„Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2025 14:01 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segir deiluna um Úkraínu ekki eingöngu snúast um hvar landamærin liggi, heldur um rétt Úkraínumanna til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Vísir/Einar Fyrrverandi utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að Evrópuþjóðir fari að taka raunverulegar ákvarðanir um hvernig binda megi enda á átökin í Úkraínu. Málið snúist ekki eingöngu um hvar landamæri liggja heldur að úkraínska þjóðin fái að taka ákvarðanir sem fullvalda þjóð, til dæmis um að ganga í Evrópusambandið og NATO. Á fundi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með Vladimír Pútín forseta Rússlands á föstudag fór sá síðarnefndi fram á að Úkraínumenn létu eftir Donbas svæðið í skiptum fyrir að Rússar hættu sókn í héruðunum Saporísja og Kherson. Trump er sagður hlynntur tillögunni en Úkraínumenn eru ekki sagðir taka þetta til greina. „Það sem Úkraína er að berjast fyrir snýst um annað og meira en þau eru að fórna lífi sínu fyrir að geta farði sömu leið og Eistrasaltsríkin og Pólland. Þau vilja fá að vera þannig samfélag,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður og fyrrverandi utanríkisráðherra og sérstakur sendifulltrúi Evrópuráðsins í málefnum barna í Úkraínu. Úkraínumenn trúi Pútín ekki Úkraína hafi talið sig hafa öryggistryggingu frá Bandaríkjunum frá 1994 sem hafi svo ekki staðist. „Ég held að almennt taki Úkraínumenn Pútín ekki trúanlega og taki ekki Trump alvarlega,“ segir Þórdís. „Hvað á fólk við þegar það talar um frið? Er það friður ef alþjóðlega viðurkenndum landamærum er breytt. Tugþúsundum, jafnvel hundruð þúsundum barna, sem hefur verið rænt, er ekki skilað og fullvalda sjálfstæðu ríki er bannað að haga sér eins og fullvalda, sjálfstætt ríki og er bannað að taka ákvarðanir fyrir sig?“ Evrópskum leiðtogum hefur verið boðið á fund Trumps og Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta á morgun og mun Ursula Von der Leyen forseti framkvæmdastjornar ESB sækja hann. Mark Rutte, aðalritari Atlantshafsbandalagsins, Georgia Melloni forsætisráðherra Ítalíu og Alexander Stubb forseti Finnlands verða jafnframt á fundinum. „Tími þægilegra ákvarðana er liðinn“ Bandalag hinna viljugu, sem samanstendur af þrjátíu vestrænum þjóðum sem styðja við Úkraínu, fundaði í gegnum fjarfundarbúnað klukkan eitt að íslenskum tíma. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra mun sækja fundinn. „Evrópa þarf að taka þessa stöðu mjög alvarlega og taka raunverulegar ákvarðanir sem skipta máli. Þetta Bandalag hinna viljugu þjóða, hingað til hefur þetta alltaf á endanum gengið út á það að þurfa einhvers konar tryggingar frá Bandaríkjunum. Staðan í Evrópu er bara breytt og Evrópulönd þurfa að átta sig á þeim veruleika sem við okkur blasir og taka ákvarðanir í samræmi við það. Tími þægilegra ákvarðana er liðinn,“ segir Þórdís. Pútín væntanlega ánægður með fundinn Margir hafa gagnrýnt fund Trumps og Pútíns á föstudag, sér í lagi íburðarins og meintrar sýndarmennsku. Rauður dregill var lagður út fyrir Pútín, hann fékk að sitja í persónulegum bíl forsetans, heimsótti bandaríska herstöð og sameiginlegur „blaðamannafundur“ þeirra var í raun bara kynning - forsetarnir svöruðu engum spurningum að fundinum loknum. „Pútín fékk það út úr þessum fundi, viðburði og aðdraganda það sem hann vildi fá. Þar af leiðandi getur maður haft sterkar skoðanir á því hvers konar skilaboð er verið að senda,“ segir Þórdís. „Þessi normalísering og skilaboð er eitthvað sem að Pútín Rússlandsforseti er væntanlega mjög ánægður með. Á endanum þarf fólk auðvitað að tala saman og það þarf að komast að einhverri niðurstöðu. En þau samtöl eiga auðvitað að eiga sér stað með úkraínskum stjórnvöldum og þeim sem hafa eitthvað fram að færa við það borð. Þá þarf Evrópa að vera tilbúin að gera það sem þarf og það er því miður mjög margt sem þarf að gera og þarf að tryggja.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hlynntur tillögu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta að binda enda á innrásarstríð Rússa með því að láta þeim eftir að innlima austurhéröð Úkraínu. Þetta kom í ljós þegar upplýsingum úr símafundi hans með leiðtogum Evrópu var lekið. 17. ágúst 2025 00:06 Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Evrópskir leiðtogar hafa fengið boð á fund Bandaríkjaforseta og forseta Úkraínu í Washington-borg á mánudag. Bandaríkjaforseti lagði til á fundi með forseta Rússlands að Úkraína fengi svokallaða öryggistryggingu, svipaða og kveðið er á um í NATO-samningnum, án þess að ganga inn í bandalagið. 16. ágúst 2025 20:26 „Það hefði auðvitað verið betra“ Það hefði verið betra, að mati utanríkisráðherra, hefði Trump haldið í kröfu Evrópuleiðtoga um að semja fyrst um vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands og síðan frið, frekar en að halda friðarviðræður „undir sprengjuregni og drápsvél Rússa.“ Hún gerir enga athugasemd við rauða dregilinn sem tók á móti Pútín á leiðtogafundinum í Alaska í gær, svo lengi sem gjörningurinn skili „réttlátum og langvarandi friði í Evrópu.“ 16. ágúst 2025 16:28 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Á fundi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með Vladimír Pútín forseta Rússlands á föstudag fór sá síðarnefndi fram á að Úkraínumenn létu eftir Donbas svæðið í skiptum fyrir að Rússar hættu sókn í héruðunum Saporísja og Kherson. Trump er sagður hlynntur tillögunni en Úkraínumenn eru ekki sagðir taka þetta til greina. „Það sem Úkraína er að berjast fyrir snýst um annað og meira en þau eru að fórna lífi sínu fyrir að geta farði sömu leið og Eistrasaltsríkin og Pólland. Þau vilja fá að vera þannig samfélag,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður og fyrrverandi utanríkisráðherra og sérstakur sendifulltrúi Evrópuráðsins í málefnum barna í Úkraínu. Úkraínumenn trúi Pútín ekki Úkraína hafi talið sig hafa öryggistryggingu frá Bandaríkjunum frá 1994 sem hafi svo ekki staðist. „Ég held að almennt taki Úkraínumenn Pútín ekki trúanlega og taki ekki Trump alvarlega,“ segir Þórdís. „Hvað á fólk við þegar það talar um frið? Er það friður ef alþjóðlega viðurkenndum landamærum er breytt. Tugþúsundum, jafnvel hundruð þúsundum barna, sem hefur verið rænt, er ekki skilað og fullvalda sjálfstæðu ríki er bannað að haga sér eins og fullvalda, sjálfstætt ríki og er bannað að taka ákvarðanir fyrir sig?“ Evrópskum leiðtogum hefur verið boðið á fund Trumps og Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta á morgun og mun Ursula Von der Leyen forseti framkvæmdastjornar ESB sækja hann. Mark Rutte, aðalritari Atlantshafsbandalagsins, Georgia Melloni forsætisráðherra Ítalíu og Alexander Stubb forseti Finnlands verða jafnframt á fundinum. „Tími þægilegra ákvarðana er liðinn“ Bandalag hinna viljugu, sem samanstendur af þrjátíu vestrænum þjóðum sem styðja við Úkraínu, fundaði í gegnum fjarfundarbúnað klukkan eitt að íslenskum tíma. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra mun sækja fundinn. „Evrópa þarf að taka þessa stöðu mjög alvarlega og taka raunverulegar ákvarðanir sem skipta máli. Þetta Bandalag hinna viljugu þjóða, hingað til hefur þetta alltaf á endanum gengið út á það að þurfa einhvers konar tryggingar frá Bandaríkjunum. Staðan í Evrópu er bara breytt og Evrópulönd þurfa að átta sig á þeim veruleika sem við okkur blasir og taka ákvarðanir í samræmi við það. Tími þægilegra ákvarðana er liðinn,“ segir Þórdís. Pútín væntanlega ánægður með fundinn Margir hafa gagnrýnt fund Trumps og Pútíns á föstudag, sér í lagi íburðarins og meintrar sýndarmennsku. Rauður dregill var lagður út fyrir Pútín, hann fékk að sitja í persónulegum bíl forsetans, heimsótti bandaríska herstöð og sameiginlegur „blaðamannafundur“ þeirra var í raun bara kynning - forsetarnir svöruðu engum spurningum að fundinum loknum. „Pútín fékk það út úr þessum fundi, viðburði og aðdraganda það sem hann vildi fá. Þar af leiðandi getur maður haft sterkar skoðanir á því hvers konar skilaboð er verið að senda,“ segir Þórdís. „Þessi normalísering og skilaboð er eitthvað sem að Pútín Rússlandsforseti er væntanlega mjög ánægður með. Á endanum þarf fólk auðvitað að tala saman og það þarf að komast að einhverri niðurstöðu. En þau samtöl eiga auðvitað að eiga sér stað með úkraínskum stjórnvöldum og þeim sem hafa eitthvað fram að færa við það borð. Þá þarf Evrópa að vera tilbúin að gera það sem þarf og það er því miður mjög margt sem þarf að gera og þarf að tryggja.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hlynntur tillögu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta að binda enda á innrásarstríð Rússa með því að láta þeim eftir að innlima austurhéröð Úkraínu. Þetta kom í ljós þegar upplýsingum úr símafundi hans með leiðtogum Evrópu var lekið. 17. ágúst 2025 00:06 Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Evrópskir leiðtogar hafa fengið boð á fund Bandaríkjaforseta og forseta Úkraínu í Washington-borg á mánudag. Bandaríkjaforseti lagði til á fundi með forseta Rússlands að Úkraína fengi svokallaða öryggistryggingu, svipaða og kveðið er á um í NATO-samningnum, án þess að ganga inn í bandalagið. 16. ágúst 2025 20:26 „Það hefði auðvitað verið betra“ Það hefði verið betra, að mati utanríkisráðherra, hefði Trump haldið í kröfu Evrópuleiðtoga um að semja fyrst um vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands og síðan frið, frekar en að halda friðarviðræður „undir sprengjuregni og drápsvél Rússa.“ Hún gerir enga athugasemd við rauða dregilinn sem tók á móti Pútín á leiðtogafundinum í Alaska í gær, svo lengi sem gjörningurinn skili „réttlátum og langvarandi friði í Evrópu.“ 16. ágúst 2025 16:28 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Trump sagður hlynntur afsali lands Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hlynntur tillögu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta að binda enda á innrásarstríð Rússa með því að láta þeim eftir að innlima austurhéröð Úkraínu. Þetta kom í ljós þegar upplýsingum úr símafundi hans með leiðtogum Evrópu var lekið. 17. ágúst 2025 00:06
Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Evrópskir leiðtogar hafa fengið boð á fund Bandaríkjaforseta og forseta Úkraínu í Washington-borg á mánudag. Bandaríkjaforseti lagði til á fundi með forseta Rússlands að Úkraína fengi svokallaða öryggistryggingu, svipaða og kveðið er á um í NATO-samningnum, án þess að ganga inn í bandalagið. 16. ágúst 2025 20:26
„Það hefði auðvitað verið betra“ Það hefði verið betra, að mati utanríkisráðherra, hefði Trump haldið í kröfu Evrópuleiðtoga um að semja fyrst um vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands og síðan frið, frekar en að halda friðarviðræður „undir sprengjuregni og drápsvél Rússa.“ Hún gerir enga athugasemd við rauða dregilinn sem tók á móti Pútín á leiðtogafundinum í Alaska í gær, svo lengi sem gjörningurinn skili „réttlátum og langvarandi friði í Evrópu.“ 16. ágúst 2025 16:28