Innlent

Lýsa eftir Karli Helga­syni

Eiður Þór Árnason skrifar
Karl er sagður vera grannvaxinn, gráhærður og 165 sentímetrar á hæð.
Karl er sagður vera grannvaxinn, gráhærður og 165 sentímetrar á hæð. Lögreglan/Vísir

Lögreglan lýsir eftir hinum 78 ára gamla Karli Helgasyni sem búsettur er í Kópavogi. Hann hefur haft til umráða ljósgráa Suzuki-bifreið með skráningarnúmerinu JTD56.

Karl er grannvaxinn, gráhærður og 165 sentímetrar á hæð og sagður klæddur í svarta Icewear-úlpu, svartar buxur og svarta skó. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann hafi glímt við veikindi og eigi það til að villast í akstri. 

Fólk sem getur veitt upplýsingar um ferðir Karls eða vita hvar hann er að finna er vinsamlegast beðið um að hafa samband við lögregluna í síma 112. Meðfylgjandi er mynd af samskonar bifreið og hann ekur á.

Samskonar bifreið og Karl hefur til umráða.Lögreglan



Fleiri fréttir

Sjá meira


×