Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 7. október 2025 13:33 Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir stjórnvöld ekki geta aðstoðað þegar börnin eru komin utan landsteinanna. Vísir/Anton Brink Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir það ekki áfellisdóm yfir íslensku barnaverndar- og meðferðarkerfi að foreldrar leiti til Suður-Afríku með börn sín í meðferð vegna vímuefnavanda þeirra. Hann segir meðferðina í Suður-Afríku til skoðunar í ráðuneytinu. Tvær mæður lýstu miklu úrræðaleysi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjórtán ára synir þeirra hafi farið inn og út úr ólíkum meðferðarúrræðum en aldrei lagist vandinn. Þeir strjúki reglulega úr úrræðum og eftirliti sé verulega ábótavant. Guðmundur Ingi segir það val hverrar fjölskyldu að leita eftir aðstoð utan landsins en þegar barnið er komið þangað þá hafi íslensk stjórnvöld ekkert með það að gera lengur. Hann segir að eins og staðan er í dag sé engin biðlisti á Stuðlum og það sé búið að opna meðferðarheimilið að Blönduhlíð þar sem hægt sé að taka við fimm einstaklingum. Önnur móðirin lýsti því í viðtalinu að sonur hennar hefði ítrekað strokið úr báðum úrræðum. Guðmundur Ingi segir að auk þess verði meðferðarheimilið að Gunnarsholti opnað í desember og þar verði hægt að taka við átta einstaklingum. Flutningur stendur nú yfir á meðferðarheimilinu Lækjarbakka í Gunnarsholt frá Rangárþingi ytra þar sem það var rekið um árabil. Flytja þurfi meðferðarheimilið vegna þess að húsnæðið var ónýtt. Guðmundur segir að þegar þessum flutningi er lokið verði lokið við endurbætur á Stuðlum en þar varð bruni í fyrra með þeim afleiðingum að eitt barn lést. Fjölþættur vandi barna til ríkis um áramót „Þetta er á réttri leið,“ segir Guðmundur Ingi og að hann sé sömuleiðis að skoða í ráðuneytinu hvað er verið að bjóða upp á þarna erlendis, og á það væntanlega við í Suður-Afríku. Hann segist vonast til þess að hægt verði að bregðast frekar við fjölþættum vanda barna þegar ríkið tekur þann málaflokk formlega yfir um áramótin. Nú standi yfir vinna við að kortleggja vandann og hvernig sé best að bregðast við. Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Suður-Afríka Tengdar fréttir Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Ása Berglind Hjálmasdóttir þingkona Samfylkingarinnar segir bráðnauðsynlegt að ólík börn hafi ólíka valmöguleika sem gefi þeim færi til að blómstra. Harmsaga úr fjölskyldu hennar sé alls ekkert einsdæmi. 23. september 2025 14:26 „Áskorunin er úrræðaleysið“ Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði verulega á milli áranna 2023 og 2024 eða um fimmtán hundruð. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að úrræði fyrir börn hafi ekki aukist í takt við fjölgun síðustu ára. Hún segir að ofbeldi sé að aukast þvert yfir samfélagið. 26. júní 2025 19:57 Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Ríkið hefur undirritað samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingunum er ætlað að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og um leið styrkja fjárhag sveitarfélaga. Þau taka gildi um mitt þetta ár. 19. mars 2025 16:13 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Tvær mæður lýstu miklu úrræðaleysi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjórtán ára synir þeirra hafi farið inn og út úr ólíkum meðferðarúrræðum en aldrei lagist vandinn. Þeir strjúki reglulega úr úrræðum og eftirliti sé verulega ábótavant. Guðmundur Ingi segir það val hverrar fjölskyldu að leita eftir aðstoð utan landsins en þegar barnið er komið þangað þá hafi íslensk stjórnvöld ekkert með það að gera lengur. Hann segir að eins og staðan er í dag sé engin biðlisti á Stuðlum og það sé búið að opna meðferðarheimilið að Blönduhlíð þar sem hægt sé að taka við fimm einstaklingum. Önnur móðirin lýsti því í viðtalinu að sonur hennar hefði ítrekað strokið úr báðum úrræðum. Guðmundur Ingi segir að auk þess verði meðferðarheimilið að Gunnarsholti opnað í desember og þar verði hægt að taka við átta einstaklingum. Flutningur stendur nú yfir á meðferðarheimilinu Lækjarbakka í Gunnarsholt frá Rangárþingi ytra þar sem það var rekið um árabil. Flytja þurfi meðferðarheimilið vegna þess að húsnæðið var ónýtt. Guðmundur segir að þegar þessum flutningi er lokið verði lokið við endurbætur á Stuðlum en þar varð bruni í fyrra með þeim afleiðingum að eitt barn lést. Fjölþættur vandi barna til ríkis um áramót „Þetta er á réttri leið,“ segir Guðmundur Ingi og að hann sé sömuleiðis að skoða í ráðuneytinu hvað er verið að bjóða upp á þarna erlendis, og á það væntanlega við í Suður-Afríku. Hann segist vonast til þess að hægt verði að bregðast frekar við fjölþættum vanda barna þegar ríkið tekur þann málaflokk formlega yfir um áramótin. Nú standi yfir vinna við að kortleggja vandann og hvernig sé best að bregðast við.
Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Suður-Afríka Tengdar fréttir Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Ása Berglind Hjálmasdóttir þingkona Samfylkingarinnar segir bráðnauðsynlegt að ólík börn hafi ólíka valmöguleika sem gefi þeim færi til að blómstra. Harmsaga úr fjölskyldu hennar sé alls ekkert einsdæmi. 23. september 2025 14:26 „Áskorunin er úrræðaleysið“ Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði verulega á milli áranna 2023 og 2024 eða um fimmtán hundruð. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að úrræði fyrir börn hafi ekki aukist í takt við fjölgun síðustu ára. Hún segir að ofbeldi sé að aukast þvert yfir samfélagið. 26. júní 2025 19:57 Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Ríkið hefur undirritað samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingunum er ætlað að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og um leið styrkja fjárhag sveitarfélaga. Þau taka gildi um mitt þetta ár. 19. mars 2025 16:13 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Ása Berglind Hjálmasdóttir þingkona Samfylkingarinnar segir bráðnauðsynlegt að ólík börn hafi ólíka valmöguleika sem gefi þeim færi til að blómstra. Harmsaga úr fjölskyldu hennar sé alls ekkert einsdæmi. 23. september 2025 14:26
„Áskorunin er úrræðaleysið“ Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði verulega á milli áranna 2023 og 2024 eða um fimmtán hundruð. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að úrræði fyrir börn hafi ekki aukist í takt við fjölgun síðustu ára. Hún segir að ofbeldi sé að aukast þvert yfir samfélagið. 26. júní 2025 19:57
Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Ríkið hefur undirritað samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingunum er ætlað að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og um leið styrkja fjárhag sveitarfélaga. Þau taka gildi um mitt þetta ár. 19. mars 2025 16:13