Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 20. september 2025 12:33 Á dögunum rauf rafmagnshjólið mitt 5.000 kílómetra múrinn eftir fjögurra ára þjónustu. Elsku Ellan búin að bera mig borgina þvera og endilanga í öllum veðrum, á negldum dekkjum, í logni, í slyddu, í mótvindi, rafmagnslaus og á móti miðnætursól. Vegalengd sem í upphafi virtist vera fjarlægur veruleiki fyrir miðaldra, þriggja barna móður búsetta í Breiðholti varð staðreynd. Á árinu hef ég hjólað tæplega 1.300 kílómetra, til og frá vinnu, í búðina, í sund, í heimsóknir eða á fundi. Vel að setjast á hjólið, skilja bílinn heima, spara akstur þegar tækifæri gefst. Hvað þýðir það að hjóla 1.300 kílómetra á ári eða 5.000 kílómetra á fjórum? Fyrir heimilisbókhaldið, fyrir loftslagið, fyrir heilsuna? Hvað gefa 5.000 kílómetrar á hjóli? Frískandi útivera sparar 1,3 tonn koltvísýringi Það er gaman að hjóla, frelsandi tilfinning að setjast á hjólið. Hægt að stýra hraðanum, fara hægar yfir þegar útsýnið er fagurt – eða stíga brekkuna og fá hjartað til að pumpa hraðar, taka heilsurækt á leiðinni til og frá vinnu. Njóta eða þjóta - nema náttúruna bókstaflega á eigin skinni, síbreytilega eins og við Íslendingar þekkjum vel. Stundum blaut, stundum köld, stundum hvöss. Hjólið gleður ekki aðeins sálina heldur líka heimilisbókhaldið. Eldsneytiskaup fyrir meðalstóran heimilisbíl sömu vegalengd myndi kosta um 150 þúsund krónur, það er margt hægt að gera fyrir þá upphæð. Við höfum hér rætt ávinninginn fyrir heilsuna, sálina og buddauna, en megum ekki heldur gleyma ávinningnum fyrir loftslagið. Gróðurhúsalofttegundir sem valda hækkandi hita á jörðinni eru ein helsta ógn mannkyns. Það er því áhugavert að reikna út hversu mörg kíló af koltvísýringi sparast við það að velja hjólið umfram bílinn. Fyrir hverja 1.000 kílómetra sem farnir eru hjóli frekar en á áðurnefndum meðal fólksbíl sparast um 260 kg af koltvísýringi, sem gera 1,3 tonn fyrir 5.000 km. Það er góð tilfinning að hafa sparað 1,3 tonn af koltvísýringi sem ella hefði farið út í andrúmsloftið. Hvað getum við sparað saman mörg tonn við að skilja bílinn eftir heima 1-2 daga í viku? Samgöngur bera ábyrgð á 54% kolefnisfótspori Reykjavíkur Á borgarþingi í byrjun september var farið yfir kolefnisfótspor borgarinnar en þar kom fram að samgöngur bera ábyrgð á 54% losunar gróðurhúsalofttegunda í borginni. Þegar uppskipting samgangna er skoðuð ber einkabílinn ábyrgð á langstærstum hluta eða 57%, rútur og strætó 6%, vöruflutningabílar 19%, skip 16% og flug 2%. Hver ætli skiptingin sé fyrir stórhöfuðborgarsvæðið; frá Borgarnesi, Selfossi, Suðurnesjum og sveitarfélögunum í kringum Reykjavík? Svæði þar sem 84% þjóðarinnar býr, starfar og ferðast um og bera 3 af hverjum 4 ökutækjum á landsvísu enda sýna tölurnar okkur að umferðin eykst ár frá ári. Um 70 bílar mæta götur á höfuðborgarsvæðisins í hverri viku, um 3.600 á ári vegna fólksfjölgunar, ferðamanna og velmegunar. Tækifæri í breyttum ferðavenjum Tækifærið okkar liggur í breyttum ferðavenjum okkar á höfuðborgarsvæðinu til að draga úr umferð fyrir þau sem hafa tök á velja aðra ferðamáta en einkabílinn. Einn dagur á hjóli, annar í strætó og þriðja á bíl. Ef 100 þúsund manns myndu skilja bílinn eftir heima einn dag í viku, spara 15 km í akstri á dag, gætu setið eftir heima á hlaði um 20.000 tonn koltvísýringi á ári. Það er því til mikils að vinna að skipuleggja vikuna út frá veðri, hversdagslegum verkefnum, panta matarinnkaup í gegnum netkaup og velja að skilja bílinn eftir heima. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Hjólreiðar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum rauf rafmagnshjólið mitt 5.000 kílómetra múrinn eftir fjögurra ára þjónustu. Elsku Ellan búin að bera mig borgina þvera og endilanga í öllum veðrum, á negldum dekkjum, í logni, í slyddu, í mótvindi, rafmagnslaus og á móti miðnætursól. Vegalengd sem í upphafi virtist vera fjarlægur veruleiki fyrir miðaldra, þriggja barna móður búsetta í Breiðholti varð staðreynd. Á árinu hef ég hjólað tæplega 1.300 kílómetra, til og frá vinnu, í búðina, í sund, í heimsóknir eða á fundi. Vel að setjast á hjólið, skilja bílinn heima, spara akstur þegar tækifæri gefst. Hvað þýðir það að hjóla 1.300 kílómetra á ári eða 5.000 kílómetra á fjórum? Fyrir heimilisbókhaldið, fyrir loftslagið, fyrir heilsuna? Hvað gefa 5.000 kílómetrar á hjóli? Frískandi útivera sparar 1,3 tonn koltvísýringi Það er gaman að hjóla, frelsandi tilfinning að setjast á hjólið. Hægt að stýra hraðanum, fara hægar yfir þegar útsýnið er fagurt – eða stíga brekkuna og fá hjartað til að pumpa hraðar, taka heilsurækt á leiðinni til og frá vinnu. Njóta eða þjóta - nema náttúruna bókstaflega á eigin skinni, síbreytilega eins og við Íslendingar þekkjum vel. Stundum blaut, stundum köld, stundum hvöss. Hjólið gleður ekki aðeins sálina heldur líka heimilisbókhaldið. Eldsneytiskaup fyrir meðalstóran heimilisbíl sömu vegalengd myndi kosta um 150 þúsund krónur, það er margt hægt að gera fyrir þá upphæð. Við höfum hér rætt ávinninginn fyrir heilsuna, sálina og buddauna, en megum ekki heldur gleyma ávinningnum fyrir loftslagið. Gróðurhúsalofttegundir sem valda hækkandi hita á jörðinni eru ein helsta ógn mannkyns. Það er því áhugavert að reikna út hversu mörg kíló af koltvísýringi sparast við það að velja hjólið umfram bílinn. Fyrir hverja 1.000 kílómetra sem farnir eru hjóli frekar en á áðurnefndum meðal fólksbíl sparast um 260 kg af koltvísýringi, sem gera 1,3 tonn fyrir 5.000 km. Það er góð tilfinning að hafa sparað 1,3 tonn af koltvísýringi sem ella hefði farið út í andrúmsloftið. Hvað getum við sparað saman mörg tonn við að skilja bílinn eftir heima 1-2 daga í viku? Samgöngur bera ábyrgð á 54% kolefnisfótspori Reykjavíkur Á borgarþingi í byrjun september var farið yfir kolefnisfótspor borgarinnar en þar kom fram að samgöngur bera ábyrgð á 54% losunar gróðurhúsalofttegunda í borginni. Þegar uppskipting samgangna er skoðuð ber einkabílinn ábyrgð á langstærstum hluta eða 57%, rútur og strætó 6%, vöruflutningabílar 19%, skip 16% og flug 2%. Hver ætli skiptingin sé fyrir stórhöfuðborgarsvæðið; frá Borgarnesi, Selfossi, Suðurnesjum og sveitarfélögunum í kringum Reykjavík? Svæði þar sem 84% þjóðarinnar býr, starfar og ferðast um og bera 3 af hverjum 4 ökutækjum á landsvísu enda sýna tölurnar okkur að umferðin eykst ár frá ári. Um 70 bílar mæta götur á höfuðborgarsvæðisins í hverri viku, um 3.600 á ári vegna fólksfjölgunar, ferðamanna og velmegunar. Tækifæri í breyttum ferðavenjum Tækifærið okkar liggur í breyttum ferðavenjum okkar á höfuðborgarsvæðinu til að draga úr umferð fyrir þau sem hafa tök á velja aðra ferðamáta en einkabílinn. Einn dagur á hjóli, annar í strætó og þriðja á bíl. Ef 100 þúsund manns myndu skilja bílinn eftir heima einn dag í viku, spara 15 km í akstri á dag, gætu setið eftir heima á hlaði um 20.000 tonn koltvísýringi á ári. Það er því til mikils að vinna að skipuleggja vikuna út frá veðri, hversdagslegum verkefnum, panta matarinnkaup í gegnum netkaup og velja að skilja bílinn eftir heima. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun