„Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2025 14:01 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segir deiluna um Úkraínu ekki eingöngu snúast um hvar landamærin liggi, heldur um rétt Úkraínumanna til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Vísir/Einar Fyrrverandi utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að Evrópuþjóðir fari að taka raunverulegar ákvarðanir um hvernig binda megi enda á átökin í Úkraínu. Málið snúist ekki eingöngu um hvar landamæri liggja heldur að úkraínska þjóðin fái að taka ákvarðanir sem fullvalda þjóð, til dæmis um að ganga í Evrópusambandið og NATO. Á fundi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með Vladimír Pútín forseta Rússlands á föstudag fór sá síðarnefndi fram á að Úkraínumenn létu eftir Donbas svæðið í skiptum fyrir að Rússar hættu sókn í héruðunum Saporísja og Kherson. Trump er sagður hlynntur tillögunni en Úkraínumenn eru ekki sagðir taka þetta til greina. „Það sem Úkraína er að berjast fyrir snýst um annað og meira en þau eru að fórna lífi sínu fyrir að geta farði sömu leið og Eistrasaltsríkin og Pólland. Þau vilja fá að vera þannig samfélag,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður og fyrrverandi utanríkisráðherra og sérstakur sendifulltrúi Evrópuráðsins í málefnum barna í Úkraínu. Úkraínumenn trúi Pútín ekki Úkraína hafi talið sig hafa öryggistryggingu frá Bandaríkjunum frá 1994 sem hafi svo ekki staðist. „Ég held að almennt taki Úkraínumenn Pútín ekki trúanlega og taki ekki Trump alvarlega,“ segir Þórdís. „Hvað á fólk við þegar það talar um frið? Er það friður ef alþjóðlega viðurkenndum landamærum er breytt. Tugþúsundum, jafnvel hundruð þúsundum barna, sem hefur verið rænt, er ekki skilað og fullvalda sjálfstæðu ríki er bannað að haga sér eins og fullvalda, sjálfstætt ríki og er bannað að taka ákvarðanir fyrir sig?“ Evrópskum leiðtogum hefur verið boðið á fund Trumps og Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta á morgun og mun Ursula Von der Leyen forseti framkvæmdastjornar ESB sækja hann. Mark Rutte, aðalritari Atlantshafsbandalagsins, Georgia Melloni forsætisráðherra Ítalíu og Alexander Stubb forseti Finnlands verða jafnframt á fundinum. „Tími þægilegra ákvarðana er liðinn“ Bandalag hinna viljugu, sem samanstendur af þrjátíu vestrænum þjóðum sem styðja við Úkraínu, fundaði í gegnum fjarfundarbúnað klukkan eitt að íslenskum tíma. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra mun sækja fundinn. „Evrópa þarf að taka þessa stöðu mjög alvarlega og taka raunverulegar ákvarðanir sem skipta máli. Þetta Bandalag hinna viljugu þjóða, hingað til hefur þetta alltaf á endanum gengið út á það að þurfa einhvers konar tryggingar frá Bandaríkjunum. Staðan í Evrópu er bara breytt og Evrópulönd þurfa að átta sig á þeim veruleika sem við okkur blasir og taka ákvarðanir í samræmi við það. Tími þægilegra ákvarðana er liðinn,“ segir Þórdís. Pútín væntanlega ánægður með fundinn Margir hafa gagnrýnt fund Trumps og Pútíns á föstudag, sér í lagi íburðarins og meintrar sýndarmennsku. Rauður dregill var lagður út fyrir Pútín, hann fékk að sitja í persónulegum bíl forsetans, heimsótti bandaríska herstöð og sameiginlegur „blaðamannafundur“ þeirra var í raun bara kynning - forsetarnir svöruðu engum spurningum að fundinum loknum. „Pútín fékk það út úr þessum fundi, viðburði og aðdraganda það sem hann vildi fá. Þar af leiðandi getur maður haft sterkar skoðanir á því hvers konar skilaboð er verið að senda,“ segir Þórdís. „Þessi normalísering og skilaboð er eitthvað sem að Pútín Rússlandsforseti er væntanlega mjög ánægður með. Á endanum þarf fólk auðvitað að tala saman og það þarf að komast að einhverri niðurstöðu. En þau samtöl eiga auðvitað að eiga sér stað með úkraínskum stjórnvöldum og þeim sem hafa eitthvað fram að færa við það borð. Þá þarf Evrópa að vera tilbúin að gera það sem þarf og það er því miður mjög margt sem þarf að gera og þarf að tryggja.