Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar 18. september 2025 15:02 Það bárust sláandi fréttir í vikunni af árangri Íslands hvað friðun hafsvæða varðar. Fram kom að við erum töluvert á eftir öðrum löndum í þessum efnum og eigum langt í land með að uppfylla skuldbindingar okkar um friðun 30% hafsins fyrir 2030. Núverandi verndarsvæði dekka eingöngu 1,6% af efnahagslögsögu Íslands og lífríki hafsbotnsins er farið að láta verulega á sjá sökum ágangs þungra veiðarfæra, þar á meðal viðkvæm kóralsvæði sem taka áratugi að jafna sig. Í þessu samhengi sagði lögfræðingur í hafréttardeild Ocean Vision Legal, Samantha Robb, í viðtali við RÚV að togveiðar „hafa skelfileg áhrif á sjávarumhverfið. Það sem er mikilvægt við þetta er að vísindin sýna mjög skýrt nú orðið að þetta er sú veiðiaðferð sem eyðileggur mest.“ Af því má álykta að sjálfbærasta leiðin til að stunda ábyrgar fiskveiðar sé að leggja aukna áherslu á veiðiaðferðir sem raska lífríkinu sem minnst. Viðbrögð Hrannar Egilsdóttur, sviðsstjóra umhverfissviðs Hafró, við þessum fréttum voru áhugaverð fyrir margar sakir. Hún byrjaði á því að fullyrða að Íslendingar séu komnir „lengra en margir, af því að við erum með ansi gott fiskveiðistjórnunarkerfi, þar sem er ákveðin verndun inn í kerfinu, meðal annars að það má ekki toga innan 12 mílna lögsögunnar.“ Hafró stígur inn á hið pólitíska svið Fyrri fullyrðingin – „við erum með ansi gott fiskveiðistjórnunarkerfi“ – er rammpólitísk og með henni er Hafró komið langt út fyrir sitt hlutlausa svið. Lögbundið hlutverk Hafró er að stunda rannsóknir á hafinu og nytjastofnum þess og veita stjórnvöldum vísindalega ráðgjöf um verndun og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Stofnunin á ekki að skipta sér af fiskveiðistjórnunarkerfinu sem slíku. Það er því ótækt að hátt settur starfsmaður hjá Hafró skuli byrja svar við alvarlegri og mikilvægri spurningu um hnignun lífríkis hafsins með því að vitna í helsta slagorð stórútgerðarinnar. Veit Hafró ekki betur? Seinni fullyrðingin – „það má ekki toga innan 12 mílna lögsögunnar“ – er aftur á móti hreinlega röng. Með breytingum sem gerðar voru fyrir tveimur árum á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997, var landhelgin galopnuð fyrir togveiðar með óheftu vélarafli alveg inn að þremur mílum frá landi. Ekki veit ég hvers vegna sviðsstjórinn hélt því fram að togveiðar séu bannaðar innan 12 mílna en líklega eru eingöngu tvær mögulegar skýringar á því. Annaðhvort vissi hún ekki betur eða þá að hún hafi vísvitandi afvegaleitt umræðuna. Seinni skýringin er líklegri í ljósi sögulegrar afstöðu Hafró til þessa máls. Vissulega voru margir hissa á því að stofnunin skyldi ekki skila inn umsögn um frumvarpið á sínum tíma en leggja þó blessun sína yfir þessa vitleysu í atvinnuveganefnd. Hafró hlýtur að hafa vitað að frumvarpið væri stórt skref afturábak hvað verndun hafsins varðar. Einn togaravélstjóri sagði mér að þetta samsvaraði því að hleypa jarðýtum í berjamó. Strandveiðifélagið krefst hlutleysis Hafró Hvers vegna tók Hafró ekki skýra afstöðu gegn því að hleypa öflugum togurum inn fyrir 12 mílur? Og hvers vegna er stofnunin nú að breiða yfir þá staðreynd að sú breyting hafi boðað stórkostlega afturför í viðleitni Íslands að standa við alþjóðlegar skuldbingingar um að vernda lífríki sjávar? Hér komum við að atriði sem er orðið að kunnuglegu stefi í málflutningi Hafró: ef lagabreytingar eru stórútgerðinni í hag þá eru þær líklega sjálfbærar eða í versta falli hlutlausar. Ef breytingar eru smábátum í hag eru þær, eins og forstjóri Hafró orðaði það, líklega „alls ekki“ sjálfbærar. Það er almennt viðurkennt í alþjóðasamfélaginu að áhrif handfæra á lífríkið eru töluvert minni en togveiða. Þar með er ég ekki að færa rök fyrir því að togveiðar verði bannaðar. Togarar munu halda áfram að gegna lykilhlutverki í fiskveiðum um ókomna framtíð og mikilvægt er að veita þeim svigrúm til þess að þróa vistvænni veiðiaðferðir. Vandamálið er að ónákvæmar og villandi upplýsingar varðandi umhverfisáhrif ólíkra veiðarfæra skekkja ákvarðanatöku innan stjórnsýslunnar. Togarar á grunnslóð eru sönnun þess. Strandveiðifélag Íslands gerir þá sjálfsögðu kröfu að Hafró yfirgefi hið pólitíska svið og einbeiti sér að því að veita stjórnvöldum hlutlausa vísindalega ráðgjöf um verndun og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Orðspor íslensks sjávarútvegs er í húfi. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandveiðar Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það bárust sláandi fréttir í vikunni af árangri Íslands hvað friðun hafsvæða varðar. Fram kom að við erum töluvert á eftir öðrum löndum í þessum efnum og eigum langt í land með að uppfylla skuldbindingar okkar um friðun 30% hafsins fyrir 2030. Núverandi verndarsvæði dekka eingöngu 1,6% af efnahagslögsögu Íslands og lífríki hafsbotnsins er farið að láta verulega á sjá sökum ágangs þungra veiðarfæra, þar á meðal viðkvæm kóralsvæði sem taka áratugi að jafna sig. Í þessu samhengi sagði lögfræðingur í hafréttardeild Ocean Vision Legal, Samantha Robb, í viðtali við RÚV að togveiðar „hafa skelfileg áhrif á sjávarumhverfið. Það sem er mikilvægt við þetta er að vísindin sýna mjög skýrt nú orðið að þetta er sú veiðiaðferð sem eyðileggur mest.“ Af því má álykta að sjálfbærasta leiðin til að stunda ábyrgar fiskveiðar sé að leggja aukna áherslu á veiðiaðferðir sem raska lífríkinu sem minnst. Viðbrögð Hrannar Egilsdóttur, sviðsstjóra umhverfissviðs Hafró, við þessum fréttum voru áhugaverð fyrir margar sakir. Hún byrjaði á því að fullyrða að Íslendingar séu komnir „lengra en margir, af því að við erum með ansi gott fiskveiðistjórnunarkerfi, þar sem er ákveðin verndun inn í kerfinu, meðal annars að það má ekki toga innan 12 mílna lögsögunnar.“ Hafró stígur inn á hið pólitíska svið Fyrri fullyrðingin – „við erum með ansi gott fiskveiðistjórnunarkerfi“ – er rammpólitísk og með henni er Hafró komið langt út fyrir sitt hlutlausa svið. Lögbundið hlutverk Hafró er að stunda rannsóknir á hafinu og nytjastofnum þess og veita stjórnvöldum vísindalega ráðgjöf um verndun og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Stofnunin á ekki að skipta sér af fiskveiðistjórnunarkerfinu sem slíku. Það er því ótækt að hátt settur starfsmaður hjá Hafró skuli byrja svar við alvarlegri og mikilvægri spurningu um hnignun lífríkis hafsins með því að vitna í helsta slagorð stórútgerðarinnar. Veit Hafró ekki betur? Seinni fullyrðingin – „það má ekki toga innan 12 mílna lögsögunnar“ – er aftur á móti hreinlega röng. Með breytingum sem gerðar voru fyrir tveimur árum á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997, var landhelgin galopnuð fyrir togveiðar með óheftu vélarafli alveg inn að þremur mílum frá landi. Ekki veit ég hvers vegna sviðsstjórinn hélt því fram að togveiðar séu bannaðar innan 12 mílna en líklega eru eingöngu tvær mögulegar skýringar á því. Annaðhvort vissi hún ekki betur eða þá að hún hafi vísvitandi afvegaleitt umræðuna. Seinni skýringin er líklegri í ljósi sögulegrar afstöðu Hafró til þessa máls. Vissulega voru margir hissa á því að stofnunin skyldi ekki skila inn umsögn um frumvarpið á sínum tíma en leggja þó blessun sína yfir þessa vitleysu í atvinnuveganefnd. Hafró hlýtur að hafa vitað að frumvarpið væri stórt skref afturábak hvað verndun hafsins varðar. Einn togaravélstjóri sagði mér að þetta samsvaraði því að hleypa jarðýtum í berjamó. Strandveiðifélagið krefst hlutleysis Hafró Hvers vegna tók Hafró ekki skýra afstöðu gegn því að hleypa öflugum togurum inn fyrir 12 mílur? Og hvers vegna er stofnunin nú að breiða yfir þá staðreynd að sú breyting hafi boðað stórkostlega afturför í viðleitni Íslands að standa við alþjóðlegar skuldbingingar um að vernda lífríki sjávar? Hér komum við að atriði sem er orðið að kunnuglegu stefi í málflutningi Hafró: ef lagabreytingar eru stórútgerðinni í hag þá eru þær líklega sjálfbærar eða í versta falli hlutlausar. Ef breytingar eru smábátum í hag eru þær, eins og forstjóri Hafró orðaði það, líklega „alls ekki“ sjálfbærar. Það er almennt viðurkennt í alþjóðasamfélaginu að áhrif handfæra á lífríkið eru töluvert minni en togveiða. Þar með er ég ekki að færa rök fyrir því að togveiðar verði bannaðar. Togarar munu halda áfram að gegna lykilhlutverki í fiskveiðum um ókomna framtíð og mikilvægt er að veita þeim svigrúm til þess að þróa vistvænni veiðiaðferðir. Vandamálið er að ónákvæmar og villandi upplýsingar varðandi umhverfisáhrif ólíkra veiðarfæra skekkja ákvarðanatöku innan stjórnsýslunnar. Togarar á grunnslóð eru sönnun þess. Strandveiðifélag Íslands gerir þá sjálfsögðu kröfu að Hafró yfirgefi hið pólitíska svið og einbeiti sér að því að veita stjórnvöldum hlutlausa vísindalega ráðgjöf um verndun og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Orðspor íslensks sjávarútvegs er í húfi. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun