Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 27. september 2025 09:32 Enn og aftur koma upp á yfirborðið mansalsmál hér á landi. Fréttaskýringarþátturinn Kveikur upplýsti í vikunni um fjölda mála sem tengd er starfsemi nagla- og snyrtistofum. Ég vil byrja á því að hrósa eftirlitsaðilum fyrir það að koma upp um þessi tilvik sem fram hafa komið en á undanförnum misserum hefur vinnustaðaeftirlit verkalýðsfélaganna innan Alþýðusambands Íslands verið sérstaklega mikilvægur drifkraftur í að upplýsa um mál sem þessi. Hlutverk opinberra aðila í eftirliti og eftirfylgni er jafnframt mikilvægt enda hafa þeir aðilar ríkari heimildir til aðgerða og því þarf samstarf á milli þessara aðila að vera gott. Gleymum því ekki að staða einstaklinga sem eru föst í þessum aðstæðum er sérstaklega viðkvæm enda fólkið varnarlaust með lítið stuðningsnet og mikilvægt er að standa við bakið á þeim. Samfélagið þarf að draga lærdóm af þeim málum sem hafa komið fram og bæta úr reglum og lögum sé þess þörf en einnig að efla eftirlit og auka heimildir til inngripa. Brot á lögum um handiðnað Í mörgum tilfellum kom fram að rekstraraðilar sem stunduðu brotastarfsemi gagnvart starfsfólki sínu höfðu ekki uppfyllt allar kröfur til þess að standa að þessum rekstri. Því hefði ég talið að tiltölulega auðvelt ætti að fylgjast með rekstri slíkra fyrirtækja og stöðva starfsemi sem ekki uppfyllir lög og reglur. Til þess að standa í ýmissi iðnstarfsemi er gerð krafa um að rekstur sé undir stjórn meistara og því er meistarabréf grundvallarforsenda þess fá heimild til að standa í atvinnurekstri. Það er ljóst í mínum huga að nauðsynlegt er að yfirfara verkferla opinberra aðila með veitingu starfsleyfa til þess að tryggja að kröfur séu uppfylltar. Með yfirferð er bæði hægt að tryggja einfaldari veitingar á leyfum sem og auka skilvirkni í kerfum án þess að dregið sé úr kröfum. Brotastarfsemi á vinnumarkaði Það er ljóst að nauðsynlegt er að afleiðingar þess að brjóta vísvitandi á starfsfólki verði þyngri, brot þurfa að hafa raunverulegar afleiðingar fyrir gerendur. Á það bæði við um þegar rætt er um jafn alvarleg mál og mansal en einnig og sérstaklega þegar kemur að launagreiðslum, þar sem vísvitandi eru greidd of lág laun. Í umræddum tilvikum sem upplýst var um núna virðast vangoldin laun hafa verið umtalsverð, samkvæmt fulltrúum verkalýðsfélagsins. Þessu verður svo sannarlega að breyta. Höfundur er þingmaður Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Mansal Samfylkingin Lögreglumál Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur koma upp á yfirborðið mansalsmál hér á landi. Fréttaskýringarþátturinn Kveikur upplýsti í vikunni um fjölda mála sem tengd er starfsemi nagla- og snyrtistofum. Ég vil byrja á því að hrósa eftirlitsaðilum fyrir það að koma upp um þessi tilvik sem fram hafa komið en á undanförnum misserum hefur vinnustaðaeftirlit verkalýðsfélaganna innan Alþýðusambands Íslands verið sérstaklega mikilvægur drifkraftur í að upplýsa um mál sem þessi. Hlutverk opinberra aðila í eftirliti og eftirfylgni er jafnframt mikilvægt enda hafa þeir aðilar ríkari heimildir til aðgerða og því þarf samstarf á milli þessara aðila að vera gott. Gleymum því ekki að staða einstaklinga sem eru föst í þessum aðstæðum er sérstaklega viðkvæm enda fólkið varnarlaust með lítið stuðningsnet og mikilvægt er að standa við bakið á þeim. Samfélagið þarf að draga lærdóm af þeim málum sem hafa komið fram og bæta úr reglum og lögum sé þess þörf en einnig að efla eftirlit og auka heimildir til inngripa. Brot á lögum um handiðnað Í mörgum tilfellum kom fram að rekstraraðilar sem stunduðu brotastarfsemi gagnvart starfsfólki sínu höfðu ekki uppfyllt allar kröfur til þess að standa að þessum rekstri. Því hefði ég talið að tiltölulega auðvelt ætti að fylgjast með rekstri slíkra fyrirtækja og stöðva starfsemi sem ekki uppfyllir lög og reglur. Til þess að standa í ýmissi iðnstarfsemi er gerð krafa um að rekstur sé undir stjórn meistara og því er meistarabréf grundvallarforsenda þess fá heimild til að standa í atvinnurekstri. Það er ljóst í mínum huga að nauðsynlegt er að yfirfara verkferla opinberra aðila með veitingu starfsleyfa til þess að tryggja að kröfur séu uppfylltar. Með yfirferð er bæði hægt að tryggja einfaldari veitingar á leyfum sem og auka skilvirkni í kerfum án þess að dregið sé úr kröfum. Brotastarfsemi á vinnumarkaði Það er ljóst að nauðsynlegt er að afleiðingar þess að brjóta vísvitandi á starfsfólki verði þyngri, brot þurfa að hafa raunverulegar afleiðingar fyrir gerendur. Á það bæði við um þegar rætt er um jafn alvarleg mál og mansal en einnig og sérstaklega þegar kemur að launagreiðslum, þar sem vísvitandi eru greidd of lág laun. Í umræddum tilvikum sem upplýst var um núna virðast vangoldin laun hafa verið umtalsverð, samkvæmt fulltrúum verkalýðsfélagsins. Þessu verður svo sannarlega að breyta. Höfundur er þingmaður Samfylkingar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar