Landslið karla í körfubolta

Fréttamynd

„Erfitt að horfa á fé­lögum okkar“

„Það er þvílík spenna. Þetta er það sem við erum búnir að vinna að síðan í febrúar og tilhlökkunin hefur magnast og magnast. Það er ógeðslega mikil tilhlökkun. Spennan í hópnum er orðin mjög mikil,“ segir Hilmar Smári Henningsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, sem hefur leik á EM í Póllandi eftir rúma viku.

Körfubolti
Fréttamynd

Svona er hópur Ís­lands sem fer á EM

Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur opinberað hvaða tólf leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið sem hefst í næstu viku. Almar Orri Atlason dettur út úr hópnum, sem hafði fyrir daginn í dag verið skorinn niður í 13 leikmenn.

Körfubolti
Fréttamynd

Fékk vægt á­fall: „Með fullt af missed calls“

Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson kveðst hafa fengið vægt sjokk og síminn hafi logað þegar ranglega var greint frá því að hann hefði samið við Íslandsmeistara Stjörnunnar. Hann er á leið til Spánar í haust en öll hans einbeiting er á komandi Evrópumóti.

Körfubolti
Fréttamynd

„Sýna að maður eigi það skilið“

Almar Orri Atlason, leikmaður Bradley-háskóla í Bandaríkjunum, er bjartsýnn þegar kemur að sæti í lokahóp íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í körfubolta. Hann ræddi við Val Pál Eiríksson um landsliðsæfingar síðustu daga.

Körfubolti
Fréttamynd

„Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“

„Líkamlega hef ég sjaldan verið betri á þessum tíma árs,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, um standið á sér. Martin hefur glímt við meiðsli undanfarin ár en er klár í slaginn fyrir EM og hefur haldið sér vel við í sumar.

Körfubolti
Fréttamynd

„Erum að ein­blína á það sem er að gerast á vellinum“

Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir það jákvætt að svo margir leikmenn séu nálægt því að komast í lokahópinn fyrir EM sem fram fer í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi. Hann segist ekki hafa séð viðtalið sem Kristófer Acox fór í og hafði lítið um það að segja.

Körfubolti
Fréttamynd

Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið

Kristófer Acox er ekki í æfingahópi íslenska landsliðsins fyrir komandi Evrópumót sem hefst í lok ágúst. Tíðindin koma mörgum á óvart en þó ekki honum sjálfum. Landsliðsþjálfarinn tjáði honum í febrúar að hann myndi aldrei velja hann aftur.

Körfubolti