Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 9. september 2025 12:01 Logi Einarsson ráðherra háskólamála hefur ákveðið að auka gjaldtöku á nemendur í háskólum landsins um allt að 33% með því að leyfa skólunum að hækka skrásetningargjöld nemenda. Þetta er ekki rétta leiðin til að mæta vanfjármögnun háskólastigsins. Hér er um lífskjaramál þúsunda ungs fólks að ræða og algjört grundvallaratriði í velferðarpólitík. Ég tek fram að ég tel háskólana vanfjármagnaða, eins og ég hef áður skrifað um, og hef fulla samúð með háskólayfirvöldum, en lausnin er ekki að hækka gjöld á nemendur þeirra. Það eykur eingöngu á misskiptingu, og getur dregið úr tækifærum efnaminni stúdenta til náms. Aðgengi að námi óháð efnahag er og verður verðmætasta jöfnunartæki samfélagsins. Ég hefði haldið að ráðherrar Samfylkingarinnar myndu helst verja jafnrétti til náms af þeim stjórnmálaflokkum sem nú eru við völd. En hið gagnstæða er að koma á daginn – því miður. Og, það veldur áhyggjum að vegferð ráðherrans stríðir gegn stefnu hans eigins flokks um gjaldtöku í háskólum. Hvað verður næst? Í stefnu Samfylkingarinnar er lagst alfarið gegn skólagjöldum og skráningargjöldum í opinberum háskólum og sagt að menntun eigi að vera gjaldfrjáls. Þessu er ég hjartanlega sammála – og því einlæglega ósammála þessari fyrirætlan ráðherrans. Síðasta ríkisstjórn hækkaði ekki gjöld á nemendur við háskólana, heldur drógum við úr þeim með því að fella niður skólagjöld meðal annars við Listaháskóla Íslands. Þannig jöfnuðum við aðgengi að listnámi á háskólastigi, sem hafði verið baráttumál okkar Vinstri grænna lengi. En þrátt fyrir að ákveðin skref hafi verið stigin hjá fyrri ríkisstjórn með auknum framlögum til háskólastigsins, þá erum við alltof langt frá því að ná viðmiðum OECD og hvað þá hinna Norðurlandanna. Þangað eigum við að halda áfram að stefna og ný ríkisstjórn verður að taka boltann í þessum efnum. Aukin gjaldtaka á nemendur er ekki rétta leiðin. Öflugt háskólanám og kraftmiklar rannsóknir eru undirstaða velsældar hvers samfélags. Ég hvet háskólaráðherra og ríkisstjórnina til að gera gangskör að því að bæta fjármögnun háskólastigsins. Höfundur er fyrrv. ráðherra og varaformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Samfylkingin Vinstri græn Hagsmunir stúdenta Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Logi Einarsson ráðherra háskólamála hefur ákveðið að auka gjaldtöku á nemendur í háskólum landsins um allt að 33% með því að leyfa skólunum að hækka skrásetningargjöld nemenda. Þetta er ekki rétta leiðin til að mæta vanfjármögnun háskólastigsins. Hér er um lífskjaramál þúsunda ungs fólks að ræða og algjört grundvallaratriði í velferðarpólitík. Ég tek fram að ég tel háskólana vanfjármagnaða, eins og ég hef áður skrifað um, og hef fulla samúð með háskólayfirvöldum, en lausnin er ekki að hækka gjöld á nemendur þeirra. Það eykur eingöngu á misskiptingu, og getur dregið úr tækifærum efnaminni stúdenta til náms. Aðgengi að námi óháð efnahag er og verður verðmætasta jöfnunartæki samfélagsins. Ég hefði haldið að ráðherrar Samfylkingarinnar myndu helst verja jafnrétti til náms af þeim stjórnmálaflokkum sem nú eru við völd. En hið gagnstæða er að koma á daginn – því miður. Og, það veldur áhyggjum að vegferð ráðherrans stríðir gegn stefnu hans eigins flokks um gjaldtöku í háskólum. Hvað verður næst? Í stefnu Samfylkingarinnar er lagst alfarið gegn skólagjöldum og skráningargjöldum í opinberum háskólum og sagt að menntun eigi að vera gjaldfrjáls. Þessu er ég hjartanlega sammála – og því einlæglega ósammála þessari fyrirætlan ráðherrans. Síðasta ríkisstjórn hækkaði ekki gjöld á nemendur við háskólana, heldur drógum við úr þeim með því að fella niður skólagjöld meðal annars við Listaháskóla Íslands. Þannig jöfnuðum við aðgengi að listnámi á háskólastigi, sem hafði verið baráttumál okkar Vinstri grænna lengi. En þrátt fyrir að ákveðin skref hafi verið stigin hjá fyrri ríkisstjórn með auknum framlögum til háskólastigsins, þá erum við alltof langt frá því að ná viðmiðum OECD og hvað þá hinna Norðurlandanna. Þangað eigum við að halda áfram að stefna og ný ríkisstjórn verður að taka boltann í þessum efnum. Aukin gjaldtaka á nemendur er ekki rétta leiðin. Öflugt háskólanám og kraftmiklar rannsóknir eru undirstaða velsældar hvers samfélags. Ég hvet háskólaráðherra og ríkisstjórnina til að gera gangskör að því að bæta fjármögnun háskólastigsins. Höfundur er fyrrv. ráðherra og varaformaður Vinstri grænna.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun