Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar 25. september 2025 10:17 Skrifræði og regluverk atvinnulífsins er meira íþyngjandi á Íslandi en annars staðar, þetta sýna bæði greiningar frá OECD og þetta segja félagsmenn Samtaka atvinnulífsins. Óþarflega strangt regluverk veikir undirstöður atvinnulífs á breiðum grunni með því að draga úr virkni markaða og viðhalda háum viðskiptakostnaði. Dómsmálaráðherra hefur nú lagt fram frumvarp er varðar skyldu fyrirtækja og stofnana til jafnlaunavottunar og jafnlaunastaðfestingar. Frumvarpið felur í sér mikilvægar breytingar sem kallað hefur verið eftir af hálfu atvinnulífsins. Í stað jafnlaunavottunar verður fyrirtækjum með 50 starfsmenn eða fleiri skylt að skila inn til Jafnréttisstofu skýrslu sem upplýsir um starfaflokkun og launagreiningu á þriggja ára fresti. Ef kynbundinn launamunur mælist hjá fyrirtækjum þurfa þau jafnframt að skila inn tímasettri úrbótaáætlun. Samtök atvinnulífsins hafa um árabil mælt með breytingum og fagna frumvarpi ráðherra. Jafnlaunavottun á að vera val en ekki skylda. Ítrekað hefur komið fram í könnunum samtakanna á meðal félagsmanna neikvætt viðhorf til lögbundinnar jafnlaunavottunar og hár kostnaður vegna hennar. Miðað við þær kannanir má gera ráð fyrir því að kostnaður vegna jafnlaunavottunarinnar hafi hlaupið á bilinu 5-6 milljarðar, miðað við eigið mat fyrirtækjanna. Breytingin getur þýtt kostnaðarlækkun sem hleypur á bilinu 200 þúsund – 20 milljónir fyrir hvert fyrirtæki. Undirstaða góðra lífskjara á Íslandi er útflutningsdrifinn hagvöxtur, alþjóðaviðskipti eru lífæð landsins. 42% félagsmanna Samtaka atvinnulífsins sem stunda útflutning telja innlent regluverk eina helstu hindrunina sem þau mæta við útflutning. Á hringferð samtakanna í júní hittum við á fjórða hundrað fulltrúa fyrirtækja augliti til auglitis. Við héldum vinnufundi í níu bæjarfélögum þar sem rætt var um áskoranir, hvað stjórnvöld gætu gert og hvernig mætti auka útflutningstekjur Íslands. Það voru þrír þættir sem fyrirtæki landsins lögðu áherslu á gagnvart stjórnvöldum. Í fyrsta lagi ættu þau að móta stefnu til að auka fyrirsjáanleika, í öðru lagi lækka skatta og í þriðja lagi einfalda regluverk. Við fengum beint í æð skýrt ákall um að afnema bæri jafnlaunavottun sem lið í því að styðja við verðmætasköpun og aukin tækifæri. Á nýju þingi er yfirlýst áhersla stjórnvalda verðmætasköpun og það fer vel á því að hefja það með raunverulegri sönnun þess fyrir atvinnulífið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Margrét Oddsdóttir Jafnréttismál Kjaramál Atvinnurekendur Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Sjá meira
Skrifræði og regluverk atvinnulífsins er meira íþyngjandi á Íslandi en annars staðar, þetta sýna bæði greiningar frá OECD og þetta segja félagsmenn Samtaka atvinnulífsins. Óþarflega strangt regluverk veikir undirstöður atvinnulífs á breiðum grunni með því að draga úr virkni markaða og viðhalda háum viðskiptakostnaði. Dómsmálaráðherra hefur nú lagt fram frumvarp er varðar skyldu fyrirtækja og stofnana til jafnlaunavottunar og jafnlaunastaðfestingar. Frumvarpið felur í sér mikilvægar breytingar sem kallað hefur verið eftir af hálfu atvinnulífsins. Í stað jafnlaunavottunar verður fyrirtækjum með 50 starfsmenn eða fleiri skylt að skila inn til Jafnréttisstofu skýrslu sem upplýsir um starfaflokkun og launagreiningu á þriggja ára fresti. Ef kynbundinn launamunur mælist hjá fyrirtækjum þurfa þau jafnframt að skila inn tímasettri úrbótaáætlun. Samtök atvinnulífsins hafa um árabil mælt með breytingum og fagna frumvarpi ráðherra. Jafnlaunavottun á að vera val en ekki skylda. Ítrekað hefur komið fram í könnunum samtakanna á meðal félagsmanna neikvætt viðhorf til lögbundinnar jafnlaunavottunar og hár kostnaður vegna hennar. Miðað við þær kannanir má gera ráð fyrir því að kostnaður vegna jafnlaunavottunarinnar hafi hlaupið á bilinu 5-6 milljarðar, miðað við eigið mat fyrirtækjanna. Breytingin getur þýtt kostnaðarlækkun sem hleypur á bilinu 200 þúsund – 20 milljónir fyrir hvert fyrirtæki. Undirstaða góðra lífskjara á Íslandi er útflutningsdrifinn hagvöxtur, alþjóðaviðskipti eru lífæð landsins. 42% félagsmanna Samtaka atvinnulífsins sem stunda útflutning telja innlent regluverk eina helstu hindrunina sem þau mæta við útflutning. Á hringferð samtakanna í júní hittum við á fjórða hundrað fulltrúa fyrirtækja augliti til auglitis. Við héldum vinnufundi í níu bæjarfélögum þar sem rætt var um áskoranir, hvað stjórnvöld gætu gert og hvernig mætti auka útflutningstekjur Íslands. Það voru þrír þættir sem fyrirtæki landsins lögðu áherslu á gagnvart stjórnvöldum. Í fyrsta lagi ættu þau að móta stefnu til að auka fyrirsjáanleika, í öðru lagi lækka skatta og í þriðja lagi einfalda regluverk. Við fengum beint í æð skýrt ákall um að afnema bæri jafnlaunavottun sem lið í því að styðja við verðmætasköpun og aukin tækifæri. Á nýju þingi er yfirlýst áhersla stjórnvalda verðmætasköpun og það fer vel á því að hefja það með raunverulegri sönnun þess fyrir atvinnulífið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun