Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar 22. september 2025 11:02 Við munum öll þann tíma í lífi okkar þegar ekkert var mikilvægara en að vera eins og allir hinir. Fyrir eina kynslóð var t.d. þráin eftir að eignast Millet-úlpu og uppháa Adidas körfuboltaskó djúp og innileg. Án þess fatnaðar myndi enginn verða hrifinn af okkur og jafnvel hætta á að verða fyrir stríðni jafnaldra. Á næsta skeiði lífsins snérist þetta við hjá okkur. Við hófum leitina að okkur sjálfum og ekkert var verra en að vera alveg eins og hinir. Síðan komst á jafnvægi og lífið tók við. Lífið leiðir fólk mismunandi vegu og margt gerist á ferðinni sem við áttum ekki von á í upphafi. Við veljum okkur ólíka menntun og störf. Við höfum mismunandi áhugamál og sjáum mis mikið af heiminum. Okkur er útdeilt misstórum skömmtum af gleði og sorg. Við veljum okkur ólík búsetuform, bæði hvað varðar staðsetningu og gerð. Kannski verðum við heppin og náum háum aldri. Á efri árum erum við einmitt hvað ólíkust hvort öðru - þó að við séum í grunninn eins. Óskir okkar og þarfir eru misjafnar, í takt við það sem við höfum vanið okkur á í lífinu. Sum okkar munu á einhverjum tímapunkti þurfa á þjónustu að halda við daglegar athafnir og vilja flytja í húsnæði sem svarar þeim þörfum. En það er sjálfsögð og eðlileg krafa að við höfum sjálf eitthvað um það að segja hvar og hvernig við búum á efri árum. Eitt stærsta og mikilvægasta mál heilbrigðiskerfisins núna er uppbygging á húsum og þjónustu fyrir aldraða. Þegar þessi orð eru skrifuð eru um 500 eldri borgarar að bíða eftir búsetuúrræði, en til að mæta þörfinni næstu árin þarf að útvega um 100 ný hjúkrunarrými á ári. Og það eru ekki bara hjúkrunarrými sem vantar, heldur einnig pláss í dagdvölum, aukið framboð á heimaþjónustu og einnig heilsueflandi þjónustu sem gerir öldruðum kleift að halda sjálfstæðri búsetu sem lengst. Sjómannadagsráð, Hrafnista og DAS íbúðir hafa undanfarin tvö ár unnið að uppbyggingaráætlun félaganna til næstu 15 ára. Fjölmargar vinnustofur með starfsfólki, stjórnendum, íbúum og hinum ýmsu hagaðilum leggja grunninn að þessari áætlun þar sem rauði þráðurinn er að búa til samfélög fólks sem gera ráð fyrir því að við erum mismunandi einstaklingar. Hægt er að kynna sér uppbyggingaráætlunina og koma með athugasemdir á vefslóðinni uppbygging.sjomannadagsrad.is. Ég held áfram að vera ég þó ég eldist. Við höldum áfram að sinna áhugamálum og lifa lífinu á okkar hátt. Einhverjir halda áfram að ganga á fjöll og ferðast til fjarlægra landa á meðan aðrir spila á hljóðfæri, mála og dansa. Þau sem geta haft áhrif á stefnur í uppbyggingu fyrir aldraða ættu að gefa þessu gaum. Muna eftir því að hlusta á fólkið sem þarf á þjónustunni að halda og skapa þannig raunveruleg lífsgæði. Sjómannadagsráð mun leggja sitt af mörkum til að taka þátt í þessari uppbyggingu. Rétturinn til að velja og hafa áhrif á það hvar og hvernig ég vil búa eiga að vera sjálfsögð mannréttindi sem standa öllum til boða. Höfundur er framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Húsnæðismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Sjá meira
Við munum öll þann tíma í lífi okkar þegar ekkert var mikilvægara en að vera eins og allir hinir. Fyrir eina kynslóð var t.d. þráin eftir að eignast Millet-úlpu og uppháa Adidas körfuboltaskó djúp og innileg. Án þess fatnaðar myndi enginn verða hrifinn af okkur og jafnvel hætta á að verða fyrir stríðni jafnaldra. Á næsta skeiði lífsins snérist þetta við hjá okkur. Við hófum leitina að okkur sjálfum og ekkert var verra en að vera alveg eins og hinir. Síðan komst á jafnvægi og lífið tók við. Lífið leiðir fólk mismunandi vegu og margt gerist á ferðinni sem við áttum ekki von á í upphafi. Við veljum okkur ólíka menntun og störf. Við höfum mismunandi áhugamál og sjáum mis mikið af heiminum. Okkur er útdeilt misstórum skömmtum af gleði og sorg. Við veljum okkur ólík búsetuform, bæði hvað varðar staðsetningu og gerð. Kannski verðum við heppin og náum háum aldri. Á efri árum erum við einmitt hvað ólíkust hvort öðru - þó að við séum í grunninn eins. Óskir okkar og þarfir eru misjafnar, í takt við það sem við höfum vanið okkur á í lífinu. Sum okkar munu á einhverjum tímapunkti þurfa á þjónustu að halda við daglegar athafnir og vilja flytja í húsnæði sem svarar þeim þörfum. En það er sjálfsögð og eðlileg krafa að við höfum sjálf eitthvað um það að segja hvar og hvernig við búum á efri árum. Eitt stærsta og mikilvægasta mál heilbrigðiskerfisins núna er uppbygging á húsum og þjónustu fyrir aldraða. Þegar þessi orð eru skrifuð eru um 500 eldri borgarar að bíða eftir búsetuúrræði, en til að mæta þörfinni næstu árin þarf að útvega um 100 ný hjúkrunarrými á ári. Og það eru ekki bara hjúkrunarrými sem vantar, heldur einnig pláss í dagdvölum, aukið framboð á heimaþjónustu og einnig heilsueflandi þjónustu sem gerir öldruðum kleift að halda sjálfstæðri búsetu sem lengst. Sjómannadagsráð, Hrafnista og DAS íbúðir hafa undanfarin tvö ár unnið að uppbyggingaráætlun félaganna til næstu 15 ára. Fjölmargar vinnustofur með starfsfólki, stjórnendum, íbúum og hinum ýmsu hagaðilum leggja grunninn að þessari áætlun þar sem rauði þráðurinn er að búa til samfélög fólks sem gera ráð fyrir því að við erum mismunandi einstaklingar. Hægt er að kynna sér uppbyggingaráætlunina og koma með athugasemdir á vefslóðinni uppbygging.sjomannadagsrad.is. Ég held áfram að vera ég þó ég eldist. Við höldum áfram að sinna áhugamálum og lifa lífinu á okkar hátt. Einhverjir halda áfram að ganga á fjöll og ferðast til fjarlægra landa á meðan aðrir spila á hljóðfæri, mála og dansa. Þau sem geta haft áhrif á stefnur í uppbyggingu fyrir aldraða ættu að gefa þessu gaum. Muna eftir því að hlusta á fólkið sem þarf á þjónustunni að halda og skapa þannig raunveruleg lífsgæði. Sjómannadagsráð mun leggja sitt af mörkum til að taka þátt í þessari uppbyggingu. Rétturinn til að velja og hafa áhrif á það hvar og hvernig ég vil búa eiga að vera sjálfsögð mannréttindi sem standa öllum til boða. Höfundur er framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar