Fólk hvatt til að taka strætó Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. september 2025 12:46 Á háannatíma getur umferðin verið þung í borginni. Vísir/Vilhelm Bíllausi dagurinn er í dag og eru landsmenn hvattir til að skilja bílinn eftir heima. Til að auðvelda fólki þá er frítt í strætó um allt land. Dagurinn markar lok evrópsku samgönguvikunnar en síðastliðna viku hafa ýmsar uppákomur og viðburðir verið í Reykjavík í tengslum við hana. „Í ár er yfirskriftin samgöngur fyrir öll og það er í rauninni markmiðið með henni að vekja athygli á fleiri samgöngukostum,“ segir Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir samgöngustjóri Reykjavíkurborgar. Mikilvægt sé að fólk nýti sér aðra samgöngumáta en einkabílinn. „Markmið Reykjavíkurborgar til 2030 er að rúmlega 40% ferða verði farnar öðruvísi en á einkabíl. Miðað við stóra ferðavenjukönnun sem var gerð 2022 þá höfum við í rauninni náð því markmiði í vissum hverfum borgarinnar eins og Laugardal, Hlíðum, Vesturbæ og miðborginni en þurfum að gera betur til þess að ná því og þetta er í rauninni bara risastórt loftlags- og umhverfismál“ Borgin hafi gert margt til að hvetja fólk til ferðast á umhverfisvænni máta. „Í raunni höfum við sé byltingu í hjólreiðum í borginni allt frá því að mælingar hófust. Hjólreiðar mældust ekki rétt eftir aldamótin en núna eru rúmlega 7% ferða borgarbúa farnar á hjóli. Við höfum verið að byggja upp gott net hjólastíga. Við höfum vakið athygli á og greitt samgöngustyrki í samræmi við það sem heimilt er. Svo eru við í því að vinna að breyttum ferðavenjum með borgarlínunni. Við erum í rauninni bara að reyna að fjölga valkostum í umferðinni. Því eins og allir þekkja þá hefur umferðin á höfuðborgarsvæðinu þyngst. Það fylgir því að það fjölgar á höfuðborgarsvæðinu íbúum og ef við höldum áfram að ferðast með þeim hætti sem við gerum í dag mikið þá mun þetta bara verða verra. Þannig að það er í rauninni lykilatriði fyrir alla borgarbúa að valmöguleikunum fjölgi.“ Umferð Umferðaröryggi Strætó Hjólreiðar Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Dagurinn markar lok evrópsku samgönguvikunnar en síðastliðna viku hafa ýmsar uppákomur og viðburðir verið í Reykjavík í tengslum við hana. „Í ár er yfirskriftin samgöngur fyrir öll og það er í rauninni markmiðið með henni að vekja athygli á fleiri samgöngukostum,“ segir Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir samgöngustjóri Reykjavíkurborgar. Mikilvægt sé að fólk nýti sér aðra samgöngumáta en einkabílinn. „Markmið Reykjavíkurborgar til 2030 er að rúmlega 40% ferða verði farnar öðruvísi en á einkabíl. Miðað við stóra ferðavenjukönnun sem var gerð 2022 þá höfum við í rauninni náð því markmiði í vissum hverfum borgarinnar eins og Laugardal, Hlíðum, Vesturbæ og miðborginni en þurfum að gera betur til þess að ná því og þetta er í rauninni bara risastórt loftlags- og umhverfismál“ Borgin hafi gert margt til að hvetja fólk til ferðast á umhverfisvænni máta. „Í raunni höfum við sé byltingu í hjólreiðum í borginni allt frá því að mælingar hófust. Hjólreiðar mældust ekki rétt eftir aldamótin en núna eru rúmlega 7% ferða borgarbúa farnar á hjóli. Við höfum verið að byggja upp gott net hjólastíga. Við höfum vakið athygli á og greitt samgöngustyrki í samræmi við það sem heimilt er. Svo eru við í því að vinna að breyttum ferðavenjum með borgarlínunni. Við erum í rauninni bara að reyna að fjölga valkostum í umferðinni. Því eins og allir þekkja þá hefur umferðin á höfuðborgarsvæðinu þyngst. Það fylgir því að það fjölgar á höfuðborgarsvæðinu íbúum og ef við höldum áfram að ferðast með þeim hætti sem við gerum í dag mikið þá mun þetta bara verða verra. Þannig að það er í rauninni lykilatriði fyrir alla borgarbúa að valmöguleikunum fjölgi.“
Umferð Umferðaröryggi Strætó Hjólreiðar Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira