Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. ágúst 2025 12:08 Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, ávarpaði allsherjarþingið á síðasta ári. AP/Frank Franklin II Bandaríkjamenn hafa hafnað og afturkallað vegabréfsáritanir sendinefndar palestínsku heimastjórnarinnar en hún, með Mahmoud Abbas forseta í fararbroddi, ætlaði að sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september. Þar átti Abbas að flytja ræðu fyrir þingið og í tilefni af fundi allsherjarþingsins hafa þjóðir á borð við Bretland, Frakkland, Kanada og Ástralía tilkynnt að þeir hyggist viðurkenna sjálfstæði palestínsk ríkis. Er það viðbragð við linnulausum árásum Ísraels á borgara á Gasa og hungursneyðina sem Ísraelsmenn hafa skapað og ógnar hundruðum þúsunda. Standi ekki við gefin heit Palestínska heimastjórnin hefur brugðist ókvæða við og saka Bandaríkjastjórn um að brjóta samninginn um höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. „Ríkisstjórn Donalds Trump hefur verið skýr í afstöðu sinni: það er í hag þjóðaröryggi okkar að draga Frelsissamtök Palestínu og palestínsku heimastjórnarinnar til ábyrgðar fyrir að standa ekki við gefin heit og draga undan friðarhorfum,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna vegna málsins. Samkvæmt ákvæðum fyrrnefnds samnings um höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna eiga Bandaríkjamenn ekki að neita fulltrúum annarra ríkja um vegabréfsáritanir. Láti af „lögsóknarstríði“ Tilkynningin endurómar málflutning Ísraela og gerir ýmsar kröfur til fulltrúa Frelsissamtaka Palestínu og heimastjórnarinnar meðal annars að þeir fordæmi árás Hamasliða 7. október 2023 og láti af tilraunum sínum til að leita réttar síns fyrir alþjóðadómstólum. Umleitanir Palestínumanna til alþjóðadómstólsins í Haag og alþjóðasakamáladómstólsins kallar Trump-stjórnin lögsóknarstríð. Palestínumenn eigi einnig að hætta að kalla eftir viðurkenningu á palestínskt ríki. Guardian hefur eftir talsmanni allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna að mikilvægt sé að öll aðildarríki þingsins, og áheyrnarfulltrúar ríkja eins og Palestínu, fái að sækja fund þjóðarleiðtoga sem fram fer daginn fyrir setningu fundar allsherjarþingsins. Frelsissamtök Palestínu, oft skammstafað PLO upp á ensku, voru stofnuð árið 1964 og eru eins konar regnhlífarsamtök baráttuhópa og stjórnmálaafla sem berjast fyrir stofnun palestínsks ríkis. Palestínska heimastjórnin var svo stofnuð tveimur áratugum síðar og átti að leggja grunninn að sjálfstæðum palestínskum stjórnvöldum. Hungur sverfur að Líkt og fram hefur komið hyggjast Frakkar, Bretar, Kanadamenn og Ástralar viðurkenna palestínskt ríki á fundi allsherjarþingsins og ísraelska ríkisstjórnin sætir auknum þrýstingi heima fyrir líka. Fjölmenn mótmæli hafa staðið yfir í Tel Avív undanfarna daga og krefjast mótmælendur þess að stríðinu ljúki og gíslunum verði skilað. Ísraelsmenn höfnuðu á dögunum eigin vopnahléstillögu sem kvað á um að Hamasliðar slepptu þeim gíslum sem eru eftirlifandi í haldi þeirra og skiluðu líkum hinna látnu. Ísraelsmenn hafa nú hafið innrás sína í Gasaborg þar sem hungursneyð hefur sorfið að íbúum tjaldbúða innan um rústirnar. Samkvæmt ísraelskum miðlum hafa Ísraelar sett hjálparsamtökum enn þrengri skorður og líklegt þykir að hungursneyðin ágerist á meðan loftárásir Ísraela verða umfangsmeiri. Alls hafa rúmlega 63 þúsund manns látið lífið í árásum Ísraels þar af 83 prósent almennir borgarar samkvæmt gögnum frá ísraelska hernum. Raunverulegi fjöldinn er líklega talsvert meiri en þúsundir liggja grafnir undir rústum þéttbýla Gasa. Palestína Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Þar átti Abbas að flytja ræðu fyrir þingið og í tilefni af fundi allsherjarþingsins hafa þjóðir á borð við Bretland, Frakkland, Kanada og Ástralía tilkynnt að þeir hyggist viðurkenna sjálfstæði palestínsk ríkis. Er það viðbragð við linnulausum árásum Ísraels á borgara á Gasa og hungursneyðina sem Ísraelsmenn hafa skapað og ógnar hundruðum þúsunda. Standi ekki við gefin heit Palestínska heimastjórnin hefur brugðist ókvæða við og saka Bandaríkjastjórn um að brjóta samninginn um höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. „Ríkisstjórn Donalds Trump hefur verið skýr í afstöðu sinni: það er í hag þjóðaröryggi okkar að draga Frelsissamtök Palestínu og palestínsku heimastjórnarinnar til ábyrgðar fyrir að standa ekki við gefin heit og draga undan friðarhorfum,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna vegna málsins. Samkvæmt ákvæðum fyrrnefnds samnings um höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna eiga Bandaríkjamenn ekki að neita fulltrúum annarra ríkja um vegabréfsáritanir. Láti af „lögsóknarstríði“ Tilkynningin endurómar málflutning Ísraela og gerir ýmsar kröfur til fulltrúa Frelsissamtaka Palestínu og heimastjórnarinnar meðal annars að þeir fordæmi árás Hamasliða 7. október 2023 og láti af tilraunum sínum til að leita réttar síns fyrir alþjóðadómstólum. Umleitanir Palestínumanna til alþjóðadómstólsins í Haag og alþjóðasakamáladómstólsins kallar Trump-stjórnin lögsóknarstríð. Palestínumenn eigi einnig að hætta að kalla eftir viðurkenningu á palestínskt ríki. Guardian hefur eftir talsmanni allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna að mikilvægt sé að öll aðildarríki þingsins, og áheyrnarfulltrúar ríkja eins og Palestínu, fái að sækja fund þjóðarleiðtoga sem fram fer daginn fyrir setningu fundar allsherjarþingsins. Frelsissamtök Palestínu, oft skammstafað PLO upp á ensku, voru stofnuð árið 1964 og eru eins konar regnhlífarsamtök baráttuhópa og stjórnmálaafla sem berjast fyrir stofnun palestínsks ríkis. Palestínska heimastjórnin var svo stofnuð tveimur áratugum síðar og átti að leggja grunninn að sjálfstæðum palestínskum stjórnvöldum. Hungur sverfur að Líkt og fram hefur komið hyggjast Frakkar, Bretar, Kanadamenn og Ástralar viðurkenna palestínskt ríki á fundi allsherjarþingsins og ísraelska ríkisstjórnin sætir auknum þrýstingi heima fyrir líka. Fjölmenn mótmæli hafa staðið yfir í Tel Avív undanfarna daga og krefjast mótmælendur þess að stríðinu ljúki og gíslunum verði skilað. Ísraelsmenn höfnuðu á dögunum eigin vopnahléstillögu sem kvað á um að Hamasliðar slepptu þeim gíslum sem eru eftirlifandi í haldi þeirra og skiluðu líkum hinna látnu. Ísraelsmenn hafa nú hafið innrás sína í Gasaborg þar sem hungursneyð hefur sorfið að íbúum tjaldbúða innan um rústirnar. Samkvæmt ísraelskum miðlum hafa Ísraelar sett hjálparsamtökum enn þrengri skorður og líklegt þykir að hungursneyðin ágerist á meðan loftárásir Ísraela verða umfangsmeiri. Alls hafa rúmlega 63 þúsund manns látið lífið í árásum Ísraels þar af 83 prósent almennir borgarar samkvæmt gögnum frá ísraelska hernum. Raunverulegi fjöldinn er líklega talsvert meiri en þúsundir liggja grafnir undir rústum þéttbýla Gasa.
Palestína Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent