Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar 19. september 2025 09:02 „Það er mikilvægt að barn komi vel sofið, búið að borða og í ró í skólann.“ Þetta sagði við mig kennari sem hefur langa reynslu af skólastofunni. Þetta er forsenda þess að hægt sé að hefja kennslu og nýta tímann til náms. Þegar ró næst fer ekki dýrmætur tími forgörðum. Ætla má að þetta sé það sem við köllum almenna skynsemi og má fullyrða að flestir foreldrar sinna þessu hlutverki vel. Bæta má hins vegar við að foreldrar þjálfi með börnum sínum jákvæðan aga. Íslenskir kennarar eru ellefu mínútum lengur að ná aga eða ró í bekkjastarfi sínu, að meðaltali, miðað við rannsóknir á Norðurlöndunum. Agi er orð sem oft hefur verið misskilið. Fólk hræðist oft að ræða aga eða réttara sagt hvað agaleysi felur í sér. Þegar skoðaðar eru rannsóknir á skaðlegu umhverfi, bæði í uppeldi og á vinnustöðum, er agaleysi flokkuð sem vanræksla. Áhrifin af vanrækslu í uppeldi eru ákaflega skaðleg. Foreldrum ber skylda til að börn sín séu vel undirbúin til skólagöngunnar en með réttu má segja að leikskólar aðstoði foreldra við aðlögun barna að grunnskólanámi. Í stærri samhengi hlutanna bera foreldrar einnig ábyrgð á því að börnin vaxi úr grasi og verði virkir þátttakendur samfélagsins. Þetta er verkefni sem skólinn og foreldar skipta sín á milli, hvor liður mikilvægur í uppvextinum. En þá spyr maður sig, hvað kemur fyrir barn sem aldrei hefur fengið þjálfun í að fara eftir settum reglum, alist upp án aga og marka? Eða unglingar? Hvað gerist þegar einstaklingurinn verður fullorðinn? Það skín í gegn að agaleysi er vandamál sem er viðvarandi. Það kallar á samfélagsleg viðbrögð og við þufum því að velta því fyrir okkur hvernig við getum náð ró í skólastarfinu. Agaleysi er ekki bara áskorun fyrir skólann heldur samfélagslegt vandamál sem hefur afleiðingar langt fram á fullorðins ár. Ró í skólastofunni. Ró í skólastofunni miðast að sjálfsögðu við hvern árgang, hvert barn og þann stuðning sem þarf til að halda uppi skipulögðu starfi. Ró næst líka með því að foreldrar sinni samstarfi við skóla, fylgist með daglegu skólastarfi og taki virkan þátt í foreldrasamstarfi. Ali upp virðingu fyrir kennurum, skólastarfi og menntun. Styðji við barnið sitt svo það geti verið í bekkjar umhverfi frá upphafi. Styðji það til jákvæðrar hegðunar, sýni því fram á að óæskileg hegðun hafi afleiðingar og beiti leiðandi uppeldisaðferðum. Árangur í að koma í veg fyrir einelti, sem dæmi, byggir á að barn geti sett sig í spor annarra. Til þess þarf samstarf heimila og skóla og í raun alls samfélagsins. Rannsóknir sýna að sá hæfileiki, sem er grundvallar hluti af hópstarfi, er á niðurleið. Foreldrar þurfa að leggja sig fram um að barni sé leiðbeint þannig í samskiptum að það geti átt í jákvæðum samskiptum við önnur börn og fullorðið fólk. Það er að sjálfsögðu ekki allir sem getað náð þeirri færni í samskiptum. Þeir sem eru með þroska- og hegðunarraskanir þurfa oftar en ekki aðstoð sem skólanum ber að veita. Hvernig næst ró í skólakerfinu? Munum að ró í skólastofu hefst heima, þar er lagður grunnur að þeirri færni sem hvert og eitt barn þarf að búa yfir til að ró náist. Ró í skólastofu næst betur t.d. með því að vera ekki með símana til að trufla athygli. Ró næst t.d. þegar virðing er borin fyrir samnemendum og kennurum. Pólitísk ró? Einn af þeim þáttum sem hafa gleymst í þeirri umræðu er að samfélagið hefur breyst hratt á undanförnum árum. Samfélagið innan hvers bekkjar, samfélagið utan bekkjar. Fjölbreytni og þarfir ólíkra hópa hefur vaxið til muna. Skólarnir hafa tekist á við samfélagsbreytingar á aðdáunarverðan máta. Ég hef haft þann heiður að heimsækja marga skóla í Reykjavíkurborg. Þar er unnið fagmannlegt starf. Tími er komin til að við tökum saman höndum um hvernig skólakerfi við viljum. Vandi menntakerfisins liggur í að póltíkin þvælist fyrir. Það er að segja á fjögurra ára fresti er skipt um ráðherra og pólitískt kjörna fulltrúa og þar með stefnumótun í menntakerfinu. Við þurfum að halda okkur við langtímastefnumótun. Þar þarf aga og úthald eins og í uppeldi. Hvolpur sem ekki fær aga í uppeldi getur bitið. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík og situr í Skóla- og frístundarráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árelía Eydís Guðmundsdóttir Framsóknarflokkurinn Reykjavík Grunnskólar Borgarstjórn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
„Það er mikilvægt að barn komi vel sofið, búið að borða og í ró í skólann.“ Þetta sagði við mig kennari sem hefur langa reynslu af skólastofunni. Þetta er forsenda þess að hægt sé að hefja kennslu og nýta tímann til náms. Þegar ró næst fer ekki dýrmætur tími forgörðum. Ætla má að þetta sé það sem við köllum almenna skynsemi og má fullyrða að flestir foreldrar sinna þessu hlutverki vel. Bæta má hins vegar við að foreldrar þjálfi með börnum sínum jákvæðan aga. Íslenskir kennarar eru ellefu mínútum lengur að ná aga eða ró í bekkjastarfi sínu, að meðaltali, miðað við rannsóknir á Norðurlöndunum. Agi er orð sem oft hefur verið misskilið. Fólk hræðist oft að ræða aga eða réttara sagt hvað agaleysi felur í sér. Þegar skoðaðar eru rannsóknir á skaðlegu umhverfi, bæði í uppeldi og á vinnustöðum, er agaleysi flokkuð sem vanræksla. Áhrifin af vanrækslu í uppeldi eru ákaflega skaðleg. Foreldrum ber skylda til að börn sín séu vel undirbúin til skólagöngunnar en með réttu má segja að leikskólar aðstoði foreldra við aðlögun barna að grunnskólanámi. Í stærri samhengi hlutanna bera foreldrar einnig ábyrgð á því að börnin vaxi úr grasi og verði virkir þátttakendur samfélagsins. Þetta er verkefni sem skólinn og foreldar skipta sín á milli, hvor liður mikilvægur í uppvextinum. En þá spyr maður sig, hvað kemur fyrir barn sem aldrei hefur fengið þjálfun í að fara eftir settum reglum, alist upp án aga og marka? Eða unglingar? Hvað gerist þegar einstaklingurinn verður fullorðinn? Það skín í gegn að agaleysi er vandamál sem er viðvarandi. Það kallar á samfélagsleg viðbrögð og við þufum því að velta því fyrir okkur hvernig við getum náð ró í skólastarfinu. Agaleysi er ekki bara áskorun fyrir skólann heldur samfélagslegt vandamál sem hefur afleiðingar langt fram á fullorðins ár. Ró í skólastofunni. Ró í skólastofunni miðast að sjálfsögðu við hvern árgang, hvert barn og þann stuðning sem þarf til að halda uppi skipulögðu starfi. Ró næst líka með því að foreldrar sinni samstarfi við skóla, fylgist með daglegu skólastarfi og taki virkan þátt í foreldrasamstarfi. Ali upp virðingu fyrir kennurum, skólastarfi og menntun. Styðji við barnið sitt svo það geti verið í bekkjar umhverfi frá upphafi. Styðji það til jákvæðrar hegðunar, sýni því fram á að óæskileg hegðun hafi afleiðingar og beiti leiðandi uppeldisaðferðum. Árangur í að koma í veg fyrir einelti, sem dæmi, byggir á að barn geti sett sig í spor annarra. Til þess þarf samstarf heimila og skóla og í raun alls samfélagsins. Rannsóknir sýna að sá hæfileiki, sem er grundvallar hluti af hópstarfi, er á niðurleið. Foreldrar þurfa að leggja sig fram um að barni sé leiðbeint þannig í samskiptum að það geti átt í jákvæðum samskiptum við önnur börn og fullorðið fólk. Það er að sjálfsögðu ekki allir sem getað náð þeirri færni í samskiptum. Þeir sem eru með þroska- og hegðunarraskanir þurfa oftar en ekki aðstoð sem skólanum ber að veita. Hvernig næst ró í skólakerfinu? Munum að ró í skólastofu hefst heima, þar er lagður grunnur að þeirri færni sem hvert og eitt barn þarf að búa yfir til að ró náist. Ró í skólastofu næst betur t.d. með því að vera ekki með símana til að trufla athygli. Ró næst t.d. þegar virðing er borin fyrir samnemendum og kennurum. Pólitísk ró? Einn af þeim þáttum sem hafa gleymst í þeirri umræðu er að samfélagið hefur breyst hratt á undanförnum árum. Samfélagið innan hvers bekkjar, samfélagið utan bekkjar. Fjölbreytni og þarfir ólíkra hópa hefur vaxið til muna. Skólarnir hafa tekist á við samfélagsbreytingar á aðdáunarverðan máta. Ég hef haft þann heiður að heimsækja marga skóla í Reykjavíkurborg. Þar er unnið fagmannlegt starf. Tími er komin til að við tökum saman höndum um hvernig skólakerfi við viljum. Vandi menntakerfisins liggur í að póltíkin þvælist fyrir. Það er að segja á fjögurra ára fresti er skipt um ráðherra og pólitískt kjörna fulltrúa og þar með stefnumótun í menntakerfinu. Við þurfum að halda okkur við langtímastefnumótun. Þar þarf aga og úthald eins og í uppeldi. Hvolpur sem ekki fær aga í uppeldi getur bitið. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík og situr í Skóla- og frístundarráði.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar