EM 2025 í körfubolta

EM 2025 í körfubolta

EM karla í körfubolta, Eurobasket, fer fram í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi dagana 27. ágúst til 14. september 2025. Íslenska landsliðið er á meðal þátttökuþjóða.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Eigin­konan líkir þjálfara Slóvena við Gosa

Slóvenska körfuboltalandsliðið verður með því íslenska í riðli á Evrópumótinu en sá riðill verður spilaður í Póllandi. Það eru ekki allir sáttir með liðsvalið hjá Slóvenum og ekki síst ein stærsta körfuboltafjölskylda þjóðarinnar. Mikil dramatík er í kringum valið á EM-hópnum.

Körfubolti
Fréttamynd

Fékk vægt á­fall: „Með fullt af missed calls“

Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson kveðst hafa fengið vægt sjokk og síminn hafi logað þegar ranglega var greint frá því að hann hefði samið við Íslandsmeistara Stjörnunnar. Hann er á leið til Spánar í haust en öll hans einbeiting er á komandi Evrópumóti.

Körfubolti
Fréttamynd

„Sýna að maður eigi það skilið“

Almar Orri Atlason, leikmaður Bradley-háskóla í Bandaríkjunum, er bjartsýnn þegar kemur að sæti í lokahóp íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í körfubolta. Hann ræddi við Val Pál Eiríksson um landsliðsæfingar síðustu daga.

Körfubolti
Fréttamynd

„Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“

„Líkamlega hef ég sjaldan verið betri á þessum tíma árs,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, um standið á sér. Martin hefur glímt við meiðsli undanfarin ár en er klár í slaginn fyrir EM og hefur haldið sér vel við í sumar.

Körfubolti
Fréttamynd

„Erum að ein­blína á það sem er að gerast á vellinum“

Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir það jákvætt að svo margir leikmenn séu nálægt því að komast í lokahópinn fyrir EM sem fram fer í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi. Hann segist ekki hafa séð viðtalið sem Kristófer Acox fór í og hafði lítið um það að segja.

Körfubolti
Fréttamynd

Sabonis ekki með Lit­háen á EM

NBA stjarnan Domantas Sabonis, leikmaður Sacramento Kings, mun væntanlega ekki leika með Litháen á Evrópumóti karla í körfubolta síðsumars en Sabonis hefur verið að glíma við þrálát meiðsli í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Miða­salan á EM er hafin

Miðasala á leiki Íslands á Evrópumóti karla í körfubolta, sem fram fara í Katowice í Póllandi í lok ágúst og byrjun september, hófst klukkan 11 í dag.

Körfubolti