„Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. september 2025 07:19 Sérfræðingar segja fyrirætlanirnar sem Washington Post greindi frá um helgina algjörlega fráleitar. Sérfræðingar segja hugmyndir um að flytja íbúa Gasa á brott til að greiða fyrir uppbyggingu einhvers konar tækni- og ferðamannaparadísar á svæðinu óraunhæfar og fela í sér gróf brot gegn alþjóðalögum. Washington Post greindi um helgina frá áætlun sem meðal annars gengur út á að flytja Palestínumenn frá Gasa gegn eingreiðslu eða loforði um íbúð í nýrri „paradís“ á svæðinu. Brottflutningurinn yrði valfrjáls. Þá felur áætlunin í sér hugmyndir um gríðarlega uppbyggingu á Gasa, fjármagnaða af einkaaðilum, þar sem meðal annars yrði að finna strandhótel, rafbílaverksmiðjur og gagnaver. Gera höfundar hennar því skóna að verkefnið gæti borgað sig fjórfalt innan tíu ára. Hvorki Hvíta húsið né utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafa tjáð sig um hið 38 síðna plagg, sem er sagt hafa verið unnið fyrir stofnendur Gaza Humanitarian Foundation, með fjárhagsráðgjöf frá Boston Consulting Group. Það virðist þó augljóslega byggja á framtíðarsýn Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir Gasa. „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun,“ segir Philip Grant, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Trial International í Sviss. „Hver er útkoman? Skólabókardæmi um alþjóðaglæp af óhugsandi stærðargráðu.“ Grant segir áætlunina fela í sér hóprefsingu og brottflutning þjóðar gegn vilja hennar. Hugmyndirnar hafa einnig verið gagnrýndar í fjölmiðlum í Ísrael en í skoðanagrein í Haaretz er þeim lýst sem einhvers konar vélráðum um að græða peninga á túrisma, gervigreind og stríðsglæpum. Sérfræðingar segja skjalið augljóslega smíðað af einstaklingum sem hafa enga þekkingu á aðstæðum á svæðinu. Þeir sem unnu að því af hálfu Boston Consulting Group hafa verið látnir fjúka. „Þetta er bilað,“ segir HA Hellyer hjá öryggis- og varnarmála hugveitunni Royal United Services Institute. Hann segir liggja ljóst fyrir að stjórnvöld vestanhafs séu samþykkt þjóðernishreinsun á Gasa og það sé fráleitt að tala um valkvæðan brottflutning þegar hinn valmöguleikinn sé að verða sveltur eða skotinn til bana. Guardian fjallar ítarlega um málið. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Washington Post greindi um helgina frá áætlun sem meðal annars gengur út á að flytja Palestínumenn frá Gasa gegn eingreiðslu eða loforði um íbúð í nýrri „paradís“ á svæðinu. Brottflutningurinn yrði valfrjáls. Þá felur áætlunin í sér hugmyndir um gríðarlega uppbyggingu á Gasa, fjármagnaða af einkaaðilum, þar sem meðal annars yrði að finna strandhótel, rafbílaverksmiðjur og gagnaver. Gera höfundar hennar því skóna að verkefnið gæti borgað sig fjórfalt innan tíu ára. Hvorki Hvíta húsið né utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafa tjáð sig um hið 38 síðna plagg, sem er sagt hafa verið unnið fyrir stofnendur Gaza Humanitarian Foundation, með fjárhagsráðgjöf frá Boston Consulting Group. Það virðist þó augljóslega byggja á framtíðarsýn Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir Gasa. „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun,“ segir Philip Grant, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Trial International í Sviss. „Hver er útkoman? Skólabókardæmi um alþjóðaglæp af óhugsandi stærðargráðu.“ Grant segir áætlunina fela í sér hóprefsingu og brottflutning þjóðar gegn vilja hennar. Hugmyndirnar hafa einnig verið gagnrýndar í fjölmiðlum í Ísrael en í skoðanagrein í Haaretz er þeim lýst sem einhvers konar vélráðum um að græða peninga á túrisma, gervigreind og stríðsglæpum. Sérfræðingar segja skjalið augljóslega smíðað af einstaklingum sem hafa enga þekkingu á aðstæðum á svæðinu. Þeir sem unnu að því af hálfu Boston Consulting Group hafa verið látnir fjúka. „Þetta er bilað,“ segir HA Hellyer hjá öryggis- og varnarmála hugveitunni Royal United Services Institute. Hann segir liggja ljóst fyrir að stjórnvöld vestanhafs séu samþykkt þjóðernishreinsun á Gasa og það sé fráleitt að tala um valkvæðan brottflutning þegar hinn valmöguleikinn sé að verða sveltur eða skotinn til bana. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent