Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2025 15:41 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í Hvíta húsinu á dögunu. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið leiðtogum Hamas-samtakanna frest til sunnudagskvölds til að samþykkja friðartillögur hans. Geri þeir það ekki standi þeir frammi fyrir helvíti á jörð. Í nýrri færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, segir Trump að Hamas beri ábyrgð á fjölda dauðsfalla og eymd og það hafi náð hámarki í árásunum á Ísrael 7. október fyrir tveimur árum. Síðan þá hafi Ísraelar fellt rúmlega 25 þúsund Hamas-liða og hinir séu umkringdir. Trump segir Ísraela nú bara bíða eftir græna ljósinu frá Trump og fái þeir það muni þeir fljótt binda enda á þá. Aðrir Hamas-liðar sem ekki eru umkringdir segir Trump að verði eltir uppi og felldir. Því næst biður Trump saklaust fólk Gasastrandarinnar til að yfirgefa Gasaborg, þar sem ísraelskir hermenn hafa verið mjög virkir, og fari annað á svæðinu. Þar verði vel komið fram við fólkið. Trump segir að vígamenn Hamas hafi eitt loka tækifæri. Ráðamenn fjölmargra ríkja Mið-Austurlanda hafi gefið tillögum Trumps blessun sína og Ísraelar hafi þegar samþykkt þær. Eina leið þeirra til að lifa af sé að samþykkja þær. Samþykki þeir ekki tillögurnar muni þeir upplifa helvíti á jörð, af slíkum skala sem hefur aldrei sést áður. „Við munum hafa frið í Mið-Austurlöndum með einum hætti eða öðrum.“ Hamas í erfiðri stöðu Tillögur Trumps sem snúa að því að binda enda á átökin á Gasaströndinni þykja að miklu leyti halla á Hamas. Margar af þessum tillögum hafa sést áður í fyrri vopnahléstillögum á undanförnum tveimur árum. Þær fela meðal annars í sér að vígamenn samtakanna leggi niður vopn hafa þeir ávallt hafnað þeirri kröfu í gegnum árin. Leiðtogar Hamas hafa áður sagst tilbúnir til að sleppa takinu á stjórnartaumunum á Gasa en vilja ekki leggja niður vopn sín. Sjá einnig: Hamas liðar vilja ekki afvopnast Hamas-liðar þykja þó í nokkuð erfiðri stöðu. Bæði er það vegna þess að samtökin eru ekki jafn öflug og þau voru eftir átök síðustu ára. Þau hafa sömuleiðis misst mikinn stuðning frá Hezbollah í Líbanon og klerkastjórninni í Íran. Trump hefur tekist að fá nokkra af bandamönnum Hamas til að styðja tillögurnar og neiti leiðtogar samtakanna að verða við þeim, munu ráðamenn í Ísrael geta kennt þeim um að friði hafi ekki verið komið á. Þá gefa orð Trumps til kynna að hann muni ekki gera tilraun til að halda aftur af Ísraelum, neiti leiðtogar Hamas. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Donald Trump Hernaður Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Í nýrri færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, segir Trump að Hamas beri ábyrgð á fjölda dauðsfalla og eymd og það hafi náð hámarki í árásunum á Ísrael 7. október fyrir tveimur árum. Síðan þá hafi Ísraelar fellt rúmlega 25 þúsund Hamas-liða og hinir séu umkringdir. Trump segir Ísraela nú bara bíða eftir græna ljósinu frá Trump og fái þeir það muni þeir fljótt binda enda á þá. Aðrir Hamas-liðar sem ekki eru umkringdir segir Trump að verði eltir uppi og felldir. Því næst biður Trump saklaust fólk Gasastrandarinnar til að yfirgefa Gasaborg, þar sem ísraelskir hermenn hafa verið mjög virkir, og fari annað á svæðinu. Þar verði vel komið fram við fólkið. Trump segir að vígamenn Hamas hafi eitt loka tækifæri. Ráðamenn fjölmargra ríkja Mið-Austurlanda hafi gefið tillögum Trumps blessun sína og Ísraelar hafi þegar samþykkt þær. Eina leið þeirra til að lifa af sé að samþykkja þær. Samþykki þeir ekki tillögurnar muni þeir upplifa helvíti á jörð, af slíkum skala sem hefur aldrei sést áður. „Við munum hafa frið í Mið-Austurlöndum með einum hætti eða öðrum.“ Hamas í erfiðri stöðu Tillögur Trumps sem snúa að því að binda enda á átökin á Gasaströndinni þykja að miklu leyti halla á Hamas. Margar af þessum tillögum hafa sést áður í fyrri vopnahléstillögum á undanförnum tveimur árum. Þær fela meðal annars í sér að vígamenn samtakanna leggi niður vopn hafa þeir ávallt hafnað þeirri kröfu í gegnum árin. Leiðtogar Hamas hafa áður sagst tilbúnir til að sleppa takinu á stjórnartaumunum á Gasa en vilja ekki leggja niður vopn sín. Sjá einnig: Hamas liðar vilja ekki afvopnast Hamas-liðar þykja þó í nokkuð erfiðri stöðu. Bæði er það vegna þess að samtökin eru ekki jafn öflug og þau voru eftir átök síðustu ára. Þau hafa sömuleiðis misst mikinn stuðning frá Hezbollah í Líbanon og klerkastjórninni í Íran. Trump hefur tekist að fá nokkra af bandamönnum Hamas til að styðja tillögurnar og neiti leiðtogar samtakanna að verða við þeim, munu ráðamenn í Ísrael geta kennt þeim um að friði hafi ekki verið komið á. Þá gefa orð Trumps til kynna að hann muni ekki gera tilraun til að halda aftur af Ísraelum, neiti leiðtogar Hamas.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Donald Trump Hernaður Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira