Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar 8. september 2025 14:30 Flest notum við stafræna miðla og þjónustu í einhverju formi í dagsdaglega. Hvort sem það er að til að skila skattframtali, fá aðgang að heilbrigðisþjónustu, lesa fréttir, nota samfélagsmiðla, spila tölvuleiki eða sinna verkefnum í vinnu eða skóla. Stafrænir miðlar og netkerfi eru í dag grundvallarforsendur fyrir virkni samfélags okkar og grundvallarþjónustu þess, þar sem bæði fyrirtæki og stjórnvöld veita í auknu mæli þjónustu sína með stafrænum hætti. Þessir stafrænu miðlar og þjónusta sem við notum er svo að mestu, eða nánast öllu, leiti tengd við umheiminn í gegnum internetið. Það gerir upplýsingar, stafræna þjónustu og afþreyingu aðgengilegri en áður, en á sama tíma eru netógnir einnig orðnar bæði aðgengilegri og flóknari. Með aukinni stafræni notkun erum við að opna á hugsanlega veikleika varðandi netvarnir en úreltur tölvu- og netbúnaður, ýmis forrit sem ekki hafa fengið öryggisuppfærslur og jafnvel illa skrifaður hugbúnaður eru dæmi um veikleika sem óprúttnir aðilar geta nýtt sér þegar kemur að netógnum og netöryggi. Mörg dæmi eru um að árásir hafi verð framkvæmdar mörgum vikum eða mánuðum áður en tjón raungerist, til dæmis í formi gagnagíslingar eða gagnaleka, það er því afar mikilvægt að við eflum netvarnir og netöryggi – spennum netöryggisbeltin. Samvinna og traust er lykillinn Þegar öryggisbelti voru fyrst kynnt til sögunnar upp úr aldamótunum 1900 mættu þau mikilli andstöðu og voru ekki vinsæl meðal almennings. Fljótlega sönnuðu þó öryggisbeltin gildi sitt og í dag er bæði óábyrgt og ólöglegt á Íslandi að nota þau ekki þegar ferðast er um í bíl. Bæði fyrirtæki og einstaklingar verða fyrir skipulögðum netárásum en netógnir í garð einstaklinga og fyrirtækja geta verið af ýmsum toga og í sumum tilfellum geta þær verið þær sömu. Dæmu um slíkt eru svokallaðar vefveiðar (e. phising). Þá eru skilaboð í glæpsamlegum tilgangi send í nafni fyrirtækis eða einstaklings á stóran hóp fólks í von um að einhver falli í gildru. Lykilinn að því að efla netöryggi á Íslandi er samvinna og traust. Það þarf að ræða opinskátt um netvarnir og öryggi, efla netöryggismenningu og starfshætti ásamt því að draga lærdóm af áföllum í formi netglæpa og annara netöryggisatvika, hvort sem einstaklingar, fyrirtæki eða stjórnvöld verða fyrir þeim. Styrkur til að efla netöryggi Flóra netógna getur virst yfirþyrmandi og jafnvel ill-viðráðanlegt verkefni fyrir marga, en í raun má færa rök fyrir því að aðgengi að upplýsingum og fróðleik varðandi netöryggi hafi sjaldan verið meira. Eyvör, NCC-IS, hæfnissetur í netöryggi á Íslandi, var stofnað árið 2022 í samstarfi við hæfnissetur í netöryggi í Evrópu (ECCC). Eyvör er samstarfsvettvangur um netöryggi með það að markmiði að stuðla að aukinni fræðslu, menntun og rannsóknum á sviði netöryggis á Íslandi og í samstarfi við önnur lönd í Evrópu. Eyvör veitir stofnunum, litlum og meðalstórum fyrirtækjum styrki til að efla netöryggi sitt og varnir en frá stofnun Eyvarar hafa 28 fjölbreytt verkefni hlotið styrk. Verkefnin sem um ræðir spanna allt frá rannsóknum og eflingu á netöryggisþekkingu yfir í þróun á netöryggislausnum svo eitthvað sé nefnt. Þann 11. september næstkomandi stendur Eyvör fyrir viðburði í Grósku þar sem flutt verða erindi um samstarf á sviði netöryggis og fram fara kynningar á þeim verkefnum sem hlotið hafa styrki. Þá fer einnig fram kynning á styrktarumsóknarferlinu en Eyvör hyggur á frekari úthlutanir netöryggisstyrkja síðar á þessu ári. Höfundur er verkefnastjóri Eyvarar-hæfniseturs Íslands í netöryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Flest notum við stafræna miðla og þjónustu í einhverju formi í dagsdaglega. Hvort sem það er að til að skila skattframtali, fá aðgang að heilbrigðisþjónustu, lesa fréttir, nota samfélagsmiðla, spila tölvuleiki eða sinna verkefnum í vinnu eða skóla. Stafrænir miðlar og netkerfi eru í dag grundvallarforsendur fyrir virkni samfélags okkar og grundvallarþjónustu þess, þar sem bæði fyrirtæki og stjórnvöld veita í auknu mæli þjónustu sína með stafrænum hætti. Þessir stafrænu miðlar og þjónusta sem við notum er svo að mestu, eða nánast öllu, leiti tengd við umheiminn í gegnum internetið. Það gerir upplýsingar, stafræna þjónustu og afþreyingu aðgengilegri en áður, en á sama tíma eru netógnir einnig orðnar bæði aðgengilegri og flóknari. Með aukinni stafræni notkun erum við að opna á hugsanlega veikleika varðandi netvarnir en úreltur tölvu- og netbúnaður, ýmis forrit sem ekki hafa fengið öryggisuppfærslur og jafnvel illa skrifaður hugbúnaður eru dæmi um veikleika sem óprúttnir aðilar geta nýtt sér þegar kemur að netógnum og netöryggi. Mörg dæmi eru um að árásir hafi verð framkvæmdar mörgum vikum eða mánuðum áður en tjón raungerist, til dæmis í formi gagnagíslingar eða gagnaleka, það er því afar mikilvægt að við eflum netvarnir og netöryggi – spennum netöryggisbeltin. Samvinna og traust er lykillinn Þegar öryggisbelti voru fyrst kynnt til sögunnar upp úr aldamótunum 1900 mættu þau mikilli andstöðu og voru ekki vinsæl meðal almennings. Fljótlega sönnuðu þó öryggisbeltin gildi sitt og í dag er bæði óábyrgt og ólöglegt á Íslandi að nota þau ekki þegar ferðast er um í bíl. Bæði fyrirtæki og einstaklingar verða fyrir skipulögðum netárásum en netógnir í garð einstaklinga og fyrirtækja geta verið af ýmsum toga og í sumum tilfellum geta þær verið þær sömu. Dæmu um slíkt eru svokallaðar vefveiðar (e. phising). Þá eru skilaboð í glæpsamlegum tilgangi send í nafni fyrirtækis eða einstaklings á stóran hóp fólks í von um að einhver falli í gildru. Lykilinn að því að efla netöryggi á Íslandi er samvinna og traust. Það þarf að ræða opinskátt um netvarnir og öryggi, efla netöryggismenningu og starfshætti ásamt því að draga lærdóm af áföllum í formi netglæpa og annara netöryggisatvika, hvort sem einstaklingar, fyrirtæki eða stjórnvöld verða fyrir þeim. Styrkur til að efla netöryggi Flóra netógna getur virst yfirþyrmandi og jafnvel ill-viðráðanlegt verkefni fyrir marga, en í raun má færa rök fyrir því að aðgengi að upplýsingum og fróðleik varðandi netöryggi hafi sjaldan verið meira. Eyvör, NCC-IS, hæfnissetur í netöryggi á Íslandi, var stofnað árið 2022 í samstarfi við hæfnissetur í netöryggi í Evrópu (ECCC). Eyvör er samstarfsvettvangur um netöryggi með það að markmiði að stuðla að aukinni fræðslu, menntun og rannsóknum á sviði netöryggis á Íslandi og í samstarfi við önnur lönd í Evrópu. Eyvör veitir stofnunum, litlum og meðalstórum fyrirtækjum styrki til að efla netöryggi sitt og varnir en frá stofnun Eyvarar hafa 28 fjölbreytt verkefni hlotið styrk. Verkefnin sem um ræðir spanna allt frá rannsóknum og eflingu á netöryggisþekkingu yfir í þróun á netöryggislausnum svo eitthvað sé nefnt. Þann 11. september næstkomandi stendur Eyvör fyrir viðburði í Grósku þar sem flutt verða erindi um samstarf á sviði netöryggis og fram fara kynningar á þeim verkefnum sem hlotið hafa styrki. Þá fer einnig fram kynning á styrktarumsóknarferlinu en Eyvör hyggur á frekari úthlutanir netöryggisstyrkja síðar á þessu ári. Höfundur er verkefnastjóri Eyvarar-hæfniseturs Íslands í netöryggi.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar