Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar 18. september 2025 15:02 Það bárust sláandi fréttir í vikunni af árangri Íslands hvað friðun hafsvæða varðar. Fram kom að við erum töluvert á eftir öðrum löndum í þessum efnum og eigum langt í land með að uppfylla skuldbindingar okkar um friðun 30% hafsins fyrir 2030. Núverandi verndarsvæði dekka eingöngu 1,6% af efnahagslögsögu Íslands og lífríki hafsbotnsins er farið að láta verulega á sjá sökum ágangs þungra veiðarfæra, þar á meðal viðkvæm kóralsvæði sem taka áratugi að jafna sig. Í þessu samhengi sagði lögfræðingur í hafréttardeild Ocean Vision Legal, Samantha Robb, í viðtali við RÚV að togveiðar „hafa skelfileg áhrif á sjávarumhverfið. Það sem er mikilvægt við þetta er að vísindin sýna mjög skýrt nú orðið að þetta er sú veiðiaðferð sem eyðileggur mest.“ Af því má álykta að sjálfbærasta leiðin til að stunda ábyrgar fiskveiðar sé að leggja aukna áherslu á veiðiaðferðir sem raska lífríkinu sem minnst. Viðbrögð Hrannar Egilsdóttur, sviðsstjóra umhverfissviðs Hafró, við þessum fréttum voru áhugaverð fyrir margar sakir. Hún byrjaði á því að fullyrða að Íslendingar séu komnir „lengra en margir, af því að við erum með ansi gott fiskveiðistjórnunarkerfi, þar sem er ákveðin verndun inn í kerfinu, meðal annars að það má ekki toga innan 12 mílna lögsögunnar.“ Hafró stígur inn á hið pólitíska svið Fyrri fullyrðingin – „við erum með ansi gott fiskveiðistjórnunarkerfi“ – er rammpólitísk og með henni er Hafró komið langt út fyrir sitt hlutlausa svið. Lögbundið hlutverk Hafró er að stunda rannsóknir á hafinu og nytjastofnum þess og veita stjórnvöldum vísindalega ráðgjöf um verndun og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Stofnunin á ekki að skipta sér af fiskveiðistjórnunarkerfinu sem slíku. Það er því ótækt að hátt settur starfsmaður hjá Hafró skuli byrja svar við alvarlegri og mikilvægri spurningu um hnignun lífríkis hafsins með því að vitna í helsta slagorð stórútgerðarinnar. Veit Hafró ekki betur? Seinni fullyrðingin – „það má ekki toga innan 12 mílna lögsögunnar“ – er aftur á móti hreinlega röng. Með breytingum sem gerðar voru fyrir tveimur árum á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997, var landhelgin galopnuð fyrir togveiðar með óheftu vélarafli alveg inn að þremur mílum frá landi. Ekki veit ég hvers vegna sviðsstjórinn hélt því fram að togveiðar séu bannaðar innan 12 mílna en líklega eru eingöngu tvær mögulegar skýringar á því. Annaðhvort vissi hún ekki betur eða þá að hún hafi vísvitandi afvegaleitt umræðuna. Seinni skýringin er líklegri í ljósi sögulegrar afstöðu Hafró til þessa máls. Vissulega voru margir hissa á því að stofnunin skyldi ekki skila inn umsögn um frumvarpið á sínum tíma en leggja þó blessun sína yfir þessa vitleysu í atvinnuveganefnd. Hafró hlýtur að hafa vitað að frumvarpið væri stórt skref afturábak hvað verndun hafsins varðar. Einn togaravélstjóri sagði mér að þetta samsvaraði því að hleypa jarðýtum í berjamó. Strandveiðifélagið krefst hlutleysis Hafró Hvers vegna tók Hafró ekki skýra afstöðu gegn því að hleypa öflugum togurum inn fyrir 12 mílur? Og hvers vegna er stofnunin nú að breiða yfir þá staðreynd að sú breyting hafi boðað stórkostlega afturför í viðleitni Íslands að standa við alþjóðlegar skuldbingingar um að vernda lífríki sjávar? Hér komum við að atriði sem er orðið að kunnuglegu stefi í málflutningi Hafró: ef lagabreytingar eru stórútgerðinni í hag þá eru þær líklega sjálfbærar eða í versta falli hlutlausar. Ef breytingar eru smábátum í hag eru þær, eins og forstjóri Hafró orðaði það, líklega „alls ekki“ sjálfbærar. Það er almennt viðurkennt í alþjóðasamfélaginu að áhrif handfæra á lífríkið eru töluvert minni en togveiða. Þar með er ég ekki að færa rök fyrir því að togveiðar verði bannaðar. Togarar munu halda áfram að gegna lykilhlutverki í fiskveiðum um ókomna framtíð og mikilvægt er að veita þeim svigrúm til þess að þróa vistvænni veiðiaðferðir. Vandamálið er að ónákvæmar og villandi upplýsingar varðandi umhverfisáhrif ólíkra veiðarfæra skekkja ákvarðanatöku innan stjórnsýslunnar. Togarar á grunnslóð eru sönnun þess. Strandveiðifélag Íslands gerir þá sjálfsögðu kröfu að Hafró yfirgefi hið pólitíska svið og einbeiti sér að því að veita stjórnvöldum hlutlausa vísindalega ráðgjöf um verndun og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Orðspor íslensks sjávarútvegs er í húfi. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandveiðar Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Það bárust sláandi fréttir í vikunni af árangri Íslands hvað friðun hafsvæða varðar. Fram kom að við erum töluvert á eftir öðrum löndum í þessum efnum og eigum langt í land með að uppfylla skuldbindingar okkar um friðun 30% hafsins fyrir 2030. Núverandi verndarsvæði dekka eingöngu 1,6% af efnahagslögsögu Íslands og lífríki hafsbotnsins er farið að láta verulega á sjá sökum ágangs þungra veiðarfæra, þar á meðal viðkvæm kóralsvæði sem taka áratugi að jafna sig. Í þessu samhengi sagði lögfræðingur í hafréttardeild Ocean Vision Legal, Samantha Robb, í viðtali við RÚV að togveiðar „hafa skelfileg áhrif á sjávarumhverfið. Það sem er mikilvægt við þetta er að vísindin sýna mjög skýrt nú orðið að þetta er sú veiðiaðferð sem eyðileggur mest.“ Af því má álykta að sjálfbærasta leiðin til að stunda ábyrgar fiskveiðar sé að leggja aukna áherslu á veiðiaðferðir sem raska lífríkinu sem minnst. Viðbrögð Hrannar Egilsdóttur, sviðsstjóra umhverfissviðs Hafró, við þessum fréttum voru áhugaverð fyrir margar sakir. Hún byrjaði á því að fullyrða að Íslendingar séu komnir „lengra en margir, af því að við erum með ansi gott fiskveiðistjórnunarkerfi, þar sem er ákveðin verndun inn í kerfinu, meðal annars að það má ekki toga innan 12 mílna lögsögunnar.“ Hafró stígur inn á hið pólitíska svið Fyrri fullyrðingin – „við erum með ansi gott fiskveiðistjórnunarkerfi“ – er rammpólitísk og með henni er Hafró komið langt út fyrir sitt hlutlausa svið. Lögbundið hlutverk Hafró er að stunda rannsóknir á hafinu og nytjastofnum þess og veita stjórnvöldum vísindalega ráðgjöf um verndun og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Stofnunin á ekki að skipta sér af fiskveiðistjórnunarkerfinu sem slíku. Það er því ótækt að hátt settur starfsmaður hjá Hafró skuli byrja svar við alvarlegri og mikilvægri spurningu um hnignun lífríkis hafsins með því að vitna í helsta slagorð stórútgerðarinnar. Veit Hafró ekki betur? Seinni fullyrðingin – „það má ekki toga innan 12 mílna lögsögunnar“ – er aftur á móti hreinlega röng. Með breytingum sem gerðar voru fyrir tveimur árum á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997, var landhelgin galopnuð fyrir togveiðar með óheftu vélarafli alveg inn að þremur mílum frá landi. Ekki veit ég hvers vegna sviðsstjórinn hélt því fram að togveiðar séu bannaðar innan 12 mílna en líklega eru eingöngu tvær mögulegar skýringar á því. Annaðhvort vissi hún ekki betur eða þá að hún hafi vísvitandi afvegaleitt umræðuna. Seinni skýringin er líklegri í ljósi sögulegrar afstöðu Hafró til þessa máls. Vissulega voru margir hissa á því að stofnunin skyldi ekki skila inn umsögn um frumvarpið á sínum tíma en leggja þó blessun sína yfir þessa vitleysu í atvinnuveganefnd. Hafró hlýtur að hafa vitað að frumvarpið væri stórt skref afturábak hvað verndun hafsins varðar. Einn togaravélstjóri sagði mér að þetta samsvaraði því að hleypa jarðýtum í berjamó. Strandveiðifélagið krefst hlutleysis Hafró Hvers vegna tók Hafró ekki skýra afstöðu gegn því að hleypa öflugum togurum inn fyrir 12 mílur? Og hvers vegna er stofnunin nú að breiða yfir þá staðreynd að sú breyting hafi boðað stórkostlega afturför í viðleitni Íslands að standa við alþjóðlegar skuldbingingar um að vernda lífríki sjávar? Hér komum við að atriði sem er orðið að kunnuglegu stefi í málflutningi Hafró: ef lagabreytingar eru stórútgerðinni í hag þá eru þær líklega sjálfbærar eða í versta falli hlutlausar. Ef breytingar eru smábátum í hag eru þær, eins og forstjóri Hafró orðaði það, líklega „alls ekki“ sjálfbærar. Það er almennt viðurkennt í alþjóðasamfélaginu að áhrif handfæra á lífríkið eru töluvert minni en togveiða. Þar með er ég ekki að færa rök fyrir því að togveiðar verði bannaðar. Togarar munu halda áfram að gegna lykilhlutverki í fiskveiðum um ókomna framtíð og mikilvægt er að veita þeim svigrúm til þess að þróa vistvænni veiðiaðferðir. Vandamálið er að ónákvæmar og villandi upplýsingar varðandi umhverfisáhrif ólíkra veiðarfæra skekkja ákvarðanatöku innan stjórnsýslunnar. Togarar á grunnslóð eru sönnun þess. Strandveiðifélag Íslands gerir þá sjálfsögðu kröfu að Hafró yfirgefi hið pólitíska svið og einbeiti sér að því að veita stjórnvöldum hlutlausa vísindalega ráðgjöf um verndun og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Orðspor íslensks sjávarútvegs er í húfi. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar