112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar 29. september 2025 10:30 Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnti í byrjun júlí aðra aðgerðaáætlun í menntamálum sem skiptist í 111 liði í 21 aðgerð. Þar sem áætlunin á að gilda til ársloka 2027 er þetta um það bil ein aðgerð á viku, að frátöldum sumar- og jólaleyfum. Auka-aðgerð eða viðbótaraðgerð? En þetta var víst ekki nóg: Ráðuneytið kynnti um miðjan september áform um nýtt skipulag fyrir opinbera framhaldsskóla: „Nýtt stjórnsýslustig verður sett á laggirnar þar sem stjórnsýsla og þjónusta færast frá ráðuneytinu og skólum yfir til 4–6 svæðisskrifstofa.“ Umfjöllun um stjórnsýslustigið, og meðal annars viðtal við ráðherrann í Kastljósi Ríkisútvarpsins, hefur ekki varpað miklu skýrara ljósi á hvað þessar nýju svæðisskrifstofur eiga að gera eða hvar þær eiga að vera, og alls ekkert hefur heyrst um hvers konar menntun starfsmenn þeirra eiga að hafa. Þessi aðgerð var ekki hluti af aðgerðaáætluninni frá því í sumar. Þar er þó fjöldi aðgerða sem snertir framhaldsskóla; þeir eru nefndir um 40 sinnum. Til dæmis á að „gefa út viðmiðunarnámsbrautir fyrir framhaldskólastigið“ og „efla yfirsýn námsframboðs á framhaldsskólastigi“, svo að skýr og góð dæmi séu tekin. Og það á einnig að styðja við starf kennara á öllum skólastigum sem er brýnt verkefni. Þessar svæðisskrifstofur eru viðbót sem mun kosta fjármuni sem þá verða ekki notaðir í annað, til dæmis í ofangreind verkefni. Þær eru hvorki heppilegur aðili til að ganga frá því hvernig viðmiðunarnámsbrautir eigi að vera og það þarf ekki margar skrifstofur til fá betri sýn yfir námsframboð framhaldsskóla. Vandséð er hvernig þær „stytti boðleiðir“ eins og haldið er fram í fréttatilkynningu ráðuneytisins; boðleið hlýtur að lengjast með nýjum millilið. Ef auka á stuðning við kennara væri skynsamlegast að ráða kennsluráðgjafa að Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem sinnir öllu landinu. Nýta mætti fyrirkomulagið um að störf þurfi ekki öll að vera á sama stað (stundum kallað störf án staðsetningar) þannig að skólum utan höfuðborgarsvæðisins verði vel sinnt. Sama gildir um hitt tvennt sem hér er nefnt (viðmiðunarnámsbrautir og betri yfirsýn): Fela mætti miðstöðinni slíka vinnu ef ráðuneytið vill ekki gera það sjálft. Í fréttatilkynningunni kemur þó þetta fram: „Minni skólar geta samnýtt sérhæfða starfskrafta eða sérfræðiráðgjöf, til að mynda störf sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga, náms- og starfsráðgjafa, þroskaþjálfa og annarra sérfræðinga eftir aðstæðum.“ En þarf sérstakt stjórnsýslustig til að stuðla að þessu? Þurfa ekki skólarnir beint þá fjármuni sem þarf til að ráða fólk til stuðnings og ráðgjafar? Þingsályktun 2021 Aðgerðaáætlunin í júlí var birt vegna þess að í þingsályktun frá 2021 var ákveðið að gera þrjár aðgerðaáætlanir fyrir yfirstandandi áratug. Hugmyndin um að gera áætlanir er góð ef það skyldi koma í veg fyrir tilviljunar- og geðþóttakenndar ákvarðanir stjórnmálamanna. Nú hafa tvær slíkar áætlanir verið birtar, báðar sundurleitar og ofhlaðnar aðgerðum, verkþáttum og liðum í aðgerðum (sjá til dæmis greinar okkar Hermínu Gunnþórsdóttur í Skólaþráðum og Vísi). Samt er sett fram ákvörðun um stjórnsýslustig og svæðisskrifstofur aðeins tveimur mánuðum eftir birtingu síðustu áætlunar, hvernig sem ráðherranum hefur dottið þetta í hug akkúrat núna. Höfundur er menntunarfræðingur og starfaði sem prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Heimildir Hermína Gunnþórsdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. (2022). Óreiðukennd fyrsta aðgerðaáætlun í menntamálum. Skólaþræðir. https://skolathraedir.is/2022/11/04/oreidukennd-fyrsta-adgerdaaaetlun-i-menntamalum. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Hermína Gunnþórsdóttir. (2025). Safn sundurleitra aðgerða: Önnur aðgerðaáætlun í menntamálum. Skólaþræðir. https://skolathraedir.is/2025/09/07/safn-sundurleitra-adgerda-onnur-adgerdaaaetlun-i-menntamalum/ Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Hermína Gunnþórsdóttir. (2025, 9. september). Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss. Vísir. https://www.visir.is/g/20252773246d/adgerdaaaetlun-i-menntamalum-ekki-markviss Mennta- og barnamálaráðneytið. (2025). Menntastefna 2030. Önnur aðgerðaáætlun 2025–2027. https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/MRN/Menntastefna-2030-Onnur-adgerdaaaetlun-2025-2027.pdf Mennta- og barnamálaráðneytið. (2025). Skipulagsbreyting á framhaldsskólastigi – sameiginleg stjórnsýsla, sjálfstæðir framhaldsskólar [fréttatilkynning]. https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2025/09/17/Skipulagsbreyting-a-framhaldsskolastigi-sameiginleg-stjornsysla-sjalfstaedir-framhaldsskolar/ Þingsályktun um menntastefnu fyrir árin 2021–2030 nr 16/151. https://www.althingi.is/altext/151/s/1111.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnti í byrjun júlí aðra aðgerðaáætlun í menntamálum sem skiptist í 111 liði í 21 aðgerð. Þar sem áætlunin á að gilda til ársloka 2027 er þetta um það bil ein aðgerð á viku, að frátöldum sumar- og jólaleyfum. Auka-aðgerð eða viðbótaraðgerð? En þetta var víst ekki nóg: Ráðuneytið kynnti um miðjan september áform um nýtt skipulag fyrir opinbera framhaldsskóla: „Nýtt stjórnsýslustig verður sett á laggirnar þar sem stjórnsýsla og þjónusta færast frá ráðuneytinu og skólum yfir til 4–6 svæðisskrifstofa.“ Umfjöllun um stjórnsýslustigið, og meðal annars viðtal við ráðherrann í Kastljósi Ríkisútvarpsins, hefur ekki varpað miklu skýrara ljósi á hvað þessar nýju svæðisskrifstofur eiga að gera eða hvar þær eiga að vera, og alls ekkert hefur heyrst um hvers konar menntun starfsmenn þeirra eiga að hafa. Þessi aðgerð var ekki hluti af aðgerðaáætluninni frá því í sumar. Þar er þó fjöldi aðgerða sem snertir framhaldsskóla; þeir eru nefndir um 40 sinnum. Til dæmis á að „gefa út viðmiðunarnámsbrautir fyrir framhaldskólastigið“ og „efla yfirsýn námsframboðs á framhaldsskólastigi“, svo að skýr og góð dæmi séu tekin. Og það á einnig að styðja við starf kennara á öllum skólastigum sem er brýnt verkefni. Þessar svæðisskrifstofur eru viðbót sem mun kosta fjármuni sem þá verða ekki notaðir í annað, til dæmis í ofangreind verkefni. Þær eru hvorki heppilegur aðili til að ganga frá því hvernig viðmiðunarnámsbrautir eigi að vera og það þarf ekki margar skrifstofur til fá betri sýn yfir námsframboð framhaldsskóla. Vandséð er hvernig þær „stytti boðleiðir“ eins og haldið er fram í fréttatilkynningu ráðuneytisins; boðleið hlýtur að lengjast með nýjum millilið. Ef auka á stuðning við kennara væri skynsamlegast að ráða kennsluráðgjafa að Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem sinnir öllu landinu. Nýta mætti fyrirkomulagið um að störf þurfi ekki öll að vera á sama stað (stundum kallað störf án staðsetningar) þannig að skólum utan höfuðborgarsvæðisins verði vel sinnt. Sama gildir um hitt tvennt sem hér er nefnt (viðmiðunarnámsbrautir og betri yfirsýn): Fela mætti miðstöðinni slíka vinnu ef ráðuneytið vill ekki gera það sjálft. Í fréttatilkynningunni kemur þó þetta fram: „Minni skólar geta samnýtt sérhæfða starfskrafta eða sérfræðiráðgjöf, til að mynda störf sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga, náms- og starfsráðgjafa, þroskaþjálfa og annarra sérfræðinga eftir aðstæðum.“ En þarf sérstakt stjórnsýslustig til að stuðla að þessu? Þurfa ekki skólarnir beint þá fjármuni sem þarf til að ráða fólk til stuðnings og ráðgjafar? Þingsályktun 2021 Aðgerðaáætlunin í júlí var birt vegna þess að í þingsályktun frá 2021 var ákveðið að gera þrjár aðgerðaáætlanir fyrir yfirstandandi áratug. Hugmyndin um að gera áætlanir er góð ef það skyldi koma í veg fyrir tilviljunar- og geðþóttakenndar ákvarðanir stjórnmálamanna. Nú hafa tvær slíkar áætlanir verið birtar, báðar sundurleitar og ofhlaðnar aðgerðum, verkþáttum og liðum í aðgerðum (sjá til dæmis greinar okkar Hermínu Gunnþórsdóttur í Skólaþráðum og Vísi). Samt er sett fram ákvörðun um stjórnsýslustig og svæðisskrifstofur aðeins tveimur mánuðum eftir birtingu síðustu áætlunar, hvernig sem ráðherranum hefur dottið þetta í hug akkúrat núna. Höfundur er menntunarfræðingur og starfaði sem prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Heimildir Hermína Gunnþórsdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. (2022). Óreiðukennd fyrsta aðgerðaáætlun í menntamálum. Skólaþræðir. https://skolathraedir.is/2022/11/04/oreidukennd-fyrsta-adgerdaaaetlun-i-menntamalum. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Hermína Gunnþórsdóttir. (2025). Safn sundurleitra aðgerða: Önnur aðgerðaáætlun í menntamálum. Skólaþræðir. https://skolathraedir.is/2025/09/07/safn-sundurleitra-adgerda-onnur-adgerdaaaetlun-i-menntamalum/ Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Hermína Gunnþórsdóttir. (2025, 9. september). Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss. Vísir. https://www.visir.is/g/20252773246d/adgerdaaaetlun-i-menntamalum-ekki-markviss Mennta- og barnamálaráðneytið. (2025). Menntastefna 2030. Önnur aðgerðaáætlun 2025–2027. https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/MRN/Menntastefna-2030-Onnur-adgerdaaaetlun-2025-2027.pdf Mennta- og barnamálaráðneytið. (2025). Skipulagsbreyting á framhaldsskólastigi – sameiginleg stjórnsýsla, sjálfstæðir framhaldsskólar [fréttatilkynning]. https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2025/09/17/Skipulagsbreyting-a-framhaldsskolastigi-sameiginleg-stjornsysla-sjalfstaedir-framhaldsskolar/ Þingsályktun um menntastefnu fyrir árin 2021–2030 nr 16/151. https://www.althingi.is/altext/151/s/1111.html
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun