Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 7. október 2025 13:33 Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir stjórnvöld ekki geta aðstoðað þegar börnin eru komin utan landsteinanna. Vísir/Anton Brink Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir það ekki áfellisdóm yfir íslensku barnaverndar- og meðferðarkerfi að foreldrar leiti til Suður-Afríku með börn sín í meðferð vegna vímuefnavanda þeirra. Hann segir meðferðina í Suður-Afríku til skoðunar í ráðuneytinu. Tvær mæður lýstu miklu úrræðaleysi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjórtán ára synir þeirra hafi farið inn og út úr ólíkum meðferðarúrræðum en aldrei lagist vandinn. Þeir strjúki reglulega úr úrræðum og eftirliti sé verulega ábótavant. Guðmundur Ingi segir það val hverrar fjölskyldu að leita eftir aðstoð utan landsins en þegar barnið er komið þangað þá hafi íslensk stjórnvöld ekkert með það að gera lengur. Hann segir að eins og staðan er í dag sé engin biðlisti á Stuðlum og það sé búið að opna meðferðarheimilið að Blönduhlíð þar sem hægt sé að taka við fimm einstaklingum. Önnur móðirin lýsti því í viðtalinu að sonur hennar hefði ítrekað strokið úr báðum úrræðum. Guðmundur Ingi segir að auk þess verði meðferðarheimilið að Gunnarsholti opnað í desember og þar verði hægt að taka við átta einstaklingum. Flutningur stendur nú yfir á meðferðarheimilinu Lækjarbakka í Gunnarsholt frá Rangárþingi ytra þar sem það var rekið um árabil. Flytja þurfi meðferðarheimilið vegna þess að húsnæðið var ónýtt. Guðmundur segir að þegar þessum flutningi er lokið verði lokið við endurbætur á Stuðlum en þar varð bruni í fyrra með þeim afleiðingum að eitt barn lést. Fjölþættur vandi barna til ríkis um áramót „Þetta er á réttri leið,“ segir Guðmundur Ingi og að hann sé sömuleiðis að skoða í ráðuneytinu hvað er verið að bjóða upp á þarna erlendis, og á það væntanlega við í Suður-Afríku. Hann segist vonast til þess að hægt verði að bregðast frekar við fjölþættum vanda barna þegar ríkið tekur þann málaflokk formlega yfir um áramótin. Nú standi yfir vinna við að kortleggja vandann og hvernig sé best að bregðast við. Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Suður-Afríka Tengdar fréttir Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Ása Berglind Hjálmasdóttir þingkona Samfylkingarinnar segir bráðnauðsynlegt að ólík börn hafi ólíka valmöguleika sem gefi þeim færi til að blómstra. Harmsaga úr fjölskyldu hennar sé alls ekkert einsdæmi. 23. september 2025 14:26 „Áskorunin er úrræðaleysið“ Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði verulega á milli áranna 2023 og 2024 eða um fimmtán hundruð. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að úrræði fyrir börn hafi ekki aukist í takt við fjölgun síðustu ára. Hún segir að ofbeldi sé að aukast þvert yfir samfélagið. 26. júní 2025 19:57 Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Ríkið hefur undirritað samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingunum er ætlað að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og um leið styrkja fjárhag sveitarfélaga. Þau taka gildi um mitt þetta ár. 19. mars 2025 16:13 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Tvær mæður lýstu miklu úrræðaleysi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjórtán ára synir þeirra hafi farið inn og út úr ólíkum meðferðarúrræðum en aldrei lagist vandinn. Þeir strjúki reglulega úr úrræðum og eftirliti sé verulega ábótavant. Guðmundur Ingi segir það val hverrar fjölskyldu að leita eftir aðstoð utan landsins en þegar barnið er komið þangað þá hafi íslensk stjórnvöld ekkert með það að gera lengur. Hann segir að eins og staðan er í dag sé engin biðlisti á Stuðlum og það sé búið að opna meðferðarheimilið að Blönduhlíð þar sem hægt sé að taka við fimm einstaklingum. Önnur móðirin lýsti því í viðtalinu að sonur hennar hefði ítrekað strokið úr báðum úrræðum. Guðmundur Ingi segir að auk þess verði meðferðarheimilið að Gunnarsholti opnað í desember og þar verði hægt að taka við átta einstaklingum. Flutningur stendur nú yfir á meðferðarheimilinu Lækjarbakka í Gunnarsholt frá Rangárþingi ytra þar sem það var rekið um árabil. Flytja þurfi meðferðarheimilið vegna þess að húsnæðið var ónýtt. Guðmundur segir að þegar þessum flutningi er lokið verði lokið við endurbætur á Stuðlum en þar varð bruni í fyrra með þeim afleiðingum að eitt barn lést. Fjölþættur vandi barna til ríkis um áramót „Þetta er á réttri leið,“ segir Guðmundur Ingi og að hann sé sömuleiðis að skoða í ráðuneytinu hvað er verið að bjóða upp á þarna erlendis, og á það væntanlega við í Suður-Afríku. Hann segist vonast til þess að hægt verði að bregðast frekar við fjölþættum vanda barna þegar ríkið tekur þann málaflokk formlega yfir um áramótin. Nú standi yfir vinna við að kortleggja vandann og hvernig sé best að bregðast við.
Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Suður-Afríka Tengdar fréttir Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Ása Berglind Hjálmasdóttir þingkona Samfylkingarinnar segir bráðnauðsynlegt að ólík börn hafi ólíka valmöguleika sem gefi þeim færi til að blómstra. Harmsaga úr fjölskyldu hennar sé alls ekkert einsdæmi. 23. september 2025 14:26 „Áskorunin er úrræðaleysið“ Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði verulega á milli áranna 2023 og 2024 eða um fimmtán hundruð. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að úrræði fyrir börn hafi ekki aukist í takt við fjölgun síðustu ára. Hún segir að ofbeldi sé að aukast þvert yfir samfélagið. 26. júní 2025 19:57 Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Ríkið hefur undirritað samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingunum er ætlað að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og um leið styrkja fjárhag sveitarfélaga. Þau taka gildi um mitt þetta ár. 19. mars 2025 16:13 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Ása Berglind Hjálmasdóttir þingkona Samfylkingarinnar segir bráðnauðsynlegt að ólík börn hafi ólíka valmöguleika sem gefi þeim færi til að blómstra. Harmsaga úr fjölskyldu hennar sé alls ekkert einsdæmi. 23. september 2025 14:26
„Áskorunin er úrræðaleysið“ Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði verulega á milli áranna 2023 og 2024 eða um fimmtán hundruð. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að úrræði fyrir börn hafi ekki aukist í takt við fjölgun síðustu ára. Hún segir að ofbeldi sé að aukast þvert yfir samfélagið. 26. júní 2025 19:57
Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Ríkið hefur undirritað samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingunum er ætlað að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og um leið styrkja fjárhag sveitarfélaga. Þau taka gildi um mitt þetta ár. 19. mars 2025 16:13