Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 15. ágúst 2025 13:25 Kristján Ingi segir rannsóknina á mjög viðkvæmu stigi. Vísir/Einar Barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum. Þetta staðfestir Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild, í samtali við fréttastofu. Hann segir barnið hafa greint foreldrum sínum frá kynferðisbrotinu á þriðjudag og það strax hafa komið á borð lögreglu. „Þetta upplýsist á því að barn segir foreldrum sínum og foreldrar hafa samband við lögreglu.“ Til skoðunar hvort brotið hafi verið á fleiri börnum Hvort um sé að ræða stakt brot eða nokkur segist Kristján ekki geta sagt til um það á þessu stigi máls. „Það er verið að kanna hvort um fleiri brot sé að ræða og hvort mögulega fleiri börn hafi orðið fyrir þessu,“ segir Kristján Ingi. „Það er alltaf skoðað þegar brot koma almennt gegn börnum. Þá er alltaf skoðað hvort viðkomandi aðili gæti hafa brotið gegn fleiri börnum.“ Hvenær er brotið eða brotin framin? „Það sem við vitum á þessu stigi máls er að grunur kemur upp síðastliðinn þriðjudag og í kjölfarið var umræddur maður handtekinn og gripið til viðeigandi ráðstafana,“ segir Kristján. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun lögregla hafa tekið skýrslu af nokkrum börnum í tengslum við málið en skýrslutökur yfir börnum fara yfirleitt fram í Barnahúsi. Maðurinn var á miðvikudag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Karlmaðurinn er á þrítugsaldri og samkvæmt heimildum fréttastofu játaði hann brotið við skýrslutöku hjá lögreglu. Kristján segist ekki geta greint frá hvað hefur komið fram við skýrslutökur. Rannsóknin sé alveg á frumstigi. Borgin harmar málið Samkvæmt heimildum fréttastofu fengu foreldrar barna á leikskólanum bréf frá skóla- og frístundasviði borgarinnar í morgun þar sem þau voru upplýst um málið. Í yfirlýsingu til fréttastofu harmar skóla- og frístundasvið málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var brotið framið á leikskólanum Múlaborg í Ármúla.Vísir/Anton Brink Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að lögregla fari með rannsókn málsins og að borgin muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða við rannsóknina. „Mannauðsþjónusta skóla- og frístundasviðs vinnur með og veitir starfsfólki viðeigandi aðstoð. Við erum í samstarfi við barnaverndaryfirvöld sem koma inn með sína sérfræðiþekkingu til að styðja við börn og foreldra. Við óskum eftir að fjölmiðlar gefi fjölskyldum og starfsfólki frið og lögreglu svigrúm til að vinna að rannsókn málsins. Allar frekari upplýsingar fara í gegnum lögreglu,“ segir að lokum í yfirlýsingunni. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Börn og uppeldi Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Ofbeldi gegn börnum Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Þetta staðfestir Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild, í samtali við fréttastofu. Hann segir barnið hafa greint foreldrum sínum frá kynferðisbrotinu á þriðjudag og það strax hafa komið á borð lögreglu. „Þetta upplýsist á því að barn segir foreldrum sínum og foreldrar hafa samband við lögreglu.“ Til skoðunar hvort brotið hafi verið á fleiri börnum Hvort um sé að ræða stakt brot eða nokkur segist Kristján ekki geta sagt til um það á þessu stigi máls. „Það er verið að kanna hvort um fleiri brot sé að ræða og hvort mögulega fleiri börn hafi orðið fyrir þessu,“ segir Kristján Ingi. „Það er alltaf skoðað þegar brot koma almennt gegn börnum. Þá er alltaf skoðað hvort viðkomandi aðili gæti hafa brotið gegn fleiri börnum.“ Hvenær er brotið eða brotin framin? „Það sem við vitum á þessu stigi máls er að grunur kemur upp síðastliðinn þriðjudag og í kjölfarið var umræddur maður handtekinn og gripið til viðeigandi ráðstafana,“ segir Kristján. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun lögregla hafa tekið skýrslu af nokkrum börnum í tengslum við málið en skýrslutökur yfir börnum fara yfirleitt fram í Barnahúsi. Maðurinn var á miðvikudag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Karlmaðurinn er á þrítugsaldri og samkvæmt heimildum fréttastofu játaði hann brotið við skýrslutöku hjá lögreglu. Kristján segist ekki geta greint frá hvað hefur komið fram við skýrslutökur. Rannsóknin sé alveg á frumstigi. Borgin harmar málið Samkvæmt heimildum fréttastofu fengu foreldrar barna á leikskólanum bréf frá skóla- og frístundasviði borgarinnar í morgun þar sem þau voru upplýst um málið. Í yfirlýsingu til fréttastofu harmar skóla- og frístundasvið málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var brotið framið á leikskólanum Múlaborg í Ármúla.Vísir/Anton Brink Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að lögregla fari með rannsókn málsins og að borgin muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða við rannsóknina. „Mannauðsþjónusta skóla- og frístundasviðs vinnur með og veitir starfsfólki viðeigandi aðstoð. Við erum í samstarfi við barnaverndaryfirvöld sem koma inn með sína sérfræðiþekkingu til að styðja við börn og foreldra. Við óskum eftir að fjölmiðlar gefi fjölskyldum og starfsfólki frið og lögreglu svigrúm til að vinna að rannsókn málsins. Allar frekari upplýsingar fara í gegnum lögreglu,“ segir að lokum í yfirlýsingunni.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Börn og uppeldi Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Ofbeldi gegn börnum Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira