íhlutun getur haft afgerandi áhrif á líðan og framtíð þeirra. Sem dæmi, ífrétt á Vísi kemur fram að um 2.500 börn bíða eftir þjónustu Geðheilsumiðstöðvar barna, og að bið eftir ADHD-greiningu geti verið allt að fimm ár. Slík bið er ekki aðeins óásættanleg – hún er brot á lögum um farsæld barna en farsældarkerfið á að mæta geðheilbrigðisvanda barna með snemmtækri, samþættri og samfelldri þjónustu. Grímur Atlason , framkvæmdastjóri Geðhjálpar, bendir á í aðsendri grein að 752 Íslendingar hafi látist á síðustu tíu árum vegna geðheilsuvanda, þar af vegna sjálfsvíga og lyfjaeitrunar. Þetta eru ekki tölur á blaði – þetta eru manneskjur, fjölskyldur og líf í uppnámi. Grímur bendir á að heilbrigðiskerfið ráði ekki við þann faraldur geðheilsuvanda sem við stöndum frammi fyrir, og kallar eftir nýrri sýn á geðheilbrigði sem tekur mið af efnaskiptaheilbrigði heilans, næringu og forvörnum. Hlutverk sveitarfélaga í geðheilbrigðisþjónustu Sveitarfélög á Íslandi standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum í þjónustu við fullorðna með geðrænan vanda, þrátt fyrir að þau gegni lykilhlutverki í félagslegri þjónustu. Þetta getur leitt til þess að einstaklingar með flókin vandamál falli á milli kerfa, fá ekki viðunandi þjónustu og eru oft heilu fjölskyldurnar þarna undir. Í skýrslu heilbrigðisráðuneytisins frá 2023 er bent á að skilgreina þurfi betur hlutverk og ábyrgð sveitarfélaga í geðheilbrigðisþjónustu, sérstaklega á fyrsta stigi. Skortur á skýrri verkaskiptingu, samhæfingu og sérhæfðum úrræðum, ásamt takmörkuðu aðgengi og ófullnægjandi fjármögnun, getur leitt til þess að einstaklingar falli á milli kerfa og fái ekki nauðsynlega aðstoð. Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í velferðarþjónustu og eru oft fyrsti viðkomustaður fólks sem leitar hjálpar. Því er mikilvægt að kerfin séu hönnuð með þarfir fólks í forgrunni, þar sem samhæfing, aðgengi og mannvirðing ráða för. Stefna sveitarfélaga skiptir þar miklu máli, ekki síst í húsnæðismálum, þar sem öruggt og viðeigandi húsnæði er oft lykilforsenda þess að fólk með geðrænan vanda geti nýtt sér önnur úrræði. Þegar kerfið þjónar tilgangi sínum, stuðlar það að virkni, sjálfstæði og þátttöku einstaklinga í samfélaginu. „Þetta snertir okkur öll – á bak við hvert mál er heil fjölskylda sem lifir með afleiðingum kerfisins, hvort sem það styður eða bregst.“ Jóhanna Þorsteinsdóttir, systir mín, hefur sagt frá reynslu sinni af íslenska kerfinu eftir að hún flutti heim í leit að stuðningi vegna geðrænna veikinda í kjölfar áfalla. Hún fékk aðeins fjórðung af þeim örorkubótum sem hún átti rétt á, vegna reglna sem ekki taka nægilegt tillit til aðstæðna fólks. Slík kerfi ýta undir félagslega einangrun og vantraust á opinbera þjónustu. „Það sló mig mjög hvað það var torvelt fyrir mig að fá aðstoð við að leita minna réttinda á sínum tíma þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá aðstoð við bæði að skilja kerfið og fá það sem ég átti réttilega rétt á. Það sem ég áorkaði með ómetanlegri aðstoð Öryrkjabandalagsins á sínum tíma hafði stóra þýðingu fyrir á annað þúsund manns á Íslandi. Á annað þúsund manns fékk ekki það sem þau áttu lagalegan rétt á vegna þess að kerfið er of þungt og flókið, það flókið að fólkið sem er að vinna með það dags daglega skilur það varla sjálft.“ Þegar kerfin eru of flókin, ósveigjanleg og ekki hönnuð með notandann í huga, þá verða þau hindrun frekar en stuðningur. Það er ekki nóg að þjónustan sé til – hún þarf að vera aðgengileg. Þessi kerfisgallar hafa bein áhrif á líf fólks – þar á meðal í minni eigin fjölskyldu. Jóhanna flutti aftur til Íslands í leit að stuðningi vegna geðrænna veikinda, en kerfið gat ekki mætt henni. Hún býr nú erlendis og hefur misst traust á íslenska velferðarkerfinu. Eins og hún segir sjálf: „Ég get alls ekki hugsað mér að flytja heim. Ég er það niðurbrotin gagnvart heimalandinu að hafa farið svona með mig meðan ég gekk í gegnum erfiðleika.“ Þetta er ekki einstakt dæmi – þetta er raunveruleikinn fyrir marga. Stöðug barátta við kerfi. Og það er á ábyrgð okkar allra að breyta kerfinu þannig að það virki – fyrir alla. Höfundur er lýðheilsufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Harpa Þorsteinsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í velferðarsamfélagi er grundvallarforsenda að opinber kerfi séu hönnuð til að þjóna fólki á þeirra eigin forsendum. Sérstaklega á þetta við um þá sem standa höllum fæti, glíma við geðrænan vanda eða eru í viðkvæmri stöðu. Þegar kerfin bregðast þessum hópum, verður ekki aðeins um kerfislægt vandamál að ræða – heldur mannréttindabrot. Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum 2025, föstudaginn 10.október, erum við minnt á að það sé sérstaklega mikilvægt að styðja við geðheilsu fólks í viðkvæmum aðstæðum. Áföll í æsku tengjast aukinni hættu á geðrænum vandamálum síðar á lífsleiðinni. Rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun og stuðningur geta dregið úr áhrifum áfallasögu og styrkt geðheilsu barna og ungmenna til framtíðar. Snemmtæk íhlutun er ekki bara slagorð Samkvæmt aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum 2023–2027 er lögð áhersla á snemmtæk úrræði og samþætta þjónustu. Með því að grípa inn í snemma má draga úr alvarlegum afleiðingum geðraskana og styðja einstaklinga til betra lífs. Þetta á sérstaklega við um börn og ungmenni, þar sem snemmtæk íhlutun getur haft afgerandi áhrif á líðan og framtíð þeirra. Sem dæmi, ífrétt á Vísi kemur fram að um 2.500 börn bíða eftir þjónustu Geðheilsumiðstöðvar barna, og að bið eftir ADHD-greiningu geti verið allt að fimm ár. Slík bið er ekki aðeins óásættanleg – hún er brot á lögum um farsæld barna en farsældarkerfið á að mæta geðheilbrigðisvanda barna með snemmtækri, samþættri og samfelldri þjónustu. Grímur Atlason , framkvæmdastjóri Geðhjálpar, bendir á í aðsendri grein að 752 Íslendingar hafi látist á síðustu tíu árum vegna geðheilsuvanda, þar af vegna sjálfsvíga og lyfjaeitrunar. Þetta eru ekki tölur á blaði – þetta eru manneskjur, fjölskyldur og líf í uppnámi. Grímur bendir á að heilbrigðiskerfið ráði ekki við þann faraldur geðheilsuvanda sem við stöndum frammi fyrir, og kallar eftir nýrri sýn á geðheilbrigði sem tekur mið af efnaskiptaheilbrigði heilans, næringu og forvörnum. Hlutverk sveitarfélaga í geðheilbrigðisþjónustu Sveitarfélög á Íslandi standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum í þjónustu við fullorðna með geðrænan vanda, þrátt fyrir að þau gegni lykilhlutverki í félagslegri þjónustu. Þetta getur leitt til þess að einstaklingar með flókin vandamál falli á milli kerfa, fá ekki viðunandi þjónustu og eru oft heilu fjölskyldurnar þarna undir. Í skýrslu heilbrigðisráðuneytisins frá 2023 er bent á að skilgreina þurfi betur hlutverk og ábyrgð sveitarfélaga í geðheilbrigðisþjónustu, sérstaklega á fyrsta stigi. Skortur á skýrri verkaskiptingu, samhæfingu og sérhæfðum úrræðum, ásamt takmörkuðu aðgengi og ófullnægjandi fjármögnun, getur leitt til þess að einstaklingar falli á milli kerfa og fái ekki nauðsynlega aðstoð. Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í velferðarþjónustu og eru oft fyrsti viðkomustaður fólks sem leitar hjálpar. Því er mikilvægt að kerfin séu hönnuð með þarfir fólks í forgrunni, þar sem samhæfing, aðgengi og mannvirðing ráða för. Stefna sveitarfélaga skiptir þar miklu máli, ekki síst í húsnæðismálum, þar sem öruggt og viðeigandi húsnæði er oft lykilforsenda þess að fólk með geðrænan vanda geti nýtt sér önnur úrræði. Þegar kerfið þjónar tilgangi sínum, stuðlar það að virkni, sjálfstæði og þátttöku einstaklinga í samfélaginu. „Þetta snertir okkur öll – á bak við hvert mál er heil fjölskylda sem lifir með afleiðingum kerfisins, hvort sem það styður eða bregst.“ Jóhanna Þorsteinsdóttir, systir mín, hefur sagt frá reynslu sinni af íslenska kerfinu eftir að hún flutti heim í leit að stuðningi vegna geðrænna veikinda í kjölfar áfalla. Hún fékk aðeins fjórðung af þeim örorkubótum sem hún átti rétt á, vegna reglna sem ekki taka nægilegt tillit til aðstæðna fólks. Slík kerfi ýta undir félagslega einangrun og vantraust á opinbera þjónustu. „Það sló mig mjög hvað það var torvelt fyrir mig að fá aðstoð við að leita minna réttinda á sínum tíma þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá aðstoð við bæði að skilja kerfið og fá það sem ég átti réttilega rétt á. Það sem ég áorkaði með ómetanlegri aðstoð Öryrkjabandalagsins á sínum tíma hafði stóra þýðingu fyrir á annað þúsund manns á Íslandi. Á annað þúsund manns fékk ekki það sem þau áttu lagalegan rétt á vegna þess að kerfið er of þungt og flókið, það flókið að fólkið sem er að vinna með það dags daglega skilur það varla sjálft.“ Þegar kerfin eru of flókin, ósveigjanleg og ekki hönnuð með notandann í huga, þá verða þau hindrun frekar en stuðningur. Það er ekki nóg að þjónustan sé til – hún þarf að vera aðgengileg. Þessi kerfisgallar hafa bein áhrif á líf fólks – þar á meðal í minni eigin fjölskyldu. Jóhanna flutti aftur til Íslands í leit að stuðningi vegna geðrænna veikinda, en kerfið gat ekki mætt henni. Hún býr nú erlendis og hefur misst traust á íslenska velferðarkerfinu. Eins og hún segir sjálf: „Ég get alls ekki hugsað mér að flytja heim. Ég er það niðurbrotin gagnvart heimalandinu að hafa farið svona með mig meðan ég gekk í gegnum erfiðleika.“ Þetta er ekki einstakt dæmi – þetta er raunveruleikinn fyrir marga. Stöðug barátta við kerfi. Og það er á ábyrgð okkar allra að breyta kerfinu þannig að það virki – fyrir alla. Höfundur er lýðheilsufræðingur.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun