Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. ágúst 2025 17:19 Til vinstri er ein af myndunum sem prýða skjalið og til hægri er nýleg mynd af norðanverðri Gasaborg. Vísir/Samsett Bandaríski fjölmiðillinn Washington Post hefur undir höndum 38 blaðsíðna skjal sem útlistar áætlanir Bandaríkjastjórnar um framtíð Gasasvæðisins að stríðinu loknu. Það felur meðal annars í sér að allir íbúar svæðisins verði fluttir burt, að Bandaríkin fari með völd á svæðinu í tíu ár hið minnsta og að ströndinni verði umbreytt í „gervigreindarknúna“ ferðamannaparadís og rafbílaframleiðslusvæði. Öllum þeim sem eiga land á Gasaströndinni verður gefinn „stafrænn tóki“ í skiptum fyrir byggingarrétt á lóðinni. Allir Palestínumenn sem bolað er burt, þó í skýrslunni sé það sagt valfrjálst, fá svo fimm þúsund dali og bætur að andvirði fjögurra ára leigu annars staðar. Þá fá þeir einnig matarbirgðir til fimm ára, að því er Washington Post greinir frá. Kjósi þeir ekki að yfirgefa landið sitt fyrir fullt og allt munu Palestínumenn geta skipt stafræna tókanum út fyrir íbúð í einni af þeim sex til átta „gervigreindarknúnu snjallborgum“ sem reisa á á Gasasvæðinu. Sjóðurinn frábæri fari með völd á Gasa Áætlunin ber nafnið Gaza Reconstitution, Economic Acceleration and Transformation Trust, skammstafað GREAT Trust, sem mæti útleggja á íslensku sem Frábæri sjóðurinn. Skjalið er unnið í samstarfi við sömu ísraelsku athafnamönnunum og stofnuðu og reka Gaza Humanitarian Foundation sem annast matargjafir á hinu hungursorfna Gasasvæði. Stofnunin var sett á laggirnar í maí á þessu ári og síðan þá hafa ríflega þúsund manns verið drepnir við það að sækja birgðir á stöðvar hennar. Framtakið verður fjármagnað af einkafjárfestum og er miklu bleki varið í það í skýrslunni að fjalla um þann mikla arð sem fyrirtækið muni bera fjárfestum. Ólíkt Gaza Humanitarian Foundation sem er rekið af fjárveitingum verður „Gasarívíeran“ reist á grunni rafbílaverksmiðja, gagnavera, strandhótelum og fasteignasölu. Samkvæmt útreikningum ísraelsku sérfræðinganna mun framtakið borga sig fjórfalt innan tíu ára. Fjölskylda syrgir hinn sextán ára Awad Jarada sem var skotinn til bana við matardreifingarstöð GHF í dag.AP/Jehad Alshrafi Donald Trump Bandaríkjaforseti vakti mikla reiði og undran þegar hann hét að leggja undir sig Gasa og byggja hana upp. Sameinuðu þjóðirnar gera ráð fyrir að 90 prósent bygginga á Gasasvæðinu hafi verið eyðilagðar í linnulausum loftárásum og borgara og innviði, þannig er ljóst að endurreist svæðisins krefjist mikillar vinnu og fjármagns. Samkvæmt skjalinu munu Ísraelar færa stjórn Gasa í hendur GREAT-sjóðsins þrátt fyrir að Ísraelar hafi engin slík réttindi. Þetta verður gert með tvíhliða samningi Bandaríkjanna og Ísraels sem myndi síðan þróast út í svokallaðað gæsluverndarfyrirkomulag áþekkt því og Bandaríkin höfðu við Kyrrahafsþjóðir og hafa sums staðar enn. Strandhótel og Tesla-verksmiðjur Þessi gæsluvernd verði svo við lýði í tíu ár hið minnsta eða þangað til að „endurbætt og aföfgavædd palestínsk stjórn er tilbúin að taka við völdum.“ Hvergi í skjalinu er talað um sjálfstætt palestínskt ríki heldur aðeins þessa fyrrnefndu stjórn (e. polity). Fyrirtækið myndi byrja á því að ryðja burt rústum borga Gasasvæðisins og fjarlægja ósprungnar sprengjur. Að því loknu hefjist enduruppbyggingin. Við austanverð landamæri Gasa og Ísraels verði „snjalliðnaðarsvæði“ reist þar sem bandarískir bílaframleiðendur muni framleiða rafbíla í massavís og risavöxnum gagnaverum verði komið upp til að þjónusta Ísrael og nágrannalönd. Strandlengjan verði að „Trump-rívíerunni á Gasa“ þar sem reistir verði heimsklassa baðstaðir og ferðamannainnviðir. Hugmyndir um manngerðar eyjar áþekkar þeim undan ströndum Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Níutíu prósent bygginga á Gasasvæðinu eru óíbúðarhæf.AP/Jehad Alshrafi Á Gasasvæðinu miðju, á milli baðlóna og strandhótela annars vegar og verksmiðja bandarískra iðnrisa hins vegar, verði reistar sex til átta gervigreindarknúnar snjallborgir þar sem tuttugu hæða íbúðablokkir muni rísa til að hýsa aðflutta íbúa svæðisins. Gasabúum sem kjósa að yfirgefa ekki svæðið mun standa til boða að skipta út stafræna tókanum sínum fyrir 170 fermetra íbúð. Skjalið má sjá í heild sinni undir tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl GREATGREAT3.8MBSækja skjal Palestína Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Gervigreind Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Öllum þeim sem eiga land á Gasaströndinni verður gefinn „stafrænn tóki“ í skiptum fyrir byggingarrétt á lóðinni. Allir Palestínumenn sem bolað er burt, þó í skýrslunni sé það sagt valfrjálst, fá svo fimm þúsund dali og bætur að andvirði fjögurra ára leigu annars staðar. Þá fá þeir einnig matarbirgðir til fimm ára, að því er Washington Post greinir frá. Kjósi þeir ekki að yfirgefa landið sitt fyrir fullt og allt munu Palestínumenn geta skipt stafræna tókanum út fyrir íbúð í einni af þeim sex til átta „gervigreindarknúnu snjallborgum“ sem reisa á á Gasasvæðinu. Sjóðurinn frábæri fari með völd á Gasa Áætlunin ber nafnið Gaza Reconstitution, Economic Acceleration and Transformation Trust, skammstafað GREAT Trust, sem mæti útleggja á íslensku sem Frábæri sjóðurinn. Skjalið er unnið í samstarfi við sömu ísraelsku athafnamönnunum og stofnuðu og reka Gaza Humanitarian Foundation sem annast matargjafir á hinu hungursorfna Gasasvæði. Stofnunin var sett á laggirnar í maí á þessu ári og síðan þá hafa ríflega þúsund manns verið drepnir við það að sækja birgðir á stöðvar hennar. Framtakið verður fjármagnað af einkafjárfestum og er miklu bleki varið í það í skýrslunni að fjalla um þann mikla arð sem fyrirtækið muni bera fjárfestum. Ólíkt Gaza Humanitarian Foundation sem er rekið af fjárveitingum verður „Gasarívíeran“ reist á grunni rafbílaverksmiðja, gagnavera, strandhótelum og fasteignasölu. Samkvæmt útreikningum ísraelsku sérfræðinganna mun framtakið borga sig fjórfalt innan tíu ára. Fjölskylda syrgir hinn sextán ára Awad Jarada sem var skotinn til bana við matardreifingarstöð GHF í dag.AP/Jehad Alshrafi Donald Trump Bandaríkjaforseti vakti mikla reiði og undran þegar hann hét að leggja undir sig Gasa og byggja hana upp. Sameinuðu þjóðirnar gera ráð fyrir að 90 prósent bygginga á Gasasvæðinu hafi verið eyðilagðar í linnulausum loftárásum og borgara og innviði, þannig er ljóst að endurreist svæðisins krefjist mikillar vinnu og fjármagns. Samkvæmt skjalinu munu Ísraelar færa stjórn Gasa í hendur GREAT-sjóðsins þrátt fyrir að Ísraelar hafi engin slík réttindi. Þetta verður gert með tvíhliða samningi Bandaríkjanna og Ísraels sem myndi síðan þróast út í svokallaðað gæsluverndarfyrirkomulag áþekkt því og Bandaríkin höfðu við Kyrrahafsþjóðir og hafa sums staðar enn. Strandhótel og Tesla-verksmiðjur Þessi gæsluvernd verði svo við lýði í tíu ár hið minnsta eða þangað til að „endurbætt og aföfgavædd palestínsk stjórn er tilbúin að taka við völdum.“ Hvergi í skjalinu er talað um sjálfstætt palestínskt ríki heldur aðeins þessa fyrrnefndu stjórn (e. polity). Fyrirtækið myndi byrja á því að ryðja burt rústum borga Gasasvæðisins og fjarlægja ósprungnar sprengjur. Að því loknu hefjist enduruppbyggingin. Við austanverð landamæri Gasa og Ísraels verði „snjalliðnaðarsvæði“ reist þar sem bandarískir bílaframleiðendur muni framleiða rafbíla í massavís og risavöxnum gagnaverum verði komið upp til að þjónusta Ísrael og nágrannalönd. Strandlengjan verði að „Trump-rívíerunni á Gasa“ þar sem reistir verði heimsklassa baðstaðir og ferðamannainnviðir. Hugmyndir um manngerðar eyjar áþekkar þeim undan ströndum Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Níutíu prósent bygginga á Gasasvæðinu eru óíbúðarhæf.AP/Jehad Alshrafi Á Gasasvæðinu miðju, á milli baðlóna og strandhótela annars vegar og verksmiðja bandarískra iðnrisa hins vegar, verði reistar sex til átta gervigreindarknúnar snjallborgir þar sem tuttugu hæða íbúðablokkir muni rísa til að hýsa aðflutta íbúa svæðisins. Gasabúum sem kjósa að yfirgefa ekki svæðið mun standa til boða að skipta út stafræna tókanum sínum fyrir 170 fermetra íbúð. Skjalið má sjá í heild sinni undir tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl GREATGREAT3.8MBSækja skjal
Palestína Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Gervigreind Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira