Lífið

Guð­rún Sørtveit og Steinar „loksins“ trú­lofuð

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Guðrún og Steinar er búin að vera saman í fimmtán ár.
Guðrún og Steinar er búin að vera saman í fimmtán ár.

Guðrún Sørtveit, áhrifavaldur og lífskúnstner, og Steinar Örn Gunnarsson eru trúlofuð. Frá þessu greina þau í sameiginlegri færslu á Instagram.

Guðrún og Steinar eru búin að vera saman í fimmtán ár og eiga saman tvö börn, stúlku og dreng.

Í færslunni má sjá myndskeið af nýtrúlofaða parinu brosa sínu breiðasta og Guðrúnu sýna fallega hringinn glitrandi á fingri sér, með lagið When You Know með Lana Del Rey bakgrunni.

Í viðtalsliðnum Hin hliðin á Vísi í júlí í fyrra, var Guðrún spurð hvað hún myndi vilja upplifa áður en dagar hennar yrðu taldir. Hún svaraði á léttum nótum: „Það væri gaman að fá bónorð… nei, ég segi svona. Númer eitt, tvö og þrjú er að fylgjast með börnunum mínum vaxa og dafna og upplifa heiminn með þeim.“


Tengdar fréttir

Guðrún Helga Sørtveit á von á öðru barni

Trendnet bloggarinn og förðunarfræðingurinn Guðrún Helga Sørtveit á von á sínu öðru barni með kærasta sínum Steinari Erni Gunnarssyni. Guðrún sagði frá þessum gleðifréttum á Instagram í dag. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.