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hlynntur tillögu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta að binda enda á innrásarstríð Rússa með því að láta þeim eftir að innlima austurhéröð Úkraínu. Þetta kom í ljós þegar upplýsingum úr símafundi hans með leiðtogum Evrópu var lekið. 17. ágúst 2025 00:06 Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Evrópskir leiðtogar hafa fengið boð á fund Bandaríkjaforseta og forseta Úkraínu í Washington-borg á mánudag. Bandaríkjaforseti lagði til á fundi með forseta Rússlands að Úkraína fengi svokallaða öryggistryggingu, svipaða og kveðið er á um í NATO-samningnum, án þess að ganga inn í bandalagið. 16. ágúst 2025 20:26 „Það hefði auðvitað verið betra“ Það hefði verið betra, að mati utanríkisráðherra, hefði Trump haldið í kröfu Evrópuleiðtoga um að semja fyrst um vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands og síðan frið, frekar en að halda friðarviðræður „undir sprengjuregni og drápsvél Rússa.“ Hún gerir enga athugasemd við rauða dregilinn sem tók á móti Pútín á leiðtogafundinum í Alaska í gær, svo lengi sem gjörningurinn skili „réttlátum og langvarandi friði í Evrópu.“ 16. ágúst 2025 16:28 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira
Á fundi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með Vladimír Pútín forseta Rússlands á föstudag fór sá síðarnefndi fram á að Úkraínumenn létu eftir Donbas svæðið í skiptum fyrir að Rússar hættu sókn í héruðunum Saporísja og Kherson. Trump er sagður hlynntur tillögunni en Úkraínumenn eru ekki sagðir taka þetta til greina. „Það sem Úkraína er að berjast fyrir snýst um annað og meira en þau eru að fórna lífi sínu fyrir að geta farði sömu leið og Eistrasaltsríkin og Pólland. Þau vilja fá að vera þannig samfélag,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður og fyrrverandi utanríkisráðherra og sérstakur sendifulltrúi Evrópuráðsins í málefnum barna í Úkraínu. Úkraínumenn trúi Pútín ekki Úkraína hafi talið sig hafa öryggistryggingu frá Bandaríkjunum frá 1994 sem hafi svo ekki staðist. „Ég held að almennt taki Úkraínumenn Pútín ekki trúanlega og taki ekki Trump alvarlega,“ segir Þórdís. „Hvað á fólk við þegar það talar um frið? Er það friður ef alþjóðlega viðurkenndum landamærum er breytt. Tugþúsundum, jafnvel hundruð þúsundum barna, sem hefur verið rænt, er ekki skilað og fullvalda sjálfstæðu ríki er bannað að haga sér eins og fullvalda, sjálfstætt ríki og er bannað að taka ákvarðanir fyrir sig?“ Evrópskum leiðtogum hefur verið boðið á fund Trumps og Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta á morgun og mun Ursula Von der Leyen forseti framkvæmdastjornar ESB sækja hann. Mark Rutte, aðalritari Atlantshafsbandalagsins, Georgia Melloni forsætisráðherra Ítalíu og Alexander Stubb forseti Finnlands verða jafnframt á fundinum. „Tími þægilegra ákvarðana er liðinn“ Bandalag hinna viljugu, sem samanstendur af þrjátíu vestrænum þjóðum sem styðja við Úkraínu, fundaði í gegnum fjarfundarbúnað klukkan eitt að íslenskum tíma. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra mun sækja fundinn. „Evrópa þarf að taka þessa stöðu mjög alvarlega og taka raunverulegar ákvarðanir sem skipta máli. Þetta Bandalag hinna viljugu þjóða, hingað til hefur þetta alltaf á endanum gengið út á það að þurfa einhvers konar tryggingar frá Bandaríkjunum. Staðan í Evrópu er bara breytt og Evrópulönd þurfa að átta sig á þeim veruleika sem við okkur blasir og taka ákvarðanir í samræmi við það. Tími þægilegra ákvarðana er liðinn,“ segir Þórdís. Pútín væntanlega ánægður með fundinn Margir hafa gagnrýnt fund Trumps og Pútíns á föstudag, sér í lagi íburðarins og meintrar sýndarmennsku. Rauður dregill var lagður út fyrir Pútín, hann fékk að sitja í persónulegum bíl forsetans, heimsótti bandaríska herstöð og sameiginlegur „blaðamannafundur“ þeirra var í raun bara kynning - forsetarnir svöruðu engum spurningum að fundinum loknum. „Pútín fékk það út úr þessum fundi, viðburði og aðdraganda það sem hann vildi fá. Þar af leiðandi getur maður haft sterkar skoðanir á því hvers konar skilaboð er verið að senda,“ segir Þórdís. „Þessi normalísering og skilaboð er eitthvað sem að Pútín Rússlandsforseti er væntanlega mjög ánægður með. Á endanum þarf fólk auðvitað að tala saman og það þarf að komast að einhverri niðurstöðu. En þau samtöl eiga auðvitað að eiga sér stað með úkraínskum stjórnvöldum og þeim sem hafa eitthvað fram að færa við það borð. Þá þarf Evrópa að vera tilbúin að gera það sem þarf og það er því miður mjög margt sem þarf að gera og þarf að tryggja.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hlynntur tillögu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta að binda enda á innrásarstríð Rússa með því að láta þeim eftir að innlima austurhéröð Úkraínu. Þetta kom í ljós þegar upplýsingum úr símafundi hans með leiðtogum Evrópu var lekið. 17. ágúst 2025 00:06 Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Evrópskir leiðtogar hafa fengið boð á fund Bandaríkjaforseta og forseta Úkraínu í Washington-borg á mánudag. Bandaríkjaforseti lagði til á fundi með forseta Rússlands að Úkraína fengi svokallaða öryggistryggingu, svipaða og kveðið er á um í NATO-samningnum, án þess að ganga inn í bandalagið. 16. ágúst 2025 20:26 „Það hefði auðvitað verið betra“ Það hefði verið betra, að mati utanríkisráðherra, hefði Trump haldið í kröfu Evrópuleiðtoga um að semja fyrst um vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands og síðan frið, frekar en að halda friðarviðræður „undir sprengjuregni og drápsvél Rússa.“ Hún gerir enga athugasemd við rauða dregilinn sem tók á móti Pútín á leiðtogafundinum í Alaska í gær, svo lengi sem gjörningurinn skili „réttlátum og langvarandi friði í Evrópu.“ 16. ágúst 2025 16:28 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira
Trump sagður hlynntur afsali lands Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hlynntur tillögu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta að binda enda á innrásarstríð Rússa með því að láta þeim eftir að innlima austurhéröð Úkraínu. Þetta kom í ljós þegar upplýsingum úr símafundi hans með leiðtogum Evrópu var lekið. 17. ágúst 2025 00:06
Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Evrópskir leiðtogar hafa fengið boð á fund Bandaríkjaforseta og forseta Úkraínu í Washington-borg á mánudag. Bandaríkjaforseti lagði til á fundi með forseta Rússlands að Úkraína fengi svokallaða öryggistryggingu, svipaða og kveðið er á um í NATO-samningnum, án þess að ganga inn í bandalagið. 16. ágúst 2025 20:26
„Það hefði auðvitað verið betra“ Það hefði verið betra, að mati utanríkisráðherra, hefði Trump haldið í kröfu Evrópuleiðtoga um að semja fyrst um vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands og síðan frið, frekar en að halda friðarviðræður „undir sprengjuregni og drápsvél Rússa.“ Hún gerir enga athugasemd við rauða dregilinn sem tók á móti Pútín á leiðtogafundinum í Alaska í gær, svo lengi sem gjörningurinn skili „réttlátum og langvarandi friði í Evrópu.“ 16. ágúst 2025 16:28