Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar 1. september 2025 07:01 Eins og fleiri, er ég með augun öðru hvoru á fasteignaauglýsingum. Því oftar sem maður skoðar þessar auglýsingar kemur ein spurning ítrekað upp: Hvað erum við að byggja og fyrir hvern? Hvers vegna kemur varla nokkur ný eign á markaðinn í dag án fataherbergis, innbyggðs vínkælis, gufubaðs eða regnskógar sturtu? Þetta er allt lúxus útbúnaður sem ég gæti vel hugsað mér að njóta en hef enga þörf á. Er þetta raunverulega það sem markaðurinn vill eða snýst þetta fyrst og fremst um að hámarka verð þess reitar sem þú hefur til að byggja á? Það gefur auga leið að sá sem byggir gerir sitt til að hámarka arðinn af sinni framkvæmd. Sá eini sem getur gert kröfu til þess að hann lækki sinn hlut er sá sem hann á samningum við hverju sinni. En hvað getur sá sem úthlutar framkvæmdaraðilum gert til að mæta ákalli fólks um ódýrara húsnæði? Þegar við lítum til Reykjavíkur sjáum við að uppbygging hefur verið töluverð en nýjar eignir í borginni eru ekki að seljast hratt, þær eru eðli máli samkvæmt dýrar, enda kröfur sem nýjar eignir bera mögulega ekki það sem við kaupendur leitum að. Hvað þurfum við á heimili? Svefnherbergi fyrir alla fjölskyldumeðlimi, baðherbergi, eldhús og stofu. Ég ólst upp í Bakkahverfi í Breiðholtinu, er þar ágætis samsetning af ólíkum eignum. Slíkar eignir eða nýjar eignir af þeim toga myndu vera til þess fallnar að fjölga valkostum fólks. Þannig gætu þeir sem vilja, og geta, gert vel við sig í húsbúnaði hafa kost á því, og þau sem vilja einfaldari, og ódýrari, eign sömuleiðis eiga kost á því. Uppbygging fjölbreyttari eigna hagnast öllum. Þannig myndi meðalverð hvers fermetra lækka og þar með fasteignaverð. Sem hefur svo bein áhrif á vexti og verðbólgu. Hvar getum við byggt heimili sem eru minna Bo Bedre meira bara grunn heimili án alls auka gúrme? Reykjavíkurborg á drjúgan hluta lands við Ártúnshöfða sem er nú að fara í uppbyggingu. Ef borgin myndi stíga inn með forhannaðar eignir til uppbyggingar í anda fyrrnefndar bakkamenningar væri það verulegt innstig í mótun verðlags, áhrif á fasteignamarkaðin í heild sinni, áhrif á verðbólgu og lífsgæði okkar allra. Við í Viðreisn munum leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi um að þessi skref verið stigin ákveðin inn í uppbyggingaráform borgarinnar, hér ber borgin ábyrgð, setjum stefnu sem vinnur að bættu samfélagi fyrir alla. Við getum stór bætt húsnæðisástand á sama tíma og við höfum áhrif á verð mótun á fasteignamarkaði, verðbólgu og lífsgæði fljölda borgarbúa. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðresinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Eins og fleiri, er ég með augun öðru hvoru á fasteignaauglýsingum. Því oftar sem maður skoðar þessar auglýsingar kemur ein spurning ítrekað upp: Hvað erum við að byggja og fyrir hvern? Hvers vegna kemur varla nokkur ný eign á markaðinn í dag án fataherbergis, innbyggðs vínkælis, gufubaðs eða regnskógar sturtu? Þetta er allt lúxus útbúnaður sem ég gæti vel hugsað mér að njóta en hef enga þörf á. Er þetta raunverulega það sem markaðurinn vill eða snýst þetta fyrst og fremst um að hámarka verð þess reitar sem þú hefur til að byggja á? Það gefur auga leið að sá sem byggir gerir sitt til að hámarka arðinn af sinni framkvæmd. Sá eini sem getur gert kröfu til þess að hann lækki sinn hlut er sá sem hann á samningum við hverju sinni. En hvað getur sá sem úthlutar framkvæmdaraðilum gert til að mæta ákalli fólks um ódýrara húsnæði? Þegar við lítum til Reykjavíkur sjáum við að uppbygging hefur verið töluverð en nýjar eignir í borginni eru ekki að seljast hratt, þær eru eðli máli samkvæmt dýrar, enda kröfur sem nýjar eignir bera mögulega ekki það sem við kaupendur leitum að. Hvað þurfum við á heimili? Svefnherbergi fyrir alla fjölskyldumeðlimi, baðherbergi, eldhús og stofu. Ég ólst upp í Bakkahverfi í Breiðholtinu, er þar ágætis samsetning af ólíkum eignum. Slíkar eignir eða nýjar eignir af þeim toga myndu vera til þess fallnar að fjölga valkostum fólks. Þannig gætu þeir sem vilja, og geta, gert vel við sig í húsbúnaði hafa kost á því, og þau sem vilja einfaldari, og ódýrari, eign sömuleiðis eiga kost á því. Uppbygging fjölbreyttari eigna hagnast öllum. Þannig myndi meðalverð hvers fermetra lækka og þar með fasteignaverð. Sem hefur svo bein áhrif á vexti og verðbólgu. Hvar getum við byggt heimili sem eru minna Bo Bedre meira bara grunn heimili án alls auka gúrme? Reykjavíkurborg á drjúgan hluta lands við Ártúnshöfða sem er nú að fara í uppbyggingu. Ef borgin myndi stíga inn með forhannaðar eignir til uppbyggingar í anda fyrrnefndar bakkamenningar væri það verulegt innstig í mótun verðlags, áhrif á fasteignamarkaðin í heild sinni, áhrif á verðbólgu og lífsgæði okkar allra. Við í Viðreisn munum leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi um að þessi skref verið stigin ákveðin inn í uppbyggingaráform borgarinnar, hér ber borgin ábyrgð, setjum stefnu sem vinnur að bættu samfélagi fyrir alla. Við getum stór bætt húsnæðisástand á sama tíma og við höfum áhrif á verð mótun á fasteignamarkaði, verðbólgu og lífsgæði fljölda borgarbúa. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðresinar.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar