„Var loksins ég sjálfur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. september 2025 17:25 Martin Hermannsson reynir skot á körfuna en til varnar er ofurstjarnan Luka Doncic. vísir/hulda margrét Martin Hermannsson átti sinn besta leik á Evrópumótinu í körfubolta þegar Ísland tapaði fyrir Slóveníu, 79-87, í dag. Martin var svekktur í leikslok en segir að íslenska liðið sýni leik eftir leik að það eigi heima á stærsta sviðinu. „Tilfinningin er bara sú sama og eftir síðustu leiki. Þetta er ógeðslega fúlt. Svekkelsi. Maður leggur líf og sál í þetta en þetta eru bara smáatriði. Sem keppnismaður er alltaf ógeðslega erfitt að tapa,“ sagði Martin við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn í Katowice. Klippa: Viðtal við Martin eftir tapið fyrir Slóveníu „Það er margt sem maður getur sagt og farið yfir en ég er líka stoltur af okkur að vera komnir á stórmót, á svið sem við erum ekki vanir að vera á og erum alltaf í leik og látum ekki vaða yfir okkur sem hefur verið gegnumgangandi hjá íslenskri körfuboltaþjóð í gegnum tíðina. Við erum að spila á móti þremur sterkustu þjóðum Evrópu og erum í bullandi séns.“ Ekki stóð á svari er hann var spurður hvað hefur vantað upp á hjá íslenska liðinu á EM. „Reynsluleysi. Ef við værum að spila á hverju einasta EM væri þetta öðruvísi. Þetta eru leikmenn sem eru hérna ár eftir ár eftir ár og kunna að vera hérna og stilla sig. Ég er búinn að spila á hæsta getustigi í Evrópu í 7-8 ár en þetta er samt nýtt fyrir mér. Það sást kannski best í dag að ég er aðeins búinn að stilla mig af. Ég var loksins ég sjálfur í dag. Þetta skrifast að mestu á reynsluleysi og svo væri fínt að hafa 2-3 leikmenn yfir tvo metra,“ sagði Martin sem skoraði 22 stig og gaf sex stoðsendingar. Hann segir að íslenska liðið sé komið langt og eigi fyllilega skilið að spila meðal þeirra bestu. „Ef við gætum sett saman frammistöðu úr þessum fyrstu fjórum leikjum værum við með sigur. Í dag voru við frábærir í sókn, gegn Póllandi vorum við frábærir í vörn en það vantaði aðeins upp á það í dag. Þetta skrifast bara á reynsluleysi. Við erum orðnir ógeðslega góðir í körfubolta. Ég held að fólk verði að átta sig á því. Við erum mættir á stórmót og það eru allir brjálaðir að við séum ekki að vinna,“ sagði Martin sem hefur spilað á öllum þremur Evrópumótum sem Ísland hefur tekið þátt á. „Á mótunum 2015 og 2017 fengum við medalíu. Við erum orðnir góðir í körfubolta og ég held að fólk verði aðeins að átta sig á því. Miðað við þessa blessuðu höfðatölu, hvað við erum fá og með marga leikmenn eru að spila í íslensku deildinni. Það sýnir hvað hún er sterk og leikmennirnir eru að verða betri og við erum með fullt af töffurum í þessu liði.“ Horfa má á viðtalið við Martin í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði fjórða leiknum sínum í röð á Evrópumótið í Póllandi en að þessu sinni með átta stigum á móti Luka Doncic og félögum hans í Slóveníu. Okkar Doncic átti mjög góðan leik í dag. 2. september 2025 17:08 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira
„Tilfinningin er bara sú sama og eftir síðustu leiki. Þetta er ógeðslega fúlt. Svekkelsi. Maður leggur líf og sál í þetta en þetta eru bara smáatriði. Sem keppnismaður er alltaf ógeðslega erfitt að tapa,“ sagði Martin við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn í Katowice. Klippa: Viðtal við Martin eftir tapið fyrir Slóveníu „Það er margt sem maður getur sagt og farið yfir en ég er líka stoltur af okkur að vera komnir á stórmót, á svið sem við erum ekki vanir að vera á og erum alltaf í leik og látum ekki vaða yfir okkur sem hefur verið gegnumgangandi hjá íslenskri körfuboltaþjóð í gegnum tíðina. Við erum að spila á móti þremur sterkustu þjóðum Evrópu og erum í bullandi séns.“ Ekki stóð á svari er hann var spurður hvað hefur vantað upp á hjá íslenska liðinu á EM. „Reynsluleysi. Ef við værum að spila á hverju einasta EM væri þetta öðruvísi. Þetta eru leikmenn sem eru hérna ár eftir ár eftir ár og kunna að vera hérna og stilla sig. Ég er búinn að spila á hæsta getustigi í Evrópu í 7-8 ár en þetta er samt nýtt fyrir mér. Það sást kannski best í dag að ég er aðeins búinn að stilla mig af. Ég var loksins ég sjálfur í dag. Þetta skrifast að mestu á reynsluleysi og svo væri fínt að hafa 2-3 leikmenn yfir tvo metra,“ sagði Martin sem skoraði 22 stig og gaf sex stoðsendingar. Hann segir að íslenska liðið sé komið langt og eigi fyllilega skilið að spila meðal þeirra bestu. „Ef við gætum sett saman frammistöðu úr þessum fyrstu fjórum leikjum værum við með sigur. Í dag voru við frábærir í sókn, gegn Póllandi vorum við frábærir í vörn en það vantaði aðeins upp á það í dag. Þetta skrifast bara á reynsluleysi. Við erum orðnir ógeðslega góðir í körfubolta. Ég held að fólk verði að átta sig á því. Við erum mættir á stórmót og það eru allir brjálaðir að við séum ekki að vinna,“ sagði Martin sem hefur spilað á öllum þremur Evrópumótum sem Ísland hefur tekið þátt á. „Á mótunum 2015 og 2017 fengum við medalíu. Við erum orðnir góðir í körfubolta og ég held að fólk verði aðeins að átta sig á því. Miðað við þessa blessuðu höfðatölu, hvað við erum fá og með marga leikmenn eru að spila í íslensku deildinni. Það sýnir hvað hún er sterk og leikmennirnir eru að verða betri og við erum með fullt af töffurum í þessu liði.“ Horfa má á viðtalið við Martin í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði fjórða leiknum sínum í röð á Evrópumótið í Póllandi en að þessu sinni með átta stigum á móti Luka Doncic og félögum hans í Slóveníu. Okkar Doncic átti mjög góðan leik í dag. 2. september 2025 17:08 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira
Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði fjórða leiknum sínum í röð á Evrópumótið í Póllandi en að þessu sinni með átta stigum á móti Luka Doncic og félögum hans í Slóveníu. Okkar Doncic átti mjög góðan leik í dag. 2. september 2025 17:08