Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. september 2025 11:40 Litlir skrímslabangsar eru það allra vinsælasta hjá ungu kynslóðinni í dag. Getty/Visir Labubu bangsarnir vinsælu eru ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla, en skólastjóri segir að bangsarnir hafi verið farnir að valda miklum leiðindum og metingi meðal barna í skólanum. Foreldrar hafa tekið mjög vel í regluna. „Það voru alls konar skrítnir hlutir farnir að gerast. Þetta var farið að stjórna alls konar hlutum í skólastofum og valda miklum leiðindum. Við ákváðum svo að óska eftir því að bangsarnir yrðu bara skildir eftir heima,“ segir Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, í samtali við fréttastofu. Labubu-bangsarnir komu fyrst á markað árið 2015 en náðu gífurlegum vinsældum í fyrra þegar kóresk poppstjarna sást með slíka dúkku á tösku sinni. Þá greip Labubu-æði um sig víða í Asíu og á þessu ári ferðaðist tískubylgjan til Bandaríkjanna og Evrópu. Einn svona bangsi kostar um sex til sjö þúsund krónur, en hann kemur í lokaðri pakkningu og kaupandinn veit ekki hvernig dúkkan er á litinn fyrr en hann er búinn að versla. Einhverjir litir eru sjaldgæfari en aðrir og hafa sumir selst á hundruði þúsunda í endursölu. Eftirlíkingar af böngsunum hafa einnig látið á sér kræla. Ekki fyrsta æðið sem börn fá þráhyggju yfir Sigríður segir að hún hafi á sínum 16 árum sem skólastjóri séð nokkur æði eins og Labubu æðið ganga yfir. Mörg þeirra eigi það sameiginlegt að börnin finnist þau þurfa eignast meira og meira af vörunni. „Svo koma eftirlíkingar, og þú ert ekki nógu góður ef þú átt bara eftirlíkingar.“ „Svo á einhver sex bangsa, og þeir hanga allir utan á skólatöskunni, þá er kominn metingur og þá er farið að gráta heima og börnin segja, af hverju á ég ekki svona.“ „Þetta á ekkert heima í skólunum,“ segir Sigríður. Ísaksskóli hafi sent tölvupóst til foreldra á fimmtudaginn þar sem biðlað var til foreldra að skilja bangsana eftir heima, og strax hafi hún fengið jákvæð viðbrögð frá foreldrum. „Einn pabbi svaraði og sagðist algjörlega sammála, en það væri dótadagur á morgun og hann spurði hvort þau mættu koma með bangsana þá. Það var ekkert mál.“ Sigríður segir að það eigi ekki að setja börn í aðstæður sem þessar, þeim eigi að líða vel í skólanum og þar eigi allir að vera á jafningjagrundvelli. „Já það er gleðin ein að setja ró og vinnufrið inn í daginn hjá okkur, af því þegar börnum líður vel í skólunum sínum og þau finna öryggið, þá gengur börnum vel að læra. Það er bara þannig,“ segir Sigríður. Skóla- og menntamál Tíska og hönnun Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira
„Það voru alls konar skrítnir hlutir farnir að gerast. Þetta var farið að stjórna alls konar hlutum í skólastofum og valda miklum leiðindum. Við ákváðum svo að óska eftir því að bangsarnir yrðu bara skildir eftir heima,“ segir Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, í samtali við fréttastofu. Labubu-bangsarnir komu fyrst á markað árið 2015 en náðu gífurlegum vinsældum í fyrra þegar kóresk poppstjarna sást með slíka dúkku á tösku sinni. Þá greip Labubu-æði um sig víða í Asíu og á þessu ári ferðaðist tískubylgjan til Bandaríkjanna og Evrópu. Einn svona bangsi kostar um sex til sjö þúsund krónur, en hann kemur í lokaðri pakkningu og kaupandinn veit ekki hvernig dúkkan er á litinn fyrr en hann er búinn að versla. Einhverjir litir eru sjaldgæfari en aðrir og hafa sumir selst á hundruði þúsunda í endursölu. Eftirlíkingar af böngsunum hafa einnig látið á sér kræla. Ekki fyrsta æðið sem börn fá þráhyggju yfir Sigríður segir að hún hafi á sínum 16 árum sem skólastjóri séð nokkur æði eins og Labubu æðið ganga yfir. Mörg þeirra eigi það sameiginlegt að börnin finnist þau þurfa eignast meira og meira af vörunni. „Svo koma eftirlíkingar, og þú ert ekki nógu góður ef þú átt bara eftirlíkingar.“ „Svo á einhver sex bangsa, og þeir hanga allir utan á skólatöskunni, þá er kominn metingur og þá er farið að gráta heima og börnin segja, af hverju á ég ekki svona.“ „Þetta á ekkert heima í skólunum,“ segir Sigríður. Ísaksskóli hafi sent tölvupóst til foreldra á fimmtudaginn þar sem biðlað var til foreldra að skilja bangsana eftir heima, og strax hafi hún fengið jákvæð viðbrögð frá foreldrum. „Einn pabbi svaraði og sagðist algjörlega sammála, en það væri dótadagur á morgun og hann spurði hvort þau mættu koma með bangsana þá. Það var ekkert mál.“ Sigríður segir að það eigi ekki að setja börn í aðstæður sem þessar, þeim eigi að líða vel í skólanum og þar eigi allir að vera á jafningjagrundvelli. „Já það er gleðin ein að setja ró og vinnufrið inn í daginn hjá okkur, af því þegar börnum líður vel í skólunum sínum og þau finna öryggið, þá gengur börnum vel að læra. Það er bara þannig,“ segir Sigríður.
Skóla- og menntamál Tíska og hönnun Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira