Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar 3. október 2025 12:02 Þó það sé ástæða til þess að fagna því að Reykjavíkurborg sé að gera eitthvað í leikskólamálum er ástæða til þess að staldra við. Í tillögudrögum frá borgarráði í vikunni eru kynntar hugmyndir til þess að bæta náms- og starfsumhverfi leikskóla. Önnur hugmyndin snýr að því að setja pressu á foreldra að ákveða í október hvort börn mæti á leikskóla í öllum fríum út starfsárið. Útgangspunkturinn í hinni hugmyndinni er að vinnuvikan sé 38 tímar og þau sem sækja kl. 14 á föstudögum fá ríflegan afslátt af leikskólagjöldum. Sem sagt, foreldrar þurfa bara að vera duglegri að skipuleggja sig með margra mánaða fyrirvara og líka vera duglegri að sækja börnin sín fyrr. Þetta eru sömu foreldrar og hafa beðið óeðlilega lengi eftir plássi í hverfisleikskóla og keyra borgarhluta á milli í traffík til þess að fá leikskólapláss. Eru foreldrarnir vandamálið? Leikskólamál í Reykjavík eru sérstakur og sorglegur kapítuli. Mönnun, fáliðun, biðlistar, ónýtt húsnæði og framkvæmdir sem dragast eru fastir liðir einsog foreldrar þekkja og eru orðnir hundþreyttir á. Nú eru 400 leikskólapláss í borginni sem ekki er hægt að nýta vegna myglu, raka eða gruns um slíkt. Dæmi er um börn sem eru nú að fara í sinn fjórða leikskóla á þremur árum. Borgin er enn að vinna á risastórri og alvarlegri innviðaskuld í skólabyggingum eftir viðhaldsstoppið margfræga. Í framhaldinu hafa margar barnafjölskyldur flúið í nærliggjandi sveitarfélög og jafnvel lengra, afþví ekki hefur verið hægt að treysta á þessa lykilþjónustu. Gæti ónýtt húsnæði verið vandamálið? Í ársbyrjun 2023 fór formaður Félags stjórnenda leikskóla yfir sláandi tölfræði um starfsmannamál. Yfir hundrað starfsmenn í leikskólum Reykjavíkurborgar, sem voru í Félagi leikskólakennara eða Félagi stjórnenda leikskóla, fóru í leyfi vegna langtímaveikinda á árinu 2022. Yfir hundrað mann en þá voru 771 starfsmaður leikskólanna í þessum félögum. Kulnun og veikindi eftir myglu og loftgæðavandamál í skólabyggingum eru meðal ástæða veikindanna. Það, hvernig borgin hefur hugsað eða einmitt ekki hugsað um skólabyggingarnar sínar, er augljóslega ein af stóru ástæðum þess að illa gengur að manna. Við skulum ekki gleyma því að sami meirihluti og leggur til þessi tillögudrög stoppaði samtal um vinnustaðaleikskóla í vor á vegum Alvotech sem hefði hjálpað borginni að auka á flóru í leikskólum og saxað á biðlista. Reykjavíkurborg gengur illa með málaflokkinn en meinar samt öðrum að hjálpa til við að leita lausna. Það er í besta falli furðulegt. Talandi um aukna flóru, frelsi og val, þá höfum við fjölskyldan góða reynslu af vinnustaðaleikskóla. Litla systir mín var á Furuborg sem var á vegum Landspítalans og meira að segja opinn um helgar sem kom sér vel þegar annað foreldri var erlendis í vinnuferð og hitt á vakt á spítalanum um helgi. Í ljósi breytinga á vinnumarkaði og gigg-hagkerfisins sem hefur rutt sér til rúms, væri ekki einmitt ástæða til þess að auka sveigjanleika og val bæði leikskólastarfsfólks og fjölskyldna í borginni? Hverjir geta sótt klukkan 14 á föstudögum? Það hljómar vel - í draumaheimi - að sækja kl. 14 á föstudögum en ég velti samt fyrir mér hvaða foreldrar geta skuldbundið sig til þess. Og hvaða vinnustaðir eru í aðstöðu til að haga verkefnum þannig að barnafólk geti hlaupið út klukkan 13:30? Á stytting vinnuvikunnar ekki að virka þannig að verkefnin ráði för og einmitt ekki þannig að það séu fastir tímar á ákveðnum degi? Eins og vinkona mín orðaði það verða föstudagssíðdegin hjá henni þannig að hún hangir á róló með barnið í símanum að klára vinnudaginn. Fjölbreyttar lausnir Það væri ósanngjarnt að halda því fram að staðan væri auðleysanleg. Hún er samt ekki óyfirstíganleg. Borgin þarf að viðurkenna að málaflokkurinn stendur illa og fáliðun og mönnun eru bara hluti af stóru myndinni. Í framhaldinu þarf að gera raunhæf plön um hvernig á að gera við ónýtar byggingar, fjárfesta í og koma upp fleiri færanlegum leikskólum, segja satt um umfangið er og setja sér mælanleg markmið. Það er líka nauðsynlegt er að búa til rekstrarlegt svigrúm annars staðar í kerfinu til þess að setja leikskólamál í alvöru forgang. Svo þarf Reykjavíkurborg að vinna sér inn traust barnafjölskyldna og sýna að það sé fullur vilji á uppfærslu í kerfinu. En þetta er ekki nóg. Það þarf að taka aftur upp samtal við atvinnurekendur og skoða fjölbreyttari lausnir. Vinnustaðir fjárfesta af krafti í starfsfólki með líkamsræktarstyrkjum, sálfræðiþjónustu og fleiru. Ljóst er að áhugi er til staðar hjá fyrirtækjum að koma inn af krafti í pælingar um samfélagslega ábyrgð og taka þátt í að búa til leikskóla og við eigum ekki að vera hrædd við það. Hliðarnóta við það eru augljóslega góð áhrif á samgöngumál, að barn og foreldri fari á sama stað á morgnana, en ekki í ólík póstnúmer. Og stemningin Ég verð að tala aðeins um stemningu. Minn litli, tæplega þriggja ára, er nýkominn inn í hverfisleikskólann sinn. Vitiði hvað er mikil stemning hjá honum? Syngjandi kennarar og starfsfólk býður góðan dag og tekur á móti honum með planaðan dag fullan af þroska og fjöri. Alveg þannig að suma daga langar mig bara að vera eftir og taka þátt. Það er áþreifanlegur metnaður og skemmtilegheit í gangi hjá starfsfólkinu sem kennir börnunum okkar merkjanlega mikið. Starfsfólk leikskóla eru sérfræðingar í börnum og á að fá að einbeita sér að þeim en ekki spá í rakavandamál, hvert eigi að færa leikskólann, hvort einhver sé kominn með astma eða reka á eftir verktökum. Áður en Reykjavíkurborg hendir út hálfbökuðum hugmyndum um að láta foreldra díla við fáliðun finnst mér að borgin eigi að líta í eigin barm og taka fulla ábyrgð á því að hafa skólabyggingar í lagi og gera plön sem standast til langs tíma. Höfundur er sjálfstætt starfandi foreldri í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Magnúsdóttir Leikskólar Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Þó það sé ástæða til þess að fagna því að Reykjavíkurborg sé að gera eitthvað í leikskólamálum er ástæða til þess að staldra við. Í tillögudrögum frá borgarráði í vikunni eru kynntar hugmyndir til þess að bæta náms- og starfsumhverfi leikskóla. Önnur hugmyndin snýr að því að setja pressu á foreldra að ákveða í október hvort börn mæti á leikskóla í öllum fríum út starfsárið. Útgangspunkturinn í hinni hugmyndinni er að vinnuvikan sé 38 tímar og þau sem sækja kl. 14 á föstudögum fá ríflegan afslátt af leikskólagjöldum. Sem sagt, foreldrar þurfa bara að vera duglegri að skipuleggja sig með margra mánaða fyrirvara og líka vera duglegri að sækja börnin sín fyrr. Þetta eru sömu foreldrar og hafa beðið óeðlilega lengi eftir plássi í hverfisleikskóla og keyra borgarhluta á milli í traffík til þess að fá leikskólapláss. Eru foreldrarnir vandamálið? Leikskólamál í Reykjavík eru sérstakur og sorglegur kapítuli. Mönnun, fáliðun, biðlistar, ónýtt húsnæði og framkvæmdir sem dragast eru fastir liðir einsog foreldrar þekkja og eru orðnir hundþreyttir á. Nú eru 400 leikskólapláss í borginni sem ekki er hægt að nýta vegna myglu, raka eða gruns um slíkt. Dæmi er um börn sem eru nú að fara í sinn fjórða leikskóla á þremur árum. Borgin er enn að vinna á risastórri og alvarlegri innviðaskuld í skólabyggingum eftir viðhaldsstoppið margfræga. Í framhaldinu hafa margar barnafjölskyldur flúið í nærliggjandi sveitarfélög og jafnvel lengra, afþví ekki hefur verið hægt að treysta á þessa lykilþjónustu. Gæti ónýtt húsnæði verið vandamálið? Í ársbyrjun 2023 fór formaður Félags stjórnenda leikskóla yfir sláandi tölfræði um starfsmannamál. Yfir hundrað starfsmenn í leikskólum Reykjavíkurborgar, sem voru í Félagi leikskólakennara eða Félagi stjórnenda leikskóla, fóru í leyfi vegna langtímaveikinda á árinu 2022. Yfir hundrað mann en þá voru 771 starfsmaður leikskólanna í þessum félögum. Kulnun og veikindi eftir myglu og loftgæðavandamál í skólabyggingum eru meðal ástæða veikindanna. Það, hvernig borgin hefur hugsað eða einmitt ekki hugsað um skólabyggingarnar sínar, er augljóslega ein af stóru ástæðum þess að illa gengur að manna. Við skulum ekki gleyma því að sami meirihluti og leggur til þessi tillögudrög stoppaði samtal um vinnustaðaleikskóla í vor á vegum Alvotech sem hefði hjálpað borginni að auka á flóru í leikskólum og saxað á biðlista. Reykjavíkurborg gengur illa með málaflokkinn en meinar samt öðrum að hjálpa til við að leita lausna. Það er í besta falli furðulegt. Talandi um aukna flóru, frelsi og val, þá höfum við fjölskyldan góða reynslu af vinnustaðaleikskóla. Litla systir mín var á Furuborg sem var á vegum Landspítalans og meira að segja opinn um helgar sem kom sér vel þegar annað foreldri var erlendis í vinnuferð og hitt á vakt á spítalanum um helgi. Í ljósi breytinga á vinnumarkaði og gigg-hagkerfisins sem hefur rutt sér til rúms, væri ekki einmitt ástæða til þess að auka sveigjanleika og val bæði leikskólastarfsfólks og fjölskyldna í borginni? Hverjir geta sótt klukkan 14 á föstudögum? Það hljómar vel - í draumaheimi - að sækja kl. 14 á föstudögum en ég velti samt fyrir mér hvaða foreldrar geta skuldbundið sig til þess. Og hvaða vinnustaðir eru í aðstöðu til að haga verkefnum þannig að barnafólk geti hlaupið út klukkan 13:30? Á stytting vinnuvikunnar ekki að virka þannig að verkefnin ráði för og einmitt ekki þannig að það séu fastir tímar á ákveðnum degi? Eins og vinkona mín orðaði það verða föstudagssíðdegin hjá henni þannig að hún hangir á róló með barnið í símanum að klára vinnudaginn. Fjölbreyttar lausnir Það væri ósanngjarnt að halda því fram að staðan væri auðleysanleg. Hún er samt ekki óyfirstíganleg. Borgin þarf að viðurkenna að málaflokkurinn stendur illa og fáliðun og mönnun eru bara hluti af stóru myndinni. Í framhaldinu þarf að gera raunhæf plön um hvernig á að gera við ónýtar byggingar, fjárfesta í og koma upp fleiri færanlegum leikskólum, segja satt um umfangið er og setja sér mælanleg markmið. Það er líka nauðsynlegt er að búa til rekstrarlegt svigrúm annars staðar í kerfinu til þess að setja leikskólamál í alvöru forgang. Svo þarf Reykjavíkurborg að vinna sér inn traust barnafjölskyldna og sýna að það sé fullur vilji á uppfærslu í kerfinu. En þetta er ekki nóg. Það þarf að taka aftur upp samtal við atvinnurekendur og skoða fjölbreyttari lausnir. Vinnustaðir fjárfesta af krafti í starfsfólki með líkamsræktarstyrkjum, sálfræðiþjónustu og fleiru. Ljóst er að áhugi er til staðar hjá fyrirtækjum að koma inn af krafti í pælingar um samfélagslega ábyrgð og taka þátt í að búa til leikskóla og við eigum ekki að vera hrædd við það. Hliðarnóta við það eru augljóslega góð áhrif á samgöngumál, að barn og foreldri fari á sama stað á morgnana, en ekki í ólík póstnúmer. Og stemningin Ég verð að tala aðeins um stemningu. Minn litli, tæplega þriggja ára, er nýkominn inn í hverfisleikskólann sinn. Vitiði hvað er mikil stemning hjá honum? Syngjandi kennarar og starfsfólk býður góðan dag og tekur á móti honum með planaðan dag fullan af þroska og fjöri. Alveg þannig að suma daga langar mig bara að vera eftir og taka þátt. Það er áþreifanlegur metnaður og skemmtilegheit í gangi hjá starfsfólkinu sem kennir börnunum okkar merkjanlega mikið. Starfsfólk leikskóla eru sérfræðingar í börnum og á að fá að einbeita sér að þeim en ekki spá í rakavandamál, hvert eigi að færa leikskólann, hvort einhver sé kominn með astma eða reka á eftir verktökum. Áður en Reykjavíkurborg hendir út hálfbökuðum hugmyndum um að láta foreldra díla við fáliðun finnst mér að borgin eigi að líta í eigin barm og taka fulla ábyrgð á því að hafa skólabyggingar í lagi og gera plön sem standast til langs tíma. Höfundur er sjálfstætt starfandi foreldri í Reykjavík.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun