Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar 8. september 2025 14:30 Flest notum við stafræna miðla og þjónustu í einhverju formi í dagsdaglega. Hvort sem það er að til að skila skattframtali, fá aðgang að heilbrigðisþjónustu, lesa fréttir, nota samfélagsmiðla, spila tölvuleiki eða sinna verkefnum í vinnu eða skóla. Stafrænir miðlar og netkerfi eru í dag grundvallarforsendur fyrir virkni samfélags okkar og grundvallarþjónustu þess, þar sem bæði fyrirtæki og stjórnvöld veita í auknu mæli þjónustu sína með stafrænum hætti. Þessir stafrænu miðlar og þjónusta sem við notum er svo að mestu, eða nánast öllu, leiti tengd við umheiminn í gegnum internetið. Það gerir upplýsingar, stafræna þjónustu og afþreyingu aðgengilegri en áður, en á sama tíma eru netógnir einnig orðnar bæði aðgengilegri og flóknari. Með aukinni stafræni notkun erum við að opna á hugsanlega veikleika varðandi netvarnir en úreltur tölvu- og netbúnaður, ýmis forrit sem ekki hafa fengið öryggisuppfærslur og jafnvel illa skrifaður hugbúnaður eru dæmi um veikleika sem óprúttnir aðilar geta nýtt sér þegar kemur að netógnum og netöryggi. Mörg dæmi eru um að árásir hafi verð framkvæmdar mörgum vikum eða mánuðum áður en tjón raungerist, til dæmis í formi gagnagíslingar eða gagnaleka, það er því afar mikilvægt að við eflum netvarnir og netöryggi – spennum netöryggisbeltin. Samvinna og traust er lykillinn Þegar öryggisbelti voru fyrst kynnt til sögunnar upp úr aldamótunum 1900 mættu þau mikilli andstöðu og voru ekki vinsæl meðal almennings. Fljótlega sönnuðu þó öryggisbeltin gildi sitt og í dag er bæði óábyrgt og ólöglegt á Íslandi að nota þau ekki þegar ferðast er um í bíl. Bæði fyrirtæki og einstaklingar verða fyrir skipulögðum netárásum en netógnir í garð einstaklinga og fyrirtækja geta verið af ýmsum toga og í sumum tilfellum geta þær verið þær sömu. Dæmu um slíkt eru svokallaðar vefveiðar (e. phising). Þá eru skilaboð í glæpsamlegum tilgangi send í nafni fyrirtækis eða einstaklings á stóran hóp fólks í von um að einhver falli í gildru. Lykilinn að því að efla netöryggi á Íslandi er samvinna og traust. Það þarf að ræða opinskátt um netvarnir og öryggi, efla netöryggismenningu og starfshætti ásamt því að draga lærdóm af áföllum í formi netglæpa og annara netöryggisatvika, hvort sem einstaklingar, fyrirtæki eða stjórnvöld verða fyrir þeim. Styrkur til að efla netöryggi Flóra netógna getur virst yfirþyrmandi og jafnvel ill-viðráðanlegt verkefni fyrir marga, en í raun má færa rök fyrir því að aðgengi að upplýsingum og fróðleik varðandi netöryggi hafi sjaldan verið meira. Eyvör, NCC-IS, hæfnissetur í netöryggi á Íslandi, var stofnað árið 2022 í samstarfi við hæfnissetur í netöryggi í Evrópu (ECCC). Eyvör er samstarfsvettvangur um netöryggi með það að markmiði að stuðla að aukinni fræðslu, menntun og rannsóknum á sviði netöryggis á Íslandi og í samstarfi við önnur lönd í Evrópu. Eyvör veitir stofnunum, litlum og meðalstórum fyrirtækjum styrki til að efla netöryggi sitt og varnir en frá stofnun Eyvarar hafa 28 fjölbreytt verkefni hlotið styrk. Verkefnin sem um ræðir spanna allt frá rannsóknum og eflingu á netöryggisþekkingu yfir í þróun á netöryggislausnum svo eitthvað sé nefnt. Þann 11. september næstkomandi stendur Eyvör fyrir viðburði í Grósku þar sem flutt verða erindi um samstarf á sviði netöryggis og fram fara kynningar á þeim verkefnum sem hlotið hafa styrki. Þá fer einnig fram kynning á styrktarumsóknarferlinu en Eyvör hyggur á frekari úthlutanir netöryggisstyrkja síðar á þessu ári. Höfundur er verkefnastjóri Eyvarar-hæfniseturs Íslands í netöryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Mest lesið Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Flest notum við stafræna miðla og þjónustu í einhverju formi í dagsdaglega. Hvort sem það er að til að skila skattframtali, fá aðgang að heilbrigðisþjónustu, lesa fréttir, nota samfélagsmiðla, spila tölvuleiki eða sinna verkefnum í vinnu eða skóla. Stafrænir miðlar og netkerfi eru í dag grundvallarforsendur fyrir virkni samfélags okkar og grundvallarþjónustu þess, þar sem bæði fyrirtæki og stjórnvöld veita í auknu mæli þjónustu sína með stafrænum hætti. Þessir stafrænu miðlar og þjónusta sem við notum er svo að mestu, eða nánast öllu, leiti tengd við umheiminn í gegnum internetið. Það gerir upplýsingar, stafræna þjónustu og afþreyingu aðgengilegri en áður, en á sama tíma eru netógnir einnig orðnar bæði aðgengilegri og flóknari. Með aukinni stafræni notkun erum við að opna á hugsanlega veikleika varðandi netvarnir en úreltur tölvu- og netbúnaður, ýmis forrit sem ekki hafa fengið öryggisuppfærslur og jafnvel illa skrifaður hugbúnaður eru dæmi um veikleika sem óprúttnir aðilar geta nýtt sér þegar kemur að netógnum og netöryggi. Mörg dæmi eru um að árásir hafi verð framkvæmdar mörgum vikum eða mánuðum áður en tjón raungerist, til dæmis í formi gagnagíslingar eða gagnaleka, það er því afar mikilvægt að við eflum netvarnir og netöryggi – spennum netöryggisbeltin. Samvinna og traust er lykillinn Þegar öryggisbelti voru fyrst kynnt til sögunnar upp úr aldamótunum 1900 mættu þau mikilli andstöðu og voru ekki vinsæl meðal almennings. Fljótlega sönnuðu þó öryggisbeltin gildi sitt og í dag er bæði óábyrgt og ólöglegt á Íslandi að nota þau ekki þegar ferðast er um í bíl. Bæði fyrirtæki og einstaklingar verða fyrir skipulögðum netárásum en netógnir í garð einstaklinga og fyrirtækja geta verið af ýmsum toga og í sumum tilfellum geta þær verið þær sömu. Dæmu um slíkt eru svokallaðar vefveiðar (e. phising). Þá eru skilaboð í glæpsamlegum tilgangi send í nafni fyrirtækis eða einstaklings á stóran hóp fólks í von um að einhver falli í gildru. Lykilinn að því að efla netöryggi á Íslandi er samvinna og traust. Það þarf að ræða opinskátt um netvarnir og öryggi, efla netöryggismenningu og starfshætti ásamt því að draga lærdóm af áföllum í formi netglæpa og annara netöryggisatvika, hvort sem einstaklingar, fyrirtæki eða stjórnvöld verða fyrir þeim. Styrkur til að efla netöryggi Flóra netógna getur virst yfirþyrmandi og jafnvel ill-viðráðanlegt verkefni fyrir marga, en í raun má færa rök fyrir því að aðgengi að upplýsingum og fróðleik varðandi netöryggi hafi sjaldan verið meira. Eyvör, NCC-IS, hæfnissetur í netöryggi á Íslandi, var stofnað árið 2022 í samstarfi við hæfnissetur í netöryggi í Evrópu (ECCC). Eyvör er samstarfsvettvangur um netöryggi með það að markmiði að stuðla að aukinni fræðslu, menntun og rannsóknum á sviði netöryggis á Íslandi og í samstarfi við önnur lönd í Evrópu. Eyvör veitir stofnunum, litlum og meðalstórum fyrirtækjum styrki til að efla netöryggi sitt og varnir en frá stofnun Eyvarar hafa 28 fjölbreytt verkefni hlotið styrk. Verkefnin sem um ræðir spanna allt frá rannsóknum og eflingu á netöryggisþekkingu yfir í þróun á netöryggislausnum svo eitthvað sé nefnt. Þann 11. september næstkomandi stendur Eyvör fyrir viðburði í Grósku þar sem flutt verða erindi um samstarf á sviði netöryggis og fram fara kynningar á þeim verkefnum sem hlotið hafa styrki. Þá fer einnig fram kynning á styrktarumsóknarferlinu en Eyvör hyggur á frekari úthlutanir netöryggisstyrkja síðar á þessu ári. Höfundur er verkefnastjóri Eyvarar-hæfniseturs Íslands í netöryggi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar