Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 9. september 2025 12:01 Logi Einarsson ráðherra háskólamála hefur ákveðið að auka gjaldtöku á nemendur í háskólum landsins um allt að 33% með því að leyfa skólunum að hækka skrásetningargjöld nemenda. Þetta er ekki rétta leiðin til að mæta vanfjármögnun háskólastigsins. Hér er um lífskjaramál þúsunda ungs fólks að ræða og algjört grundvallaratriði í velferðarpólitík. Ég tek fram að ég tel háskólana vanfjármagnaða, eins og ég hef áður skrifað um, og hef fulla samúð með háskólayfirvöldum, en lausnin er ekki að hækka gjöld á nemendur þeirra. Það eykur eingöngu á misskiptingu, og getur dregið úr tækifærum efnaminni stúdenta til náms. Aðgengi að námi óháð efnahag er og verður verðmætasta jöfnunartæki samfélagsins. Ég hefði haldið að ráðherrar Samfylkingarinnar myndu helst verja jafnrétti til náms af þeim stjórnmálaflokkum sem nú eru við völd. En hið gagnstæða er að koma á daginn – því miður. Og, það veldur áhyggjum að vegferð ráðherrans stríðir gegn stefnu hans eigins flokks um gjaldtöku í háskólum. Hvað verður næst? Í stefnu Samfylkingarinnar er lagst alfarið gegn skólagjöldum og skráningargjöldum í opinberum háskólum og sagt að menntun eigi að vera gjaldfrjáls. Þessu er ég hjartanlega sammála – og því einlæglega ósammála þessari fyrirætlan ráðherrans. Síðasta ríkisstjórn hækkaði ekki gjöld á nemendur við háskólana, heldur drógum við úr þeim með því að fella niður skólagjöld meðal annars við Listaháskóla Íslands. Þannig jöfnuðum við aðgengi að listnámi á háskólastigi, sem hafði verið baráttumál okkar Vinstri grænna lengi. En þrátt fyrir að ákveðin skref hafi verið stigin hjá fyrri ríkisstjórn með auknum framlögum til háskólastigsins, þá erum við alltof langt frá því að ná viðmiðum OECD og hvað þá hinna Norðurlandanna. Þangað eigum við að halda áfram að stefna og ný ríkisstjórn verður að taka boltann í þessum efnum. Aukin gjaldtaka á nemendur er ekki rétta leiðin. Öflugt háskólanám og kraftmiklar rannsóknir eru undirstaða velsældar hvers samfélags. Ég hvet háskólaráðherra og ríkisstjórnina til að gera gangskör að því að bæta fjármögnun háskólastigsins. Höfundur er fyrrv. ráðherra og varaformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Samfylkingin Vinstri græn Hagsmunir stúdenta Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Logi Einarsson ráðherra háskólamála hefur ákveðið að auka gjaldtöku á nemendur í háskólum landsins um allt að 33% með því að leyfa skólunum að hækka skrásetningargjöld nemenda. Þetta er ekki rétta leiðin til að mæta vanfjármögnun háskólastigsins. Hér er um lífskjaramál þúsunda ungs fólks að ræða og algjört grundvallaratriði í velferðarpólitík. Ég tek fram að ég tel háskólana vanfjármagnaða, eins og ég hef áður skrifað um, og hef fulla samúð með háskólayfirvöldum, en lausnin er ekki að hækka gjöld á nemendur þeirra. Það eykur eingöngu á misskiptingu, og getur dregið úr tækifærum efnaminni stúdenta til náms. Aðgengi að námi óháð efnahag er og verður verðmætasta jöfnunartæki samfélagsins. Ég hefði haldið að ráðherrar Samfylkingarinnar myndu helst verja jafnrétti til náms af þeim stjórnmálaflokkum sem nú eru við völd. En hið gagnstæða er að koma á daginn – því miður. Og, það veldur áhyggjum að vegferð ráðherrans stríðir gegn stefnu hans eigins flokks um gjaldtöku í háskólum. Hvað verður næst? Í stefnu Samfylkingarinnar er lagst alfarið gegn skólagjöldum og skráningargjöldum í opinberum háskólum og sagt að menntun eigi að vera gjaldfrjáls. Þessu er ég hjartanlega sammála – og því einlæglega ósammála þessari fyrirætlan ráðherrans. Síðasta ríkisstjórn hækkaði ekki gjöld á nemendur við háskólana, heldur drógum við úr þeim með því að fella niður skólagjöld meðal annars við Listaháskóla Íslands. Þannig jöfnuðum við aðgengi að listnámi á háskólastigi, sem hafði verið baráttumál okkar Vinstri grænna lengi. En þrátt fyrir að ákveðin skref hafi verið stigin hjá fyrri ríkisstjórn með auknum framlögum til háskólastigsins, þá erum við alltof langt frá því að ná viðmiðum OECD og hvað þá hinna Norðurlandanna. Þangað eigum við að halda áfram að stefna og ný ríkisstjórn verður að taka boltann í þessum efnum. Aukin gjaldtaka á nemendur er ekki rétta leiðin. Öflugt háskólanám og kraftmiklar rannsóknir eru undirstaða velsældar hvers samfélags. Ég hvet háskólaráðherra og ríkisstjórnina til að gera gangskör að því að bæta fjármögnun háskólastigsins. Höfundur er fyrrv. ráðherra og varaformaður Vinstri grænna.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar