Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Agnar Már Másson skrifar 3. október 2025 22:00 Trump tekur vel í svör Hamas. AP „Ísrael verður að hætta að sprengja Gasa,“ skrifar Donald Trump Bandaríkjaforseti á samfélagsmiðla, „svo að við getum komið öllum gíslum út hratt og örugglega!“ Þetta skrifar forsetinn í kvöld í kjölfar þess sem Hamassamtökin á Gasaströndinni sögðust fyrr í dag vera tilbúin að láta alla gísla af hendi gegn því að Ísraelar bindi enda á stríðið á Gasaströndinni og dragi her sinn að öllu leyti af svæðinu. Hamas fór ekki út í smáatriði í yfirlýsingunni, sem send var til Hvíta hússins, en ljóst er að samtökin séu ekki tilbúin að samþykkja friðarplan Trumps eins og það leggur sig. Hreyfingin samþykkti þannig þann hluta friðarplans Trumps sem sneri að gíslum en aftur á móti gerðu samtökin athugasemdir við aðra liði áætlunarinnar. Samtökin sögðust í yfirlýsingu samþykkja að láta völd af hendi til annarra palestínskra samtaka eða stofnana en svöruðu ekki hvort þau myndu láta vopn af hendi sér. Trúir því að Hamas vilji nú frið Trump bregst vel við viðbrögðum Hamas og skrifar á Truth Social að hann trúi því að Hamas séu tilbúin í frið og sem fyrr segir skipaði hann Ísraelsmönnum að hætta að sprengja á svæðinu. „Það er allt of hættulegt að gera það [að sprengja]. Við erum þegar í viðræðum um smáatriði sem þarf að vinna í,“ bætir Bandaríkjaforsetinn við en samkvæmt áætlun Trumps ætti gíslum að vera komið út af Gasaströndinni innan við þrjá sólarhringa. Vopnahléssamþykki liggur samt ekki fyrir og enn virðist langt í land þrátt fyrir þessar framfarir, að því er CNN greinir frá. Trump hótaði því að Hamas myndu standa frammi fyrir helvíti á jörðu ef þeir samþykktu ekki tillögurnar. Mikil óvissa Tillögur Trumps sem snúa að því að binda enda á átökin á Gasaströndinni þóttu að miklu leyti halla á Hamas. Margar af þessum tillögum hafa sést áður í fyrri vopnahléstillögum á undanförnum tveimur árum. Þær fólu meðal annars í sér að vígamenn samtakanna legðu niður vopn en þeir hafa ávallt hafnað þeirri kröfu í gegnum árin og sem fyrr segir svara þeir ekki um það í nýjustu yfirlýsingunni. Hamas-liðar þykja þó í nokkuð erfiðri stöðu. Bæði er það vegna þess að samtökin eru ekki jafn öflug og þau voru eftir átök síðustu ára. Þau hafa sömuleiðis misst mikinn stuðning frá Hezbollah í Líbanon og klerkastjórninni í Íran. Donald Trump Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Þetta skrifar forsetinn í kvöld í kjölfar þess sem Hamassamtökin á Gasaströndinni sögðust fyrr í dag vera tilbúin að láta alla gísla af hendi gegn því að Ísraelar bindi enda á stríðið á Gasaströndinni og dragi her sinn að öllu leyti af svæðinu. Hamas fór ekki út í smáatriði í yfirlýsingunni, sem send var til Hvíta hússins, en ljóst er að samtökin séu ekki tilbúin að samþykkja friðarplan Trumps eins og það leggur sig. Hreyfingin samþykkti þannig þann hluta friðarplans Trumps sem sneri að gíslum en aftur á móti gerðu samtökin athugasemdir við aðra liði áætlunarinnar. Samtökin sögðust í yfirlýsingu samþykkja að láta völd af hendi til annarra palestínskra samtaka eða stofnana en svöruðu ekki hvort þau myndu láta vopn af hendi sér. Trúir því að Hamas vilji nú frið Trump bregst vel við viðbrögðum Hamas og skrifar á Truth Social að hann trúi því að Hamas séu tilbúin í frið og sem fyrr segir skipaði hann Ísraelsmönnum að hætta að sprengja á svæðinu. „Það er allt of hættulegt að gera það [að sprengja]. Við erum þegar í viðræðum um smáatriði sem þarf að vinna í,“ bætir Bandaríkjaforsetinn við en samkvæmt áætlun Trumps ætti gíslum að vera komið út af Gasaströndinni innan við þrjá sólarhringa. Vopnahléssamþykki liggur samt ekki fyrir og enn virðist langt í land þrátt fyrir þessar framfarir, að því er CNN greinir frá. Trump hótaði því að Hamas myndu standa frammi fyrir helvíti á jörðu ef þeir samþykktu ekki tillögurnar. Mikil óvissa Tillögur Trumps sem snúa að því að binda enda á átökin á Gasaströndinni þóttu að miklu leyti halla á Hamas. Margar af þessum tillögum hafa sést áður í fyrri vopnahléstillögum á undanförnum tveimur árum. Þær fólu meðal annars í sér að vígamenn samtakanna legðu niður vopn en þeir hafa ávallt hafnað þeirri kröfu í gegnum árin og sem fyrr segir svara þeir ekki um það í nýjustu yfirlýsingunni. Hamas-liðar þykja þó í nokkuð erfiðri stöðu. Bæði er það vegna þess að samtökin eru ekki jafn öflug og þau voru eftir átök síðustu ára. Þau hafa sömuleiðis misst mikinn stuðning frá Hezbollah í Líbanon og klerkastjórninni í Íran.
Donald Trump Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira