Innlent

Seldi dóp fyrir fjór­tán milljónir á hálfu ári

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Akureyri þar sem Héraðsdómur Norðurlands eystra er til húsa.
Frá Akureyri þar sem Héraðsdómur Norðurlands eystra er til húsa. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á Norðurlandi eystra hefur verið dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnasölu og peningaþvætti. Hann seldi fíkniefni fyrir fimmtán milljónir á hálfu ári.

Héraðsdómur Norðurlands eystra kvað upp dóm sinn á föstudag. Karlmaðurinn var í júlí 2023 handtekinn af lögreglu grunaður um kókaínsölu. Lögregla hafði hann þá grunaðan um að hafa verið að selja einstaklingi fíkniefni.

Um tuttugu grömm af kókaíni fundust í bíl hans en hann var grunaður um að hafa í nokkurn tíma aflað sér tekna með sölu á fíkniefnum. Þá var hann talin hafa aflað sér ávinnings upp á 14,3 milljónir króna sex mánuðina á undan.

Karlmaðurinn játaði brot sitt, var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 134 þúsund krónur í sakarkostnað.


Veistu meira? Hvar viðkomandi var handtekinn eða hvar fíkniefnasalan átti sér stað? Þú getur sent okkur fréttaskot hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×