Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar 9. september 2025 13:00 Þessa spurningu fékk ég að heyra frá mömmu þegar ég hafði gleymt að loka útidyrunum á eftir mér, sérstaklega á veturna. Guttinn var að alast upp í Kópavoginum þar sem engin hitaveita var ennþá. Olíukynding var og sótarinn kom einu sinni á ári. Þarna rættist úr í kringum 1980 og frá þeim árum hafa allir íbúar höfuðborgarsvæðisins notið stærstu hitaveitu landsins. Eða hvað? Er hún stærst? Eigum við kannski að ræða hitaveituna sem hitar sjálfan Faxaflóann? Hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu er um 1.000 megavött að afli. Ein og hálf Kárahnjúkavirkjun. Hitaveitan sem hitar Faxaflóann og reyndar allt Norður Atlantshafið er talin vera 1,2 milljarðar megavatta. Golfstraumurinn, sem við lærðum um í barnaskóla, er nefnilega hrikalega öflugur og léttir talsvert á Veitum og öllum hinum hitaveitunum hér norður frá. Nú fer sú spurning að verða aðkallandi hvað við ætlum að gera ef við þvingum þessa rosalegu hitaveitu í þrot. Blái bletturinn Okkur sem fylgst höfum með umræðu um loftslagsmál um hríð hefur stundum orðið starsýnt á viðvarandi blett suður af Íslandi á spákortum hlýnunar heimsins . Um þessar mundir er hann sýndur með enga hlýnun, sum árin hefur hann verið blár, það er að þarna er gert ráð fyrir kólnun þótt hamfarir vegna hlýnunar séu viðbúnar víðast annarsstaðar á Jörðinni. Þessar veðurfarsspár ná býsna langt fram í tímann, oft til næstu aldamóta, og eru miðaðar við misgóðan árangur mannkynsins í að hemja losun gróðurhúsalofts út í andrúmsloftið. Við höfum verið minnt á ástæðu þessa í fréttum síðustu daga. Viðvarandi alltof hár styrkur koldíoxíðs í andrúmsloftinu hægir á varmaflutningi sjávarins til okkar sunnan úr höfum. Nýjasta rannsóknin bendir í senn til að líkur fari vaxandi á algeru hruni þessa færibands heits yfirborðssjávar og kalds djúpsjávar til baka og einnig að það geti gerst býsna hratt, á einum til tveimur áratugum. Fólkið sem lifir næstu aldamót er fætt Okkur finnst ef til vill afskaplega langt til næstu aldamóta. Ef ég mæli þann tíma í kynslóðum, eins og Andri Snær Magnason rithöfundur hefur gert, þá verður hún Saga sonardóttir mín orðin 78 ára um næstu aldamót. Erla tengdamamma mín er núna 87, næstum áratug eldri en Saga verður aldamótaárið 2100. Þetta er nú allur tíminn til aldamóta. Bresti hörmungarnar á þá mega barnabörnin mín búast við að þurfa að þrauka sín efstu ár í fimbulkulda. Þarna erum við ekki að tala um hitasveiflu upp á eina til tvær gráður, eins og þegar heildarhlýnun Jarðar er í loftslagsumræðunni, heldur þyrftum við hugsanlega hvort tveggja fingur og tær til að telja gráðurnar í okkar staðbundnu kólnun. Losun okkar Íslendinga af gróðurhúsalofti, sem er bókfærð sem samfélagslosun, er enn að vaxa. Sumu miðar vissulega í rétta átt. Rafmagnsbílar eru að skila sínu. Aukin samviskusemi í flokkun á úrgangi og minni urðun hans miðar okkur sömuleiðis í rétta átt. Bráðabirgðatölurnar sem stjórnvöld sýndu okkur á dögunum gefa hinsvegar til kynna að heildarlosun í fyrra hafi aukist um 2% frá árinu á undan. Þrátt fyrir alla rafbílana eru vegasamgöngur enn sporþyngstu umsvif okkar, landbúnaðurinn kemur þar á eftir og svo fiskiskipin. Þessir þrír þættir eru samtals 73% samfélagslosunar okkar Íslendinga. Vegasamgöngurnar og fiskiskipin eru samtals meira en helmingur. Alveg er ótalin losun vegna landnotkunar og stóriðjunnar, sem jókst um 4,2% milli áranna 2023 og 2024. Þrátt fyrir hitaveituvæðingu landsins á síðustu öld, þar sem hagkvæmur íslenskur jarðhiti leysti innflutt kol og olíu af hólmi, óx losun gróðurhúsalofttegunda vegna jarðefnaeldsneytis nánast stöðugt alla síðustu öld og fram á þessa. Mest afgerandi hlykkirnir eru dýfa þegar átakið var gert til að ljúka hitaveituvæðingu Kópavogs og fleiri byggða höfuðborgarsvæðisins, þegar ég var strákur, muniði, Hrunið 2008 og svo kórónuveirufaraldurinn. Annars hefur þessi losun aukist stöðugt og hefur nálega ferfaldast frá miðri síðustu öld. Eina loftslagsaðgerðin? Hitaveitan, sem hefur skilað okkur gríðarlegum sparnaði í losun og svakalegum efnahagslegum ábata, var vitaskuld ekki hugsuð sem loftslagsaðgerð á sínum tíma. Þannig skildi ég það þegar Halldór Björnsson loftslagsvísindamaður á Veðurstofunni sagði í útvarpinu á dögunum: „Það má segja að Íslendingar hafi ekki gert neitt sérstakt í loftslagsmálum annað en Carbfix.“ Carbfix er aðferð varanlegrar bindingar kolefnis frá iðnaði eða úr andrúmslofti sem hefur verið nýtt við Hellisheiðarvirkjun Orku náttúrunnar í meira en áratug. Unnið hefur verið að því að auka afköstin og nú er þau þannig að binda má nánast alla losun úr gufunni sem Hellisheiðarvirkjun nýtir til að framleiða rafmagn og heitt vatn auk þess sem kemur frá einskonar gufugleypi sem tekur kolefni úr andrúmsloftinu og rekinn er í Jarðhitagarði ON við virkjunina. Styrkleikar Carbfix liggja fyrst og fremst í varanleikanum. Kolefninu er breytt í stein djúpt niðri í berggrunninum og verður hluti af jarðlögum framtíðarinnar. Þar er það komið úr þeirri hringrás sem annars hefði ýtt undir allsherjar hlýnun jarðar og allsherjarkólnun á okkar slóðum. Aðferðin er líka hraðvirk. Það sem gæti tekið árþúsundir gerist á örfáum árum. Byggt er á náttúrulegu ferli en með því að hraða því stórlega nýtum við eiginleika basaltsins sem er aðalhráefnið í byggingu Íslands. Vistvæn aðferð Carbfix er líka vistvæn aðferð. Fyrir utan koldíoxíð er blávatn eina íblöndunarefni aðferðarinnar. Það er því sódavatn, ekki ósvipað því sem Íslendingar þamba nú sem aldrei fyrr (en án koffíns), sem dælt er niður fyrir grunnvatn þar sem tröllið verður að steini. Aðferðin er sprottin af forystu Íslands í jarðhitanýtingu og gerir okkur því kleift að vera líka í fararbroddi á þessu sviði. Íslenskt samfélag hefur þegar gjörbreytt orkunýtingu sinni með hitaveitunni. Sú umbreyting var ekki kölluð loftslagsaðgerð á sínum tíma, en hún hefur reynst ein áhrifaríkasta kolefnislækkun okkar. Ef við beitum Carbfix af sama hugrekki og sömu framsýni og við uppbyggingu hitaveitnanna getum við skapað nýjan vendipunkt í okkar losun. Við þurfum mörgu að breyta og margar lausnir – ekki bara fyrir Ísland heldur fyrir heiminn allan. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Þessa spurningu fékk ég að heyra frá mömmu þegar ég hafði gleymt að loka útidyrunum á eftir mér, sérstaklega á veturna. Guttinn var að alast upp í Kópavoginum þar sem engin hitaveita var ennþá. Olíukynding var og sótarinn kom einu sinni á ári. Þarna rættist úr í kringum 1980 og frá þeim árum hafa allir íbúar höfuðborgarsvæðisins notið stærstu hitaveitu landsins. Eða hvað? Er hún stærst? Eigum við kannski að ræða hitaveituna sem hitar sjálfan Faxaflóann? Hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu er um 1.000 megavött að afli. Ein og hálf Kárahnjúkavirkjun. Hitaveitan sem hitar Faxaflóann og reyndar allt Norður Atlantshafið er talin vera 1,2 milljarðar megavatta. Golfstraumurinn, sem við lærðum um í barnaskóla, er nefnilega hrikalega öflugur og léttir talsvert á Veitum og öllum hinum hitaveitunum hér norður frá. Nú fer sú spurning að verða aðkallandi hvað við ætlum að gera ef við þvingum þessa rosalegu hitaveitu í þrot. Blái bletturinn Okkur sem fylgst höfum með umræðu um loftslagsmál um hríð hefur stundum orðið starsýnt á viðvarandi blett suður af Íslandi á spákortum hlýnunar heimsins . Um þessar mundir er hann sýndur með enga hlýnun, sum árin hefur hann verið blár, það er að þarna er gert ráð fyrir kólnun þótt hamfarir vegna hlýnunar séu viðbúnar víðast annarsstaðar á Jörðinni. Þessar veðurfarsspár ná býsna langt fram í tímann, oft til næstu aldamóta, og eru miðaðar við misgóðan árangur mannkynsins í að hemja losun gróðurhúsalofts út í andrúmsloftið. Við höfum verið minnt á ástæðu þessa í fréttum síðustu daga. Viðvarandi alltof hár styrkur koldíoxíðs í andrúmsloftinu hægir á varmaflutningi sjávarins til okkar sunnan úr höfum. Nýjasta rannsóknin bendir í senn til að líkur fari vaxandi á algeru hruni þessa færibands heits yfirborðssjávar og kalds djúpsjávar til baka og einnig að það geti gerst býsna hratt, á einum til tveimur áratugum. Fólkið sem lifir næstu aldamót er fætt Okkur finnst ef til vill afskaplega langt til næstu aldamóta. Ef ég mæli þann tíma í kynslóðum, eins og Andri Snær Magnason rithöfundur hefur gert, þá verður hún Saga sonardóttir mín orðin 78 ára um næstu aldamót. Erla tengdamamma mín er núna 87, næstum áratug eldri en Saga verður aldamótaárið 2100. Þetta er nú allur tíminn til aldamóta. Bresti hörmungarnar á þá mega barnabörnin mín búast við að þurfa að þrauka sín efstu ár í fimbulkulda. Þarna erum við ekki að tala um hitasveiflu upp á eina til tvær gráður, eins og þegar heildarhlýnun Jarðar er í loftslagsumræðunni, heldur þyrftum við hugsanlega hvort tveggja fingur og tær til að telja gráðurnar í okkar staðbundnu kólnun. Losun okkar Íslendinga af gróðurhúsalofti, sem er bókfærð sem samfélagslosun, er enn að vaxa. Sumu miðar vissulega í rétta átt. Rafmagnsbílar eru að skila sínu. Aukin samviskusemi í flokkun á úrgangi og minni urðun hans miðar okkur sömuleiðis í rétta átt. Bráðabirgðatölurnar sem stjórnvöld sýndu okkur á dögunum gefa hinsvegar til kynna að heildarlosun í fyrra hafi aukist um 2% frá árinu á undan. Þrátt fyrir alla rafbílana eru vegasamgöngur enn sporþyngstu umsvif okkar, landbúnaðurinn kemur þar á eftir og svo fiskiskipin. Þessir þrír þættir eru samtals 73% samfélagslosunar okkar Íslendinga. Vegasamgöngurnar og fiskiskipin eru samtals meira en helmingur. Alveg er ótalin losun vegna landnotkunar og stóriðjunnar, sem jókst um 4,2% milli áranna 2023 og 2024. Þrátt fyrir hitaveituvæðingu landsins á síðustu öld, þar sem hagkvæmur íslenskur jarðhiti leysti innflutt kol og olíu af hólmi, óx losun gróðurhúsalofttegunda vegna jarðefnaeldsneytis nánast stöðugt alla síðustu öld og fram á þessa. Mest afgerandi hlykkirnir eru dýfa þegar átakið var gert til að ljúka hitaveituvæðingu Kópavogs og fleiri byggða höfuðborgarsvæðisins, þegar ég var strákur, muniði, Hrunið 2008 og svo kórónuveirufaraldurinn. Annars hefur þessi losun aukist stöðugt og hefur nálega ferfaldast frá miðri síðustu öld. Eina loftslagsaðgerðin? Hitaveitan, sem hefur skilað okkur gríðarlegum sparnaði í losun og svakalegum efnahagslegum ábata, var vitaskuld ekki hugsuð sem loftslagsaðgerð á sínum tíma. Þannig skildi ég það þegar Halldór Björnsson loftslagsvísindamaður á Veðurstofunni sagði í útvarpinu á dögunum: „Það má segja að Íslendingar hafi ekki gert neitt sérstakt í loftslagsmálum annað en Carbfix.“ Carbfix er aðferð varanlegrar bindingar kolefnis frá iðnaði eða úr andrúmslofti sem hefur verið nýtt við Hellisheiðarvirkjun Orku náttúrunnar í meira en áratug. Unnið hefur verið að því að auka afköstin og nú er þau þannig að binda má nánast alla losun úr gufunni sem Hellisheiðarvirkjun nýtir til að framleiða rafmagn og heitt vatn auk þess sem kemur frá einskonar gufugleypi sem tekur kolefni úr andrúmsloftinu og rekinn er í Jarðhitagarði ON við virkjunina. Styrkleikar Carbfix liggja fyrst og fremst í varanleikanum. Kolefninu er breytt í stein djúpt niðri í berggrunninum og verður hluti af jarðlögum framtíðarinnar. Þar er það komið úr þeirri hringrás sem annars hefði ýtt undir allsherjar hlýnun jarðar og allsherjarkólnun á okkar slóðum. Aðferðin er líka hraðvirk. Það sem gæti tekið árþúsundir gerist á örfáum árum. Byggt er á náttúrulegu ferli en með því að hraða því stórlega nýtum við eiginleika basaltsins sem er aðalhráefnið í byggingu Íslands. Vistvæn aðferð Carbfix er líka vistvæn aðferð. Fyrir utan koldíoxíð er blávatn eina íblöndunarefni aðferðarinnar. Það er því sódavatn, ekki ósvipað því sem Íslendingar þamba nú sem aldrei fyrr (en án koffíns), sem dælt er niður fyrir grunnvatn þar sem tröllið verður að steini. Aðferðin er sprottin af forystu Íslands í jarðhitanýtingu og gerir okkur því kleift að vera líka í fararbroddi á þessu sviði. Íslenskt samfélag hefur þegar gjörbreytt orkunýtingu sinni með hitaveitunni. Sú umbreyting var ekki kölluð loftslagsaðgerð á sínum tíma, en hún hefur reynst ein áhrifaríkasta kolefnislækkun okkar. Ef við beitum Carbfix af sama hugrekki og sömu framsýni og við uppbyggingu hitaveitnanna getum við skapað nýjan vendipunkt í okkar losun. Við þurfum mörgu að breyta og margar lausnir – ekki bara fyrir Ísland heldur fyrir heiminn allan. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